Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.01.1963, Qupperneq 13

Ægir - 15.01.1963, Qupperneq 13
ÆGIR 7 ing á, sem getur haft stórkostlega þýð- ingu fyrir okkur. Stefna Efnahagsbanda- lags Evrópu í þessum málum er hin sama í þessu tilliti og kemur til með að bitna á þeim, sem utan við standa. Ef okkur tekst hins vegar að finna færa leið inn fyrir tollmúra bandalagsins munu batna mjög möguleikar okkar til að selja á þessum stói’a markaði allskonar full- unnar afurðir úr fiski. Það liggur í augum uppi, að þegar fiskvinnslan í þessum löndum nýtur ekki lengur þeirrar toll- verndar gagnvart okkur, sem hún gerir gegnvart þeim, sem utan við standa, þá munum við til fulls njóta þess hagræðis, sem því fylgir að vera staðsettir í tiltölu- legri nánd við fjölbreyttar hráefnalind- ir sjávarins. Það er kominn tími fyrir okkur að gefa því miklu meiri gaum en hingað til hefir verið gert, að hér eru, ef við kunnum að halda á okkar málum, að opnast nýir og ófyrirséðir möguleikar til stóraukningar á verðmæti framleiðslu sjávartútvegsins og, að það skiptir meg- inmáli í þróun þessa atvinnuvegar á næstu árum og áratugum. Sveinn Benediktsson: Síldarverksmiðjurnar á Norður- og Austurlandi 1962 Síldveiðin s.l. sumar var meiri en nokkru sinni áður. Þennan góða árangur má rekja til þess, að auk hinnar nýju veiði- tækni á æ stærri og betur útbún- um skipum, fór nú saman mikil síld- argengd, aukin síldarleit, mjög hagstæð veðrátta lengst af veiðitímans, lengri úthalds- tími, bætt skilyrði til móttöku aflans í landi og síðast en ekki sízt, að með hverri vertíð fjölgar þeim sjómönnum, sem leikn ir eru orðnir. í því að beita hinni nýju veiðitækni. Vegna verkfalls á síldveiðiflotanum hófst síldveiðin síðar en undanfarin ár. Hins vegar héldu skipin lengur áfram veiðum en verið hefur um skeið. Síldarsöltun var nokkru meiri en á ár- inu áður, en framleiðsla bræðslusíldaraf- urðanna- mjöls og lýsis, var hin lang- mesta, sem hún hefur nokkurntíma orðið. Stórkostlegt verðfall varð á síldarlýsi og verð á síldarmjöli fór einnig lækkandi síðari hluta ársins. Hins vegar hækkaði verð á saltsíld nokkuð til flestra markaðs- landanna. I heild var afkoma síldarútvegsins betri en verið hefur um langt skeið. Síldarleit. Haldið hefur verið uppi síldarleit úr lofti fyrir Norður- og Austurlandi yfir sumartímann óslitið síðan 1939 og á sjó allt frá því að asdictæki af mjög fullkom- inni gerð var sett í varðskipið Ægi fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar síðari hluta sumars 1953. Oftast hafa síldarleitarskipin verið tvö, en s.l. sumar var bætt við þriðja skipinu m/s Pétri Thorsteinssyni. Allur kostn- aður við úthald skipanna er greiddur úr ríkissjóði. Árangur hinnar auknu leitar var með ágætum. Stjórnandi hennar Jakob Jakobsson, fiskifræðingur. og sam- starfsmenn hans eiga skilið alþjóðarþökk fyrir starf sitt. Tvær flugvélar með bækistöð á Akur- eyri stunduðu síldarleit úr lofti. Hafði Barði Barðason, skipstjóri, á hendi yfir- stjórn þeirra. Kristófer Eggertsson, sem annazt hafði stjórn síldarleitarinnar úr lofti sumrin 1956—1961 við góðan orðstír, andaðist 16. nóv. 1961. Síldin óð yfirleitt lítið og illa í sumar, samt kom síldarleitin úr lofti að góðu gagni, einkum á Austunniðum.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.