Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1965, Blaðsíða 17

Ægir - 01.03.1965, Blaðsíða 17
ÆGIR 83 Jakob Jakobsson, jiskifrœðingur: C Haf' °B fiskitannsAkni, Síldarleit og síldargöngnr 1964 1. Vetrar- og vorsíldveiðar. Tvo fyrstu mánuði ársins annaðist v/s Þorsteinn Þorskabítur, skipstj. Jón Einars- s°n, síldarleitina við Suðvestur- og Suð- ui'land. Auk þess var v/s Ægir við síldar- leit og síldarrannsóknir dagana 12.—25. janúar. Miklar breytingar urðu um áramótin á síldargöngum við Suðvesturland miðað við Þrjú undanfarin ár. Allt frá 1960 hafði tekizt að fylgjast árlega allvel með göngu síldarinnar frá miðunum úti af Snæfells- nesi suður um Faxaflóa, Miðnessjó og síð- an austur með landi. Þess er skemmst að ftúnnast að 3.—14. janúar 1963 var unnt ftbnnast, að 3.—4. janúar 1963 var unnt degi, og gekk síldin þá á þessum 12 dögum frá Jökuldjúpi og austur í Skaftárdjúp eða um 150 sjm. á 8 dögum. (Sjá nánar 11 m þessar göngur í áramótagrein minni 1 Ægi No. 4, 1964). Um áramótin 1963—1964 var þessu á annan veg farið. Um miðjan desember 1963 fór síldin, sem verið hafði staðbund- ln djúpt í Kolluál, að ganga suður og suð- austur á bóginn, og hinn 20. desember var nnn komin á svæðið 15—20 sjm. NV af Uarðskaga. Þrátt fyrir rækilega leit milli J°la og nýárs á svæðinu frá Snæfellsnesi að Vestmannaeyj um varð ekki síldar vart a þessu svæði. Dagana 12.—25. janúar end- jn'leitaði Ægir svæðið allt að 100 sjm. til hafs en án árangurs. Mynd 1 sýnir leið- urlínur Ægis á þessu tímabili. Hinn 30. desember varð síldar vart í Skeiðarár- djupi, 0g er skemmst frá því að segja, að Par var talsvert síldarmagn og góð veiði, Pegar veður leyfði, unz loðnan kom á mið- ln og skip hættu veiðum í síðustu viku febr- Uar- Segja má að síldin hafi gengið af mð unum suðvestanlands um einum mánuði fyrr en á undanförnum árum. Mestu máli skipti þó, að til hennar náð- ist ekki meðan á göngunni austur með landi stóð, en á undanförnum árum hefur hún þá verið í mjög stórum torfum, sem síldveiðiskipin hafa fengið uppgripa afla úr. Athuganir á aldri og lengd síldarsýn- ishorna frá Skeiðarárdjúpi sýna, að vest- angangan blandast mjög yngri og smærri síld, þegar hún kemur suður fyrir landið. Þannig var talsvert af ókynþroska 2 og 3 ára gamalli síld eða allt að 20—30%. Flest síldveiðiskipanna hættu veiðum upp úr 20.febrúar, enda hafði mikið loðnu- magn þá gengið á miðin og torveldaði það veiðarnar. Aflinn frá áramótum var þá orðinn 645.109 tunnur, sem verður að telj- ast allgott, þegar þess er gætt, hve langt veiðiskipin urðu að sækja á miðin í mjög erfiðri vetrarveðráttu. Engin veruleg veiði var stunduð í marz en í apríllok fóru nokkr- ir bátar að huga að síld og fjölgaði síðan talsvert í maí. Alls veiddust um 88.840 tunnur frá 20. apríl til 31. maí. Veiðisvæð- ið var aðallega á grunnslóð bæði sunnan og vestan Reykjaness. Sumargotssíldin var í meirihluta í síldarsýnishomum allan fyrrihluta ársins og má segja að göngur vorgotssíldarinnar vestur fyrir Reykjanes vorið 1964 hafi jafnvel verið enn dræmari en 1963, en þá var talið til tíðinda, hve veikar þær göng- ur voru. 2. Sumar- og haustsíldveiðar norðan lands og austan. Síldarleit úti af Norður- og Austurlandi önnuðust þrjú skip eins og tvö undanfarin ár, þ. e. v/s Ægir, v/s Pétur Thorsteins-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.