Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 10

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 10
176 Æ G I R Bjarni hafa smíðað fyrsta bátinn á Is- landi, er sérstaklega var gerður með það fyrir augum að setja í hann vél. Var bátur þessi 24j4 fet á lengd. Með honum bófst smíði mótorbáta hér á landi. 1 fyrstu voru mótorbátarnir þilfarslausir. En reynslan sýndi fljótt, að bátarnir j>urftu að vera yfirbyggðir og stærri. Var líka skjótlega að því ráði liorfið og átti Bjarni sinn þátt í því. Fyrsti þilfars- mótorbáturinn, er byggður var hér á landi, var smíðaður í Reykjavík fyrir Thor Jensen. Var bann um 9 rúml. að stærð og hafði 12 hestafla fjórgengisvél. Bátur þessi reyndist ágætl-ega og var tví- vegis farið kringum landið á honum, en það þótti nýmæli í þann tíma, á slíkum fleytum. Árið 1914 sendi Fiskifélag íslands frá sér fyrsta bæklinginn, en það var leiðar- vísir um hirðingu og meðferð á mótor- um, niðursetningu véla, bátasmíði o. fl. Leiðarvísir þessi var saminn af Ólafi Sveinssyni vélfræðing og Bjarna Þor- kelssyni. Bjarni skrifaði þann hlutann, er var um lag og smíði á mótorbátum og niðursetningu véla í bátana. Mjög jniklar breytingar liafa orðið í bátasmíði liér á landi þau 22 ár, síðan leiðarvísir þessi var skrifaður, enda mun hann nú í fáu íþykja merkilegur, þótt bann bafi eflaust gert sitt gagn á sínum tíma. Mér jiykir vert að birta bér dálítinn stúf úr kafla Bjarna, því að þar kemur glöggt fram álit bins þrautreynda báta- smiðs, í sambandi við þá iðn hér á landi. „Það má öllum vitanlegt vera, að við getum í bátasmíði, sem öðrum verkleg- um efnum, lært margt og mikið af öðr- um menningarþjóðum heimsins, og það er skylda vor, ef við viljum komast eitt- bvað áfram og láta verklegar fram- kvæmdir bér á landi taka framförum, að nema allt gott í þeim efnum, er við sjáum annars staðar, og hagnýta okkur það til heilla og ígagns. Ef það væri gert, ]oá mundi oss betur farnast og vér geta bætt margt, sem aflaga fer liér eða er ófullkomið. Eins og það er hiklaust skylda vor að læra bið góða hjá öðrum þjóðum, eins er það og sjálfgefið að við eigum að hag- nýta oss liið góða er við böfum sjálfir og kenna bver öðrum eftir föngum. Margl er það, er við bér heima getum lært liver af öðrum, ef við ekki látum sérgæðings- skap og sjálfsþótta stjórna oss of mikið, og þykjumst ekki of góðir og upp úr þvi hafnir að taka leiðbeiningum frá lönd- um vorum. En þvi er ver og miður, að sá löstur virðist vera of almennur, að ég ekki segi landlægur, að nýta að engu eða allt of litlu jnnlendar leiðbeiningar. Það ætti þó bver hugsandi maður að sjá það, að leiðbeining innlends manns, er fengið liefur reynslu i iðngrein sinni og aflað sér fræðslu í henni utan lands og innan, blýtur að öðru jöfnu, sé maðurinn at- bugull og skýr, að vera betri en alútlend fræðsla. Vonandi er það, að þessi löstur vor smáhverfi, enda er það bein nauð- syn, ef verulegar almennar framfarir eiga að íeiga sér stað í verldegum fram- kvæmdum vorum. Allir þeir, -er ætla að koma hér á fót umbótum og framförum í verklegum framkvæmdum, verða að vera sem einn 'maður að vinna að því að útrýma þessari landplágu vorri. Þegar bún er horfin, þá koma almennar fram- farir í verklegum fyrirtækjum vorum, miklu braðstigari -en ella gæli orðið —.“ Hér kemur fram það, er oft vill henda, þegar gamli og nýi tíminn rekast á. Bjarni lýsir því se.m sérgæðingsskap og sjálfsþótta hjá fulltrúum gamla tímans, og ekki er ólíklegt, að bann liafi sem brautryðj andi oft orðið að kenna á þeim.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.