Ægir - 01.01.1950, Blaðsíða 13
Æ G I R
7
Brynjólfur Guðlaugs-
son, liáseti á togar-
anum Bjarnarey frá
Vestmannaeyjum, tók
út af skipi sinu á
2. dag jóla síðastl.
skipið Herðubreið, er lá undir Eyjuin, var
einnig fengið lil að fara þangað. Af skip-
unuin sást, að tveir menn höfðu komizt
upp á skerið og höfðust þar við. Var reynt
að skjóta til þeirra línu, en vegna veður-
ofsans náði hún ekki til þeirra. Fyrst á
mánudagsmorgun reyndist kleift að lcom-
ast upp í skerið, og fundust þá örendir
þar Óskar Magnússon háseti og Gísli Jón-
asson stýrimaður.
Áhöfn á Helga var sjö menn, en farþeg-
ar voru þrír. — Fara hér á eftir nöfn
þeirra, sem fórust:
Hallgrimnr Júliusson skipstjóri. Hann
var 13 ára, kvæntur og lætur eftir sig tvö
hörn, 5 og 7 ára og þrjú stjiiphörn, sem
komin eru yfir fermingu. Hallgrímur hafði
verið 10 ár skipstjóri á Helga og sigldi
honuin til Bretlands öll stvrjaldarárin.
Gísli Jónasson stýrimaður frá Siglufirði,
32 ára, ókvæntur.
Jón Valdimarsson 1. vélstjóri, 34 ára,
kvæntur og átti 1 barn.
Gústaf A. Runólfsson 2. vélstjóri, 27 ára,
kvæntur og átti 4 b'örn.
Hálfdán Brynjólfsson matsveinn, 23 ára,
nýkvæntur.
Signrður .4. Gislason háseti, 26 ára, ó-
kvæntur, en fyrirvinna aldraðrar móður.
Óskar Magnússon háseti, 22 ára, ó-
kvæntur.
Farþegar:
Arnþór Jóhannsson frá Siglufirði. Hann
var skipstjóri á Helga Helgasyni. Arnþór
var þjóðkunnur aflamaður. Hann lætur
eftir sig konu og' þrjú börn.
Þórður Bernharðsson frá Ólafsfirði,
ungur maður á leið á vertíð í Eyjum.
IJalldór E. Johnson prestur frá Vestur-
heimi, 64 ára gamall. Kom hingað til lands
síðastl. sumar, eftir 40 ára dvöl vestra og
var kennari í Vestmannaeyjum í vetur.
Vélskipið Helgi var eign Helga Bene-
diktssonar. Var smíði hans lokið 1939, og
var hann stærsta skipið, sem fram til þess
líma hafði verið smiðað hérlendis, 115
rúmlestir.
Samtímis því, sem slysfarir þessar urðu,
varð stórbruni í Vestmanaeyjum, þar sem
hús við Hraðfrystistöðina brann og þak-
hæð stöðvarinnar. Varð þar tilfinnanlegt
tjón á veiðarfærum og fiskumbiiðum.
Veiði Dana í Barentshafi.
Síðastl. ár gerðu Danir tilraun með að
íiska í Barentshafi, og gafst hún vel. Nú
eru litgerðarmenn í Esbjerg með ráða-
gerðir á prjónunum um að senda þangað
lil veiða tiu 50 rúmlesta báta, og er ætlast
til, að þeir stundi þar veiðar mánuðina
marz til maí. Er hugmyndin, að 300—400
ruml. skip færi þeim vistir og taki aflann
og flylji til heimahafnar eða til Englands.
Dönsku bátarnir, sem veiðar stunduðu í
Barentshafi í fyrra, veiddu mest af kola
og fengu um 20 smál. á 10 dögum.
Leiðrétting.
í greininni „Þættir úr sögu skipasmíð-
anna“, sem birtist í síðasta blaði, eru þrjár
villur, sem hér verða leiðréttar. Á bls. 263
i fyrri dálka í 7. I. a. o. stendur 20", á að
vera 30". Á bls. 269 í síðari dálki í 18. línu
að ofan stendur 1930 á að vera 1030. Á bls.
273 í fyrra dálki í 18. linu að neðan stend-
ur 11%" á að vera IVV'