Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 5

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 5
Æ G I R 171 „Vona ég, að sundlaug þessi megi verða iil þess að glæða íþróttalífið liér á staðnum, því það er skoðun mín, o.ð sú æska, sem ekki hefur löngun til að leika sér, fái seint lönqun til dáðríkra starfa Við afhendingu sundlaugarinnar flutti Sveinn Gunnlaugsson skólastjóri vígslu- ræðu, en Þórður Magnússon verzlunar- maður þakkaði fyrir hönd íþróttafélags- ins Grettis og Hjörtur Hjálmarsson odd- viti fyrir iiönd Flateyrarhrepps. Síðan fór fram sundsýning, og að henni lok- inni var almenningi leyfður aðgangur að lauginni. Laugin er steinsteypt, 7x17 m, en dýptin er frá 90 cm upp í 2 m. Kælivatni írá frystihúsinu er hleyp.t í laugina, og er vatnið í henni yfir 20° heitt. Auðvelt er að skipta um vatn, því að laugin er ekki nema 6 stundir að fyllast. Við háða cnda laugarinnar eru pallar, og er i öðr- 'ini þeirra skýli, sem í er forstofa, húi\- ingsklefar fyrir karla og konur, tveir steypibaðsklefar og tvö salerni. Fyrir- komulag allt á lauginni er hið haganleg- asta. Áællað er, að laugin hafi kostað hraðfrystihúsið um 20 þús. kr. Talið er, að Jón Jónsson framkvæmd- arstjóri iiafi átt hugmyndina að því að nota kælivatnið á þann hátt, sem að íraman er lýst, og jafnframt að koma lauginni upp. Hraðfrystihússtjórnin liefur, með því að koma upp þessari laug og gefa hana liinum fyrrnefndu aðilum, sýnt slíkt ör- læti og slíkan stórhug, sem mörgum mætti verða til eftirbreytni. Er hér um slíkt framtak og menningarlegan þroska að ræða, sem vert er að öll þjóðin viti um. Magnús Kristjánsson, formaður í Bolungavík. Magnús Kristjánsson. Yfirleitt er sjómönnum svo farið, að þeir eru fáorðir um sig og' sín störf. Þótt þeir sýni þráfaldlega í verki þá þolraun og það dáðríki, sem vert er að halda á lofti, finnst þeim flestum, sem þess sé að engu getandi. Þessi dulúð þeirra á sinn þátt í því, að margra þeirra er aldrei getið á opinberum vettvangi, og er þó sú öldin nú, að margt er ómerki- legra tínt til, en frásagnir um þá menn, er fram úr skara við framleiðslustörfin, hvort heldur er til sjávar eða sveita. Einn af þeim mönnum, sem í röska þrjá tugi ára samfleytt hefur verið virkur þátttakandi í framleiðslustörfun- um í ©inni brimasömustu verstöð lands- ins, er Magnús Kristjánsson formaður í Bolungavík. Magnús er borinn og barnfæddur Bol- víkingur og hefur alla tíð dvalið í Vík- inni. Barnungur l)yrjaði hann að stunda sjó, og hefur hann eigi við önnur störf fengizt um dagana svo teljandi sé. Hann hóf formennsku 19 ára gamall og liefur nú verið formaður samfleytt i 30 ár. Allan þann tíma, sem Magnús hefur verið formaður, hefur hann átt helm-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.