Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1950, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1950, Blaðsíða 21
Æ G I R 15 það öryg'gistæki sjófarenda, sem sizt má án vera, og því nauðsynlegt, að útgerðinni sé ekki íþyngt um of í þessu efni. 7. Að skora á landssimann að vinna að því, að hið hráðasta fáist talstöðvar fyrir opna báta (bæði smærri og stærri). 8. Að talstöðvar i landi séu starfræktar allan sólarhringinn, ef hát vantar lir sjóferð og af hálfu landssímans sé því skipulagi á komið, að nærliggjandi landssimastöðvar hafi opið samband við lilutaðeigandi talstöð á livaða tíma sem er, ei' nauðsyn krefur. 9. Að skora á landssimann að setja upp talstöð á Djúpavogi, svo að liægt sé að hafa samband við sjófarendur, þegar nauðsyn krefur. 10. Að skora á landssímánn, að hlust- vörður sé allan sólarhringinn við tal- stöðina á Siglufirði. 11. Að skora á landssimann að efla styrk- leika loftskeytastöðvarinnar á Seyðis- firði og þar verði sett upp talbrú. 12. Að auka styrkleika loftskeytastöðv- anna í Reykavík, ísafirði og Siglufirði. 13. Að landssíminn geri simaþjónustuna við fiskiflotann svo auðvelda sem unnt er. 1.4. Að Fiskifélagið og Slysavarnafélag ís- lands eigi á hverjum tima greiðan að- gang að nánu samstarfi við landssím- ann um allt, sem snertir talstöðva- niáli. iiME Fulltrúar á síðasta fiskiþingi. Talið frá vinstri, fremri röð: Kristján .Tónsson, Helgi PAlsson, Árni Vilhjálmsson, Davíð Ölafsson, Ölafur B. Björnsson, Gísli Magnússon, Valtýr Þor- stcinsson. — I aftari röð: I’orvarður Björnsson, Margcir Jónsson, Ingvar Vilhjálmsson, Ólafur Guðmundsson, Arngrimur Fr. Bjarnason, Sigurður Guðmundsson, Magnús Gamalíelsson, Guðmundur Guðmundsson, Einar Guðfinnsson, Friðgeir Þor- stcinsson, Niels Ingvarsson, Sveinn Benediktsson, Hafsteinn Bcrgþórsson, Ólafur Jónsson, Magnús Mngnússon, Ölver Guðmundsson, Sighvatur Bjarnason. 15. Þá beinir fisldþingið þvi til notenda talstöðva í fiskiskipum að varast alla misnotkun talstöðvanna og hafa það jafnan í liuga, að þær eru fyrst og fremst öryggistæki. Ifi. Fiskiþingið samþykkir að fela stjórn Fiskifélagsins að sjá um það, að fræðsla um meðferð talstöðva fari fram í sambandi við vélfræðinámskeið þau, sem haldin eru á vegum Fiski- ielagsins, svo og í Stýrimannaskólan- um og námskeiðum þeim, sem haldin eru á vegum hans.“ Hagnýting sjávarafurða. „Fiskiþingið lætur i ljós ánægju sína yfir þeim framförum, sem orðið hafa um hagnýtingu á fiskúrgangi, og telur, að sem allra fyrst verði að gera ráðstafanir til þess ;tð hagnýta allan fiskúrgang, þar á meðal þurfi að koma upp tækjum til að vinna soðkraft úr fisksoði (límvatni) í síldar- verksmiðj um.“ Sjómannatryggingin. „Fiskiþingið skorar fastlega á Alþingi að létta nú þegar Sjómannatryggingunni af allri fiskveiðiútgerð landsins og fela Al- mannatryggingunum að annast allar bóta- greiðslur samkvæmt gildandi lögum og reglugerð, enda renni þá allar eignir Sjó- mannatryggingarinnar til Almannatrygg- inganna.“ Efnagreining smurningsolíu. „Fiskiþingið felur stjórn Fiskifélags Is- lands að taka til athugunar, hvort ekki sé nauðsynlegt, að rannsóknarstofa Fiskifé- lagsins eignist tæki til fullkominnar efna- greiningar smyrolíum, svo að útvegsmenn og aðrir smyrolíunotendur eigi þess kost að kaupa þessa vöru sanikvæmt viður- kenndum gæðavotlorðum.“ Vélgæzla og tæknifræðsla. „Fiskiþingið lítur svo á, að sívaxandi tækni- og vélanotkun í þágu sjávarútvegs- ins, sem annarra atvinnugreina, leiði af sér

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.