Ægir - 15.01.1963, Qupperneq 15
ÆGIR
9
I salt, uppsalt-
aðar tunnur 375.429 363.741 125.454
í frystingu, upp-
mældar. tunnur 39.000 24.000 16.209
Hér við bætast
hausar, slóg mál 82.318
Meðalafli á
nót 10.852 7.084 3.138
Móttaka bræöslusíldar hjá einstökum
verksmiðjum sumarið 1962:
Síldarverksmiðjur ríkisins: Mál.
S. R. Skagaströnd 30.588
S. R. Siglufirði 548.565
S. R. Húsavík 18.697
S. R. Raufarhöfn 348.662
Síldarbr. Seyðisfirði 96.929
S. R. Reyðarfirði 13.193
Samtals 1.056.634
Rauðka Siglufirði 142.227
Hraðfrystihús Ólafsfjarðar 17.929
Kveldúlfur h/f, Hjalteyri 105.823
Síldarverksmiðj a Akureyrar-
kaupstaðar, Krossanesi 85.640
Fiskiðjusamlag Þórshafnar 3.858
Sandvík h/f, Bakkafirði 10.709
Síldarverksmiðjan h/f,
Vopnafirði 221.575
S. Ú. N., Neskaupstað 2.421
Síldarvinnslan, Neskaupstað 209.852
Hraðfrystihús Eskifjarðar h/f,
Eskifirði 47.231
Fiskimjölsverksmiðjan, Búðum,
Fáskrúðsfirði 58.218
Fiskimjölsverksmiðjan, Vest-
mannaeyjum 4.137
Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjan h/f, Reykjavík 60.966
Samtals 2.027.220
Síldarverksmiðjurnar tóku á móti
82.318 málum af hausum og slógi auk
þess, sem að framan er talið.
Flutningur á bræöslusíld.
Flutningar á bræðslusíld voru stór-
auknir frá því 1961. Keyptur var. um-
skipunarprammi frá Noregi á vegum
verksmiðjanna við Eyjafjörð og S. R. Fór
umskipun síldarinnar fram á Seyðisfirði
eins og áður. Alls vai* umskipað þar
223.813 málum á móti 84 þús. málum
1961. Leigð voru til flutninganna 2 erlend
skip og 2 innlend á vegum S. R. og 2 er-
lend á vegum Hjalteyrar- og Krossaness-
verksmiðjanna. Auk þessa keypti Síldar-
og fiskimjölsverksmiðjan h/f nokkra tog-
arafarma af bræðslusíld á Seyðisfirði og
flutti til Reykjavíkur. Flutningarnir komu
að góðu gagni. Hins vegar var bræðslu-
síldin miklu erfiðari til flutnings s.l. sum-
ar en 1961, vegna þess að hún var meira
blönduð smásíld.
Bræöslusíldarveröiö.
Með lögum nr. 97/1961 var ákveðið að
ver.ðlagsráð sjávarútvegsins skyldi ákveða
verð á fiski til verkunar og vinnslu, þar
á meðal síld.
Var bræðslusíldarverðið ákveðið 17.
júní 1962 skv. úrskurði yfirnefndar kr.
145,oo málið (150 lítrar) afhent í lönd-
unartæki verksmiðjanna. Ef síldin er flutt
með sérstökum flutningaskipum til fjar-
liggjandi innlendra verksmiðja taka síld-
veiðiskipin þátt í flutningskostnaðinum
með kr. 14,oo á mál.
Bræðslusíldarverðið 1961 var kr.
126,oo málið.
Afurðir.
Afurðir úr bræðslusíldinni s.l. sumar
að meðtöldum síldarúrgangi eru áætlað-
ar um 55.000 tonn af lýsi, um 54.000 tonn
af mjöli og 6.000 tonn af soðkjama.
Verð á síldarlýsi og mjöli.
Árið 1961 hafði síldarlýsi verið selt
fyrirfram á £ 59-0-0 per 1016 kg., en í byrj-
un maímánaðar 1962 var talsvert magn
af síldarlýsi selt fyrirfram á £ 40-10-0
per metric tonn cif. Úr því fór verðið