Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 8
174 Æ G I R En nú hófst kapphlaupið um stærð vélanna í hátunum og hraða bátanna. Yélarnar voru keyrðar meira en þær þoldu, og afleiðingin af því varð sú, að þær þurftu viðgerðar fyrr en ella, og eyðslan varð gífurleg, en viðgerðin þótti þá ekki horga sig, því vélin var álitin of lítil. Endirinn varð því sá, að vélinni var fleygt úr bátnum og önnur stærri keypt í staðinn, auðvitað dýrari, og þar sem hún var stærri, hlaut hún að evða meira eldsneyti, svo að eyðslan minnkaði ekki að heldur. Ef til vill seldist gamla vélin upp í eitthvað af stofnkostnaðin- um við þá nýju, en venjulega lítið. Lítið eða ekkert t'illit virtist tekið til þess, að bátar af þeirri gerð, sem fiskibátarnir okkar eru, eru alls ekki neinir „hraðbát- ar“ og þar af leiðir, að liraðinn eykst ekki í því hlutfalli við vélaaflið, sem hann annars mundi gera. Það leið þvi sjaldan á löngu, þar til einnig var farið að pína stóru vélina, svo að eyðslan óx gífurlega og lítið sparaðist á viðhaldinu. Þetta mikla kapphlaup liefur því oftast ekki orðið til annars en stóraukinna út- gjalda fyrir útgerðina, i svo stórum stíl, að hún hefur á stundum tæplega risið undir þeim. Þegar miðþrýsti- eða glóðarliausmót- orinn hafði verið aðal lireyfivél fiski- flotans í nokkur ár, kom ný gerð mótora á markaðinn. Það voru hinir svonefndu háþrýsti- eða dieselmótorar. Það er sagt, að sagan endurtaki sig, og það varð hér í beztu merkingu þeirra orða. Menn höfðu vanizt glóðarhaussmótor- unum, og gekk vel að láta þá snúazt, enda var það eina gerðin, sem þáver- andi vélamönnum hafði verulega verið kennt að nota. Dieselmótorarnir eru oft líkir glóðar- liausmótorum að útliti, en það er aðeins útlitið, því að í starfsháttum eru þessar tvær gerðir gagnólíkar, enda byggðar á mjög ólíkum grundvelli. Dieselvélarnar eru i alla staði miklu fullkomnari verk- færi og umhirða og eftirlit því að stór- um mun vandasamara. Það var því ekki furða, þótt umhirðan færi í liandaskol- unx hjá einstökum nxönnum til að byrja nxeð við þessi umskipti, eins og hin fyrri, eins og flest var í pottimx búið. Vélar- gerðinni var svo unx kennt og hún á stundunx talin ónothæf. Þvi varð þó aldiæi neitað, að hún var stórunx ixiun spárneytnari en eldri gerðirnar. Hinir gætnari útgerðarnxenn sáu, lxvaða þýð- ingu það liafði fyrr útveginn, svo diesel- mótorunum fjölgaði í bátunum, véla- möímunum var kennt að skilja þá og fara með þá, svo að yfirburðir diesel- jnótoranna konxu æ betur i ljós. Síðan viðskiptin við Norðurlönd lok- uðust, liefur enginn glóðarhaussnxótor verið fluttur til landsins, en dieselnxót- orum hefur fjölgað mjög, bæði stóruixx og smáum, og nxun óhætt að fullyrða, að raenn eru nú yfirleitt ánægðir nxeð þá reynslu, sem þeir liafa fengið af þeim, því að dieselmótorarnir lxafa nxarga þá kosti, sem nxenn kunna fljótt að íxxeta, og vélgæzlumennirnr eru nxi orðnir svo vel nxenntir í 'sinni grein, að þeir eru all- flestir fullfærir um að gæta og sjá unx viðháld þessara véla. Enginn má þó skilja þetta svo, að all- ir mótorar, sem kallaðir eru dieselmót- orar, séu jafnhagkvænxir í fiskibáta. Það er með þá hluti eins og aðra, að velja verður þá eftir því, sem á að nota þá til, og því verki, sem þeim er ætlað að vinna. Kapphlaupið um stærð vélanna í bát- unum virðst engu nxinna nú en áður, og það er varla um of þótt sagt sé, að í vélakaupum liafi lxver fjarstæðan rekið aðra og svo sé enn. Á yfirstandandi tínx-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.