Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1950, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1950, Blaðsíða 9
Æ G I R 3 Báráur G. Tómasson: Staásetning skipsskrúfunnar. Svo sem von er til, berst tal sjómanna oft að því, hvort skipið gangi betur, því að það er í senn kappsinál og hagsmuna- mál að verða fyrstur til að ná í sildar- torfu eða koma linunni i sjóinn. — Menn tala um, að þessi vél sé kraftlítil, en hin kraftmikil, þótt báðar hafi reynzt jafn- kraftmiklar í tilraunastöðinni. Telja má víst, að allar vélar, sem við kaupum í fiskibátana okkar, séu ekki kraftminni en þær eru gefnar upp fyrir. Þegar vél er keypt, er ekkert um það vitað, hvort skrúfan hæfir bátnum, sem vélin á að fara i. Gangi báturinn illa með hinni nýju vél, neyðist útgerðarmaðurinn oft til þess að kaupa aðra kraftmeiri, en með því er oft ekki ráðin bót á gangtregðu bátsins, því að skrúfan og fyrirkomulag hennar olli henni að öllum líkum, en ekki vélin sjálf. Tilraunir með skrúfur. Fiskifélag Islands hefur látið gera nokkr- ar tilraunir með mismunandi skrúfur á 35 lesta báti. I ljós hefur komið við þessar tilraunir, að misnninandi sveigja (stigning) á skrúfublöðum hefur valdið % sjómílna mismun á hraða (7.67 upp í 8.44 sjómíl- ur). Væru gerðar yfirgripsmeiri tilraunir með skrúfur, mundi ýmislegt fleira koma i ljós. En það er dýrt að framkvæma þess- ar tilraunir og niðurstöðurnar koma að- eins að gagni við þau skip, sem eru ná- kvæmlega eins og þau, er tilraunirnar voru gerðar á. Enginn getur með vissu, án til- i'aunar, sagt fyrir um það, hvað bezt hent- ai’ fyrir hvert skip, en hins vegar getur Fiskifélagið veitt ýmsar upplýsingar, sem að gagni mega koma. Hér á eftir verður greint frá þvi, hvernig staðsetja á skrúfuna miðað við bol skipsins. Vandamál skipasmiða. Þegar ísl. skipasmiður teiknar skip, skortir hann oftast upplýsingar um stærð skrúfunnar. Gegnir það furðu, hvað litl- um árekstrum þetta hefur valdið, þegar á það er litið, að eitt af þ\ú fyrsta, sem skipasmiðurinn þarf a. m. k. að vita um, er fyrirferð vélar og skrúfu. A litlum skipum er skrúfan mjög stór í samanburði við stærð skipsins, svo að erfiðleikum er bundið að koma henni svo langt niður i sjóinn eða inn undir skipið, að hún ekki dragi með sér loft, verki sem nokkurs konar þyrill, og komi ekki að fullum notum til framdriftar. Úrlausnar- efnin í þessu sambandi eru aðallega tvö: 1. Að koma skrúfunni langt niður í sjó- inn. Til þess þarf að gera skipið djúpt og þunnt í sniðum, að minnsta kosti að aftan, því að ef svo væri ekki, mundi það lyfta sér upp, verða hátt á borði, en skrúf- an hátt i sjó. Sé skipið þunnt í sniðum auðveldast að koma skrúfunni rétt fyrir, en þá vandast málið með að koina vélinni fyrir. Aftan við lestina er ekkert rými neðan til í skipinu, svo að taka verður afturhluta hennar allt fram að miðju skipi fyrir vélarrúm. Hér er miðað við, að rúm sé fyrir hjálparvélar og að aðalvélin sé ekki með óhæfilegum halla. Ef hjálpar- vélar eru engar og ekkert tillit er tekið til gólfflatar eða halla vélarinnar, getur hún verið aftar, samanber ísl. bátana með sænska laginu. — Á skipum, þar sem lest- arrými er ekkert aðalatriði, má telja þetta skipulag æskilegt, svo sem á bátum, sem stunda dagróðra, en á útilegubátum, sem ýmist salta eða ýsa fisk, er lestarrými nauðsynlegt. 2. Að koma skrúfunni sem lengst inn undir skut skipsins, en það verður bezt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.