Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 4

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 4
270 ÆGIR veður var á miðunum, sem voru í Norð- fjarðardýpi 40—70 sjóm. undan landi. 2U. sept. S.l. sólarhring var flotinn aðal- lega að veiðum í Norðfjarðar- og Reyðar- fjarðardýpi. 52 skip fengu þar 32.903 mál og tu. 25. sept. 48 skip fengu 45.227 mál og tu. s.l. sólarhring. Síldin veiddist í Gerpis- flaki 40—50 sjóm. undan landi. Gott veð- ur en þoka var á miðunum. Vikuskýrslur. Laugardaginn 11. sept. Vikuaflinn nam 62.183 málum og tunnum og var heildar- magn á land komið á miðnætti s.l. laugar- dags orðinn 1.658.974 mál og tunnur. Viku- aflinn á sama tíma í fyrra var 88.666 mál og tunnur og heildaraflinn þá orðinn 2.245.778 mál og tunnur. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig: 1965 1964 1 salt, upps. tunnur... 141.044 302.956 í frystingu, uppm. tunnur 8.402 33.037 í bræðslu, mál ........ 1.509.528 1.909.785 Laugardaginn 18. sept. Vikuaflinn nam 208.619 málum og tunnum og var heildar- aflinn á miðnætti s.l. laugardags orðinn 1.867.593 mál og tunnur. Vikuaflinn í fyrra var 61.975 mál og tunnur og var heildar- aflinn þá orðinn 2.307.753 mál og tunnur. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig: 1965 1964 í salt, upps. tunnur... 203.701 321.657 í fyrstingu, uppm. tunnur 10.189 33.483 í bræðslu, mál ........ 1.653.703 1.952.613 206 skip hafa tilkynnt um afla og af þeim hafa 184 skip aflað 1000 mál og tunnur eða meira. Laugardaginn 25. sept. Vikuaflinn, sem er sá mesti, sem af er vertíðinni nam 232.363 mál og tu. og heildaraflinn á mið- nætti s.l. laugardags orðinn 2.100.006 mál og tu. Vikuaflinn á sama tíma í fyrra var 71.642 mál og tu. og heildaraflinn þá orð- inn 2.413.737 mál og tu. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig: 1965 1964 í salt, uppm. tu 287.515 335.795 í fryst., uppm. tu 15.000 35.484 í bræðslu, mál . . . 1.797.491 2.042.458 Síldveiðin sunnanlands hefur verið fremur lítil undanfarna daga. Heildarafl- inn nemur nú 708.143 uppm. tu. SÍLDARAFLINN sunnanlands og vestan. Laugardaginn 11. sept. Nokkur síldveiði hefur verið sunnanlands síðustu viku, aðal- lega á Selvogsbanka. Heildaraflinn nemur nú 675.967 uppmældum tunnum. Laugardaginn 18. sept. Aflinn hér suð- vestanlands nemur nú 700.878 uppmæld- um tunnum en var á sama tíma í fyrra um 310.000 uppm. tunnur. Aflafréttir frá Raufarhöfn. Þc'rskveiðar hafa gengið mjög sæmi- lega á bátum frá Raufarhöfn í sumai'- I júní stunduðu 14 bátar veiðar með netum og handfærum og fékk afla- hæsti báturinn, „Sigurvon“, rúmlega VI lestir. — I júlí stundaði 31 bátur veiðar og auk þess var landað af 4 aðkomubátum og kom alls á land rúmlega 200 lestir og var m.b. Rögnvaldur Jónsson aflahæstur með nær 30 lestir. Allir bátarnir stunduðu þa handfæraveiðar. — I ág. stunduðu 33 bát- ar handfæraveiðar og afli var auk þess lagður upp af 6 aðkomubátum, alls um 186 lestir. Aflahæst var þá m.b. Sigurvon með nær 22 lestir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.