Ægir - 01.01.1950, Blaðsíða 17
Æ G I R
11
Rannsókn í sambandi við fyrirætlanir
um byggingu sementsverksmiðju.
„Fiskiþingið skorar á ríkisstjórnina að
láta fara fram nú þegar rannsókn á því,
livaða áhrif sandnám i Faxaflóa í sam-
bandi við fyrirhugaða byggingu sements-
verksmiðju gæti haft á fiskigöngur og fisk-
veiðar i flóanum."
Kynnisferðir.
„Fiskiþingið lýsir ánægju sinni vfir því,
að nokkur rekspölur hefur komizt á um
l'yrirhugaða kynnisför til Noregs á kom-
andi vetrarvertið og ætlast til, að þeirri
kynnisför og öðrum, sem farnar kynnu að
verða, verði liagað á þá lund, sem greint
er í greinargerð þeirri um þetta mál, sem
samþykkt var á síðasta fiskiþingi.
Jafnframt felur fiskiþingið stjórn Fiski-
félagsins að beita sér með röggsemi fyiár
áframhaldandi kynnisferðum til útlanda
og taka einnig tit athugunar, hvort ekki sé
heppilegt að taka upp kynnisferðir útvegs-
og fiskimanna milli landshlula. Slíkt
myndi efla kynningu og ef til vill auka
nauðsynlega nýbreytni, sem kunnug er á
einum stað, en ókunnug á öðrum.“
Beitumál.
„a. Fiskiþingið skorar á beitunefnd að
hlutast til um, að frysting beitusildar
verði aukin til muna á Norðurlandi
og sérstök áherzla verði lögð á aukna
beitufrystingu á Raufarhöfn.
b. Að beitunefnd hlutist til um, að sett
verði mat á síld, sem tekin er til
frystingar, og sé þess gætt, að ekki sé
meiri klaki en 10%—12% af þunga
hennar, enda fylgi matsvottorð seldri
beitusíld.
c. Nefndin sér sér ekki fært að mæla
með þvi, að þeim, sem keyptu
norsku beitusíldina á síðastliðnu ári,
verði bætt það tjón, sem þeir urðu
fyrir af þessum beitukaupum, enda
gerðu þeir þau kaup af frjálsum vilja
og á eigin ábyrgð.
d. Fiskiþingið felur stjórn Fiskifélagsins
að rannsaka: Hvað hægt er að frysta
og geyma mikið af beitusíld á Norð-
urlandi í þeim frystihúsum, sem nú
eru starfandi þar og einnig hvað fyrir-
hugað er um frystihúsbyggingar þar
á næstu árum, t. d. á Raufarhöfn.
e. Að hlutast til um það, að beitunefnd
gefi skýrslu um störf sin frá því hún
tók til starfa og sé þar fram tekið,
hvað hún hefur aðhafzt til þess að
koma í veg fyrir beituskort, og verði
sú skýrsla birt.“
Viðgerðarstofa mælitækja.
„Fiskiþingið skorar á Fiskifélag íslands
að beita sér fyrir þvi, að löggildingarstofa
rikisins setji upp og starfræki á Akureyri
viðgerðar- og löggildingarstofu fyrir vogir
og önnur mælitæki.“
Verzlunarmál.
„Fiskiþingið skorar á stjórn Fiskifélags-
ins, að eiga — öll — tal við Fjárhagsráð
og Viðskiptanefnd um gjaldeyrisvandræði
útvegsins og gera sitt til að knýja fram,
að hvers konar leyfi til óhjákvæmilegra
þarfa útvegsins verði afgreidd tafarlaust.
Þessi krafa er svo sjálfsögð, að ef gjald-
eyrir er ekki hverju sinni fyrir hendi,
þurfa bankarnir að taka bráðabirgðalán
til þessara hluta.“
Veðurfregnir.
„Þar sem vitað er, að hin ýmsu fram-
leiðslustörf hér á landi eru mikið háð veð-
urfari, og að flest störf, sem fiskveiðar
snerta, fara mjög eftir veðurfregnum og
veðurspám, þá beinir fiskiþingið því til
veðurstofunnar að fullkomna svo veður-
athugunarkerfið innanlands, að veðurþjón-
ustan nái þeim tilgangi sínum að vera á
liverjum tíma sem öruggust leiðbeining
fyrir fiskiflotann.
Fiskiþingið ítrekar fyrri óskir sínar um,
að veðurfregnir, sem berast frá skipum á
hafi úti skömmu fyrir veðurathugun á