Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 3

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 3
Æ u I R RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 58. árg. Reykjavík 1. okt. 1965 Nr. 17 Útgerð og aflabrögð SlLDVEIÐARNAR norðcinlands og austan 11. sept. Alls tilkynntu 17 skip um veiði s.l. sólarhring, alls 20.478 mál og tu. Síld- in veiddist 38—50 sjóm. SSV af Jan May- en. Þar var gott veður. 12. sept. S.l. sólarhring var veiðisvæðið suður af Jan Mayen og 50—100 sjóm. NA af Langanesi. Sólarhringsafli 45 skipa var 55.830 mál og tu. 13. sept. Sæmilegt veiðiveður var á mið- unum úti af Langanesi s.l. sólarhring. Það- an tilkynntu 45 skip um afla alls 48.311 uiál og tu. 1U. sept. Síldarleitinni var tilkynnt um afla 21 skips með samtals 21.318 mál og tu. Sæmilegt veður var á miðunum, sem voru 70—100 sjóm. NA af A frá Langa- nesi. 15. sept. Sólarhringsafli 26 skipa var 31.410 mál og tu. Veiðisvæðin voru 30—90 sjóm. í A frá Langanesi og 70—120 sjóm. NA af A frá Raufarhöfn. Gott veður var á þessum slóðum. 16. sept. S.l. sólarhring tilkynntu 40 skip um afla samtals 29.080 mál og tu. Síldin veiddist 100—120 sjóm. NA af A frá Rauf- arhöfn. Sæmilegt veður var framan af degi en byrjað var að bræla er leið á kvöldið. 17. sept. Veiðisvæðið hefur nú færst nær landi. Skipin voru aðallega að veiðum 60 —80 sjóm. NA af A frá Raufarhöfn. Slæmt veiðiveður var fyrrihluta dags en fór að lygna upp úr hádeginu. Fá skip voru á þess- um slóðum. Sólarhringsaflinn nam 28.500 mál og tu. hjá 28 skipum. 18. sept. NA gola var á miðunum s.l. sólarhring, og veiði léleg. Skipin voru að veiðum 10—15 sjóm. NA af Digranesflaki og einnig fengu nokkur skip slatta 60 sjóm. A af S frá Glettingsnesi. Sólarhringsafl- inn var 10.990 mál hjá 24 skipum. 19. sept. Alls fengu 33 skip 11.900 mál og tu. s.l. sólarhring. Veiðisvæðið var 60 sjóm. A af S frá Langanesi. Einnig var nokkur veiði í Reyðarfjarðardýpi. Veður var gott en nokkur straumur. 20. sept. Alls tilkynntu 69 skip um veiði s.l. sólarhring, samt. 59.390 mál og tu. Fyrri hluta dags var góð veiði í Norð- fjarðardýpi og Gerpisflaki 36—42 sjóm. undan landi. Upp úr hádegi fór að bræla SA og gerði slæmt veður. 21. sept. Sólarhringsafli 48 skipa var 34.800 mál, sem veiddust á sömu slóðum og daginn áður. Mikill sjór og versnandi veður er leið á kvöldið. 22. sept. Síldarleitinni var tilkynnt um afla 35 skipa með samt. 18.000 mál og tu. Síldin veiddist í Norðfjarðardýpi, Gerpis- flaki og Reyðarfjarðardýpi. Fremur óhag- stætt veður var á miðunum. 23. sept. Mjög góð síldveiði var s.l. sólar- hring. 74 skip fengu 95.914 mál og tu. s.l. sólarhring og er það mesti sólarhrings- afli, sem af er vertíðinni. Mjög gott veiði-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.