Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1950, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1950, Blaðsíða 14
8 Æ G I R Tuttugasta fiskiþingié. Saltfiskverkun. „Fiskiþing skorar á ríkisstjórn og Al- þingi að hlutast til um, að lánsstofnanir láni þeim, sem vilja koma upp saltfisk- verkunaraðstöðu, stofnfé svo sem frekast má verða og eigi minna en 70% af stofn- kostnaði, enn l'remur að lánað verði út á saltfisk allt að 85% af andvirði hans full- stöðnum. Þá telur fiskiþing æskilegt, að tilraun- um sé haldið áfram til fiskþurrkunar í Juisum, þar sem rafmagn og önnur skil- yrði eru fyrir hendi. Fisldþingið leggur áherzlu á, að valdhaf- arnir hlutist til um, að hæfilegur hluti hátaaflans verði saltaður, svo að frysting þeirra fisktegunda, sem ekki er söltunar- hæfar, geti setið í fyrirrúmi til frystingar." Stofnlán og aðstoð fiskiskipa. „Fiskiþingið samþykkir að skora á Al- þingi að ákveða, að afborganir á lánum til fiskiskipa hjá Stofnlánadeild sjávarútvegs- ins og Fiskveiðasjóði íslands, er féllu i gjalddaga 1948 og 1949 og eru í vanskil- um, megi færast aftur urn tvö ár, þannig að heildarlánstíminn lengist að sama skapi. Enn fremur, að ekki verði reiknaðir drátt- arvextir af afborgunum eða vöxtum, sem vanskil hafa orðið á, heldur einungis hinir venjulegu vextir viðkomandi lána. Enn fremur skorar fiskiþingið á Alþingi að samþykkja heimild til ráðherra til þess að gefa eftir, að fengnum tillögum skila- nefndar þeirrar, sem skipuð var með lög- um nr. 85/1948, aðstoðarlán þau, sem út- gerðarmönnum og útgerðarfyrirtækjum hafa verið veitt vegna aflabrests á sild- veiðum árin 1945, 1947, 1948 og 1949, sbr. lög nr. 85/1948, nr. 100/1948 og bráða- birgðalög frá 12. ágúst 1949. Komi eftirgjöf á aðstoðarlánum jafnt til greina, livort sem lántakandi sætir skulda- skilum eða ekki.“ Velbátalryggingar. „Fiskiþingið felur stjórn Fiskifélagsins að beita sér fyrir og vinna að eftirfarandi umbótum um tryggingar vélbáta: 1. Að sjótryggingariðgjöld vélbáta í fyrsta vátrvggingarflokki verði hvergi á land- inu hærri en 4% og hlulfallslega í öðr- um vátryggingarflokkum. 2. Að endurgreiðslur fyrir hafnarlegur verði teknar til greina, ef tryggður bát- ur liggur í höfn samfleytt 10 daga eða lengur. 0. Að þóknun lyrir aðsloð við skip eða björgun skipa, sem tryggð eru hjá is- lenzkum vátryggingarfélögum, verði hin sama hjá öllum tryggingarfélögum. 4. Fiskiþingið skorar á Alþingi að gera þá breytingu á lögum um tryggingar vél- báta, að Bátaábyrgðafélag Vestmanna- eyja fái að starfa sem sjálfstætt félag, þar sem sérstakar ástæður eru fyrir hendi um starfsemi þess.“ Síldarútvegsmál. „1. Þrátt fyrir aflaleysi á sildveiðitíman- um tvö undanfarin ár, liefur greini- lega komið í ljós, að mikil óþægindi eru að því, að ekki er starfandi af- kastamikil síldarverksmiðja á Norður- landi sunnan Langaness. Þykir þvi sýnt, að betur hefði farið, að einhver hluti þeirra síldarverksmiðja, sem reistar hafa verið á undanförnum fimm árum, hefðu verið staðsettar á áðurgreindu svæði. Með því hins veg- ar, að af fjárhagsástæðum þykir ekki fært að halda fram kröfunni um byggingu nýrrar síldarverksmiðju á Norðausturland að svo stöddu, þá vill fiskiþing skora á stjórn Síldarverk-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.