Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 13

Ægir - 01.07.1942, Blaðsíða 13
Æ G I R 179 { skipstj., að ekki liafi verið meira á dekki en 50—60 mál sildar, en í lestum 900— 950 mál og enginn annar farmur. En ný búið var að taka olíu í tankana, en tank- arnir voru í síðum skipsins þannig, að þeir voru þynnstir neðst, en víðastir efsl °g náðu upp undir dekk. Fullfermi skipsins af síld telur skipstj. að hafi verið ca. 1100 mál. — Skipið var fyrsta skipti á síld í sumar eftir breytinguna og hafði tvívegis fengið fullfermi og slatta nokkrum sinnum. „Reykjanesið“ var 20 ára gamalt járn- skip. Við breytinguna var það stækkað nokkuð og var nú 102 rúml. hrúttó. Eig- andi þess var Pétur Ó. Johnson, en skip- sljóri á því var Ragnar Þorsteinsson. Nýir bátar. Auk háts þess, er getið var um í síð- osta blaði, að Júlíus Nýborg, skipasmið- Ur í Hafnarfirði, hefði hafið smíði á fyrir Pinnboga Guðmundsson í Gerðum, er J'ann nú í þann veginn að byrja smíði á 40—45 br. rúml. bát fyrir Sigurþór Guð- finnsson, útgerðarmann í Keflavík. í þessum háti verður 150 hestafla Buda- Hieselvél. A næstunni verður hyrjað á tveimur bátum í skipastöð Sigurjóns Einarssonar 1 Hafnarfirði. Annar báturinn verður 15 i'uml. br., og er hann smiðaður fyrir kræðurnar Ingólf og Runólf Kristjáns- syui í Ólafsvík. En hinn báturinn á að vera 130—140 rúml. br., og er hann smíðaður fyrir Einar Þorgilsson & Co., Hafnarfirði. Þann 24. júlí hljóp af stokkunum í skipasmíðastöð Marzelíusar Bernharðs- sonar á ísafirði 18 rúml. bátur. Tveir kátar bíða eftir vél fullsmíðaðir í stöð Marzelíusar, í einn er verið að setja vélina og svo hafa kilir verið lagðir að tveimur. Er annar smíðaður fyrir Hnífs- dælinga, en hinn fyrir Hólmvíkinga. Tveir tugir manna vinna nú i skipa- smíðastöðinni. Skipatap og skipasmíðar Dana. Nýlega er kominn út „Danmarks Skihsliste“ fyrir árið 1942. Samkvæmt upplýsingum, sem þar er að fá, liafa Danir misst síðastl. ár 30 gufuskip sam- tals 50 832 rúml. og 21 vélskip samtals 36 947 rúml. Alls nemur því skipatjón Dana á árinu 1941 87 829 rúml. Á sama tíma létu þeir smíða 55 kaupskip, sam- tals 12 340 rúml. Þá misstu þeir einnig á árinu 1941 allmörg af hinum minni skipum sínum, og nam rúmlestamagn þeirra, að viðbættum þeim skipum, er úr sér gengu til fulls, 78 þúsund rúml. Sam- kvæmt þessum upplýsingum liefur því skipastóll Dana minnkað á árinu 1941 um 153 489 rúmlestir. Olíuframleiðsla í Svíþjóð. Svíar hafa komið upp tveimur oliu- vinnslustöðvum, þar sem þeir vinna olíu íir flögusteini, en hann er svipaður surtarbrandi, nema hvað liann inni- heldur olíu. Þjóðverjar vinna mikið af olíu úr þessari hergtegund, en þeir nefna liana Schiefer og olíuna Schiefer oil. Önnur olíuvinnslustöðin er stofnuð fvrir 10 árum af sænska flotamálaráðu- neytinu, en hina hefur sænska stjórnin nýlega látið reisa. Árleg oliuvinnsla þess- ara stöðva er talin nema 30 þús. smál. Hinn nafnkunni sænski verkfræðingur F. Ljungström hefur nýlega fundið upp aðferð við að vinna með rafmagni oliu úr flögusteini. Á venjulegum tímum flytja Svíar inn 1 milljón smál. af oliu á ári. Nú er olíu-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.