Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1950, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1950, Blaðsíða 15
Æ G I R 9 smiðja ríkisins og Alþingi að beita á- hrifum sínum til þess, að sildar- bræðsluskipið Hæringur verði á sumri komanda starfrækt við Norðaustur- land, á Raufarhöfn, eða sunnan Langa- ness, eftir nánari staðarákvörðun í samráði við eigendur skipsins. 2. Fiskiþing skorar á Alþingi að sam- þykkja að taka á ríkissjóð kr. 20 millj. af byggingarkostnaði nýju síld- arverksmiðjanna á Siglufirði og Skaga- strönd sökum þess, hve verksmiðjurn- ar urðu óhóflega dýrar vegna mistaka við bvggingu þeirra. Hinn óeðlilega hái byggingarkostnaður þessara verk- smiðja hefur lækkað sildarverðið til sjómanna og útgerðarmanna um kr. 3—4 hvert mál síðastliðin tvö ár. Verður að telja það óréttlátt, að þessir þegnar þjóðfélagsins beri einir þessar byrðar. 3. Fiskiþingið telur óviðunandi, að síld- arsaltendum á Austurlandi sé sett sem skilyrði fyrir sildarsöltun að flytja síldina norður í land til mats og út- flutnings, og' telur eðlilegast að flytja saltsildina frá söltunarstað, hvar sem er á landinu.“ Verbúðabyggingar. „Fiskiþingið lýsir ánægju sinni yfir því, að fyrir forgöngu stjórnar Fiskifélagsins hafa fengizt hagkvæmar teikningar af ver- búðabyggingum. Jafnframt felur fiskiþingið stjórn Fiski- félagsins að beita sér fyrir því, að fjárfest- ingaleyfi til verbúðabygginga fáist hindr- unariaust og Alþingi og ríkisstjórn geri ráðstafanir til hagkvæmra lána til ver- búðabygginga.“ Fisksölumál. Nefndin hefur fengið til meðferðar til- lögu fjórðungsþings Austfirðinga þess efn- is, að Hornfirðingar gætu selt afla sinn ferskan. Nefndinni er það kunnugt, að bátum þeim, sem veiðar stunduðu á vetrarver- tiðinni 1948 frá Hornafirði, var veitt að- stoð frá ríkissjóði á þann hátt, að ríkið lagði til tvö skip til flutninga á ferskum fiski til Austfjarðahafna. Kostnaður við þennan flutning var svo mikill, að nefndin telur ekki fært, að far- ið verði aftur inn á þá braut. Vertiðina 1949 var mikið af þeim fiski, er veiddist frá Hornafirði, fluttur ísvarinn lil Brellands, með stuðningi ríkissjóðs, cnda var þá sams konar stuðningur látinn i té útgerðarmönnum báta frá öðrum stöðum. Nefndin álítur, að útflutningur isvarins fisks á brezkan rnarkað sé nú svo áhættu- samur, að hiin treystir sér ekki að mæla með slíkri hagnýtingu aflans. Að þessu athuguðu telur nefndin, að þar sem ekki sé unnt að hagnýta fiskinn til frystingar á útgerðarstaðnum, verði ekki um annað að ræða en salta aflann. Gerfibeita. „Nefndin telur mjög æskilegt að athug- að sé, hvort unnt mundi að finna upp gerfibeitu og felur stjórn Fiskifélagsins að gangast fyrir rækilegum tilraunum í þessu efni, ef slíkt álizt tiltækilegt, að fengnum athugunum.“ Hafnarmál. „Fiskiþingið skorar á Alþingi að láta íjárveitingar til þeirra hafnargerða og lendingarbóta sitja fvrir, þar sem fjölbyggt er eða mannvirkjagerð langt komið. Þar eð um marga slíka staði er að ræða, þar sem hafnarmannvirki eru ekki fullgerð og liggja jafnvel undir skemmdum, þá telur fiskiþingið það óhagkvæmt að leggja það fé, sem fyrir hendi er til hafnarmála, í nýjar framkvæmdir á lítt byggðum stöð- um, þótt þar megi gera hafnir með ærn- um kostnaði.“ Landhelgismál. „Fiskiþingið lætur í ljós ánægju sina yfir því, að ríkisstjórnin skuli hafa sagt upp landhelgissamningnum við Breta frá

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.