Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1965, Blaðsíða 9

Ægir - 01.03.1965, Blaðsíða 9
ÆGIR 75 Sigurður Pétursson: Niðursuðuiðnaðurmn á Islandi Astand og horfur Það er með matvæli, eins og önnur verð- mæti, að það er engu síður vandi að geyma þau en afla þeirra. Stór hluti þeirra mat- væla, sem mannkynið aflar sér, rýrnar, spillist eða eyðileggst áður en þeim megin- tilgangi matvælaöflunarinnar er náð, að seðja hinar síþurfandi mannverur. Korn og grænmeti spillist oft á ökrum eða í vóruskemmum af völdum sveppa eða skor- dýra, kjöt og fiskur spillist tíðum af völd- um gerla í vinnslustöðvum, flutningatækj- um eða geymslum, og samskonar hætta er búin allri hinni fjölbreyttu framleiðslu matvælaiðnaðarins. Hér stendur í stöðugu stríði, stríði upp á líf og dauða, milli mannsins annarsvegar og hinna örsmáu allsstaðar nálægu sveppa og gerla hins- Vegar, að meðtöldum stórum hópi mein- dýra. Matvælaframleiðsla Islendinga er marg- falt meiri en nokkurrar annarrar þjóðar, sé miðað við fólksfjölda, og útflutningur Watvæla héðan er mjög mikill samanborið við það, sem gerist með öðrum einstökum Þjóðum, án tillits til fjölda íbúa. Það eru að sjálfsögðu hin auðugu fiskimið við ís- land, sem hér gera gæfumuninn, því að fískur og fiskafurðir eru sem kunnugt er okkar aðalframleiðsla. Geymsla matvæla á Islandi, og þá sér- staklega geymsla á fiski, hefur allt fram a f jórða tug þessarar aldar farið fram með tvennum hætti, þ.e. við þurrkun og söltun. Milli 1930 og 1940 var byggð hér upp ný grein fiskverkunar og ný fiskgeymsluað- terð, en það var hraðfrystingin með til- heyrandi geymslu vörunnar í frystihús- um. Þessi framleiðsla er nú orðin stærsta grein matvælaiðnaðarins hérlendis. Hraðfrysting var tekin upp álíka snemma hér og hjá öðrum þjóðum, og munu Islendingar nú standa jafnfætis eða jafnvel framar en aðrir í hraðfrystingu á fiski. En það er önnur aðferð við verkun og geymslu á fiski, sem við höfum tileink- að okkur miklu seinna en aðrir, það er niðursuðan. Hér hafa Islendingar dregizt hrapallega aftur úr, svo að þegar þeir ætla nú að fara að koma niðursoðnum fiskaf- urðum á erlendan markað, þá má heita að hver bekkur sé það fullsetinn. Þjóðir, sem fyrir löngu hafa byggt upp sinn niður- suðuiðnað, þær hafa einnig byggt upp sína markaði um víða veröld. — Það þarf því mikið átak, til þess að ryðja braut nýjum vörumerkjum á þessum mörkuðum, og það tekst því aðeins, að lögð sé í það mikil vinna og merkin verði kunn f yrir gæði. Á árinu 1964 hafa 12 niðursuðuverk- smiðjur á íslandi fengizt meira eða minna við niðursuðu eða niðurlagningu á fiskaf- urðum, en aðeins fáar þeirra hafa flutt út nokkuð að ráði: Mun þessi útflutningur hafa numið ca. 380 tonnum, að verðmæti um 20 millj. kr. Óhætt mun að f ullyrða að nýting á verk- smiðjunum (húsi og vélum) hafi í mörgum tilfellum verið léleg, vegna of lítillar starf- rækslu. Hefur ástæðan til þess ýmist verið vöntun á hráefni eða vöntun á markaði. Vegna þess hve markaðurinn er ótryggur, gengur erfiðlega að skipuleggja verksmiðj- urnar með tilliti til ákveðinnar framleiðslu og ná þeim afköstum, sem nauðsynleg eru

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.