Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1939, Side 14

Ægir - 01.04.1939, Side 14
96 Æ G I R uin, sem liafa fært á land milljónir fiska, eru nii gengnar lil livílu. Þýtt. r Framhaldsaðalfundur S. I. F. var haldinn þriðjudaginn 18. apríl. Aðal- verkefni furidarins var stjórnarkosning. Nokkurt ósamkomulag var um stjórnar- kösninguna og varð sá endir á, að fram fór hlutfallskosning og komu fram 4 lisl- ar, er allir komu að mönnum. Kosnir voru: Magnús SigurÖssori, bankastj. Jón Árnason, framkvæmdarstj. Jóhann Þ. Jósefsson, alþm. Sigurður Kristjánsson, alþm. Ólafur Jónsson, útgerðarm., Sandgerði. IJr stjórninni hafa því gengið Helgi Guðmundsson, bankaslj. og Ólafur Ein- arsson, framkvæmdarstj. í Hafnarfirði. Atvinnumálaráðherra liefir skipað tvo menn í stjórnina, þá Geir Thorsteinson, út- gerðarmann og Jónas Guðmundsson, ritstjóra. Á fundinuin var samþykkt tillaga, þar sem Pétri Ottesen, Ólafi Thors og Skúla Guðmundssyni voru þökkuð vel urinin störf í þágu útvegsins. Auk liennar sam- þykkti fundurinn eftirfarandi tillögur: „Aðalfundur S. I. F. skorar á Samlagsstjórn- ina, að bcita sér fyrir því við rikisstjórnina, að framvegis sé öllum útflytjendum islenzkra afurða, án undantekningar, gert skylt að af- lienda bönkunum þann erlendan gjaldeyri, er fyrir afurðirnar fæst, og jafnframt verði lagt fyrir bankana að láta yfirfærslur til útlanda fyrir beinar nauðsynjavörur til framleiðslunn- ar, þar á meðal einnig fyrir efni til viðhalds skipastólnum og greiðslur fyrir nauðsynlegar vörur, ganga fyrir greiðslum á öðrum vöru- skuldum. Jafnframt sé lagt fyrir bankana, að stitla i hóf svo sem unnt er öllum þeim kosn- aði, sein á fellur við gjaldeyrisverzlun þeirra.“ Flutningsmaður Ólafur Anðimsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum. „Aðalfundur S. í. F. skorar á ríkisstjórn og Alþingi að fella niður öil úfflutningsgjöld, sem enn hvíla á útfluttum sjávarafurðum, þ. á. m. líka gjaldið lil Fiskimálasjóðs, enda sé verksvið Fiskimálanefndar tekið til athugunar og það hversu þeim störfum megi bezt koma fyrir framvegis, sem nefndin hefir liaft með hönd- um.“ Flutningsmaður Jóhann I>. Jósefsson. „Framhaldsaðalfundur S. í. F. lialdinn i Reykjavík 18. apríl 1939, samþykkir eftirfar- andi ályktun: 1. Þar sem löggjafarvald þjóðarinnar hcfir nú sýnt sjáyarútvéginum þá sanngirni að leið- rétta gamalt ranglæti i garð framleiðslustétt- anna til lands og sjávar, með því að færa skráningu ísl. krónu í það horf, sem útvegs- menn mega vel við una, þá litur fundurinn svo á, að nú sé komið til kasta útvegsmanna sjálfra um það að gera ráðstafanir til þess að tryggja það að sinu leyti, að þær liagsbætur, sem fengn- ar eru með þessu, komi útvegsmönniun að sem fyllstum notum. 2. Þar sem nú er vitað mál, að aðkeyptar er- lendar vörur hljóta að slíga i verði við geng- isbrevtinguna, og þá engu síður nauðsynjavör- ur til útgerðar, að óbreyttum verzlunarliátt- um þeim, er útvegsmenn eiga við að búa, og þar sem af þessu hlýtur að leiða það, að auk- inn tilkostnaður gleypir að verulegu leyti þann hagnað, sem vænst er að útvegsmenn.gætu ann- ars haft af réttlátri gengisskráningu, telur fund- urinn sjálfsagt, að athuga beri alla möguleika lil þess að'koma í veg fyrir það, að hækkandi verð á nauðsynjavörum útveginum til handa geri þessa ráðstöfun löggjafans þýðingarlausa fyrir afkomu útvegsins. 3. Að öllu þessu athuguðu telur fundurinn rétt, að þar sem sjávarútvegurinn hefir nú þcg- ar stofnun, seiii annast sölu saltfiskjar fyrir féJagsmenn, með óumdeilanlegum árangri lil hagsbóta fyrir þá, miðað við annað hugsanlegt fyrirkomulag, að athugaðir verði allir mögu- leikar á því, að starfsemi þessa félagsskapar, sem þegar er fyrir hendi, verði útvíkkuð svo, að hún taki einnig lil sölu fleiri sjávarafurða, og einnig til innkaupa á nauðsynjavörum út- vegsins fyrir félagsmenn. 4. Ályktar fundurinn því að slcipa 5 nianna nefnd útvegsmanna, til þess að rannsaka það, liversu því yrði við komið, og skila áliti sínu og tillögum fyrir næsta aðalfund.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.