Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 9

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 9
Æ G I R 275 þorra og kringdi um allt land, hann rak of- an fyrir Reykjanesröst og um voga og fyrir öll Suðurnes. 1625. Svellavetur. Þá var mikill fellir víðast um ísland, dó allt kvikfé manna, er ei hafði hey, færleikar átu veggi og velli, hræ og hauga, stoðir og stokka. Kom ís á góu og lá til alþingis. 1633. . . . Is kom á þorra og lá allan vet- urinn og nærri fram á Jónsmessu, enginn afli var neins staðar á ísnum. I annarri viku þorra kom svo mikill snjór, að hesta kaffennti á sléttum velli. Bæ fenti vestur á ströndum, svo að ekki fannst fyrr en um vorið, og var þar allt fólk inni andvana. 1692. Þá kól marga menn til dauða á ýmsum stöðum, hross og sauðir frusu víða til bana, t. d. í Lundareykjadal og í Bisk- upstungum, álftir láu dauðar við sjávar- víkur. . . . óvíða varð róið um veturinn sakir ísa, og á páskum var nær enginn fiskur fenginn syðra, . . . 1695. . . . Is rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, . . . °g sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) i'ak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn ú fiskileitin Seltirninga og að iokum að Hvalseyjum og í Hítárós, fór hann inn á hverja vík, . . . Að vestan kom ís fyrir Látrabjarg, en norðanlands mátti ríða og venna fyrir hvern fjörð um vorkrossmessu. tsinn gekk sums staðar upp á land og varð að setjá báta upp lengra en vandi var til. Nyrðra sást eigi út yfir ísinn af hæstu t j öllum, syðra sást út yfir hann og kaup- skipin fyrir utan, sem hvergi komust að landi, og eigi varð heldur komizt til þeirra °§' komust menn í mikla þröng af siglinga- leysinu, . . . 1696. Þessi vetur var fellingsvetur mik- ill um allt land, . . . Varð þá hinn mesti fellir á hestum og fé og liross drápust, jafnvel þó þau hefðu nokkur jarðsnöp, . . . þá var og um vorið fiskleysi og litlir hlut- ji', en matbrestur til landsins, útigangs- hestar átu stalla og stoðir, sem þeir náðu tiþ hrís og staura, hár og tögl hver af öðr- um, líka hár og eyru af þeim, sem dauðir voru. 1697. . . . lá ís við land, kom á þorra fyrir norðan og var þá hvít storka yfir landi og sæ, svo selir gengu víða upp, þar sem slétt var, og voru drepnir á landi, varð og víða vart við birni á ísnum. Þessi vet- ur var af mörgum kallaður vatnsleysu- vetur, því vatn þraut fyrir frostum víða um sveitir, höfðu margir af því þungar þrautir. Þá var 11 vikna illviðri á Strönd- um, svo fé gaf ei út á jörð, en 14 vikur hafði þar jafnillt verið hið fyrra árið. 1699. Þá lagði Hvalfjörð . . . og sá eigi heldur auðan sjó af Skaga á Akranesi, . . . Þá var riðið inn á Vatnsleysuströnd, en álftir og sjófuglar lágu í hrönnum við sjó- inn frosnir til bana. . . . 1821. Hinn 7. apríl varð hvalveiðiskip frá Gluckstad fast í ísnum á 68° norður- breiddar og 2° vesturlengdar. Skipið fannst mannlaust í mynni Seyðisfjarðar á miðju sumri. (Skipshöfnin hafði bjarg- að sér til Norðurlands á ísnum.) 1859. Skip, sem fór til Austurlands um vorið, mætti hafís miðleiðis milli Færeyja og Islands. 1882. Skip hitti hafísröndina á 6514° norðurbreiddar og 9° 33' vesturlengdar. Um árið 1888 segir, að í júníbyrjun hafi rekís fyllt höfnina í Vestmannaeyjum og hafi hann náð þangað, norðan og austan um land, frá Látrabjargi. 1891. . . . í byrjun júnímánaðar sögðu selfangarar samfasta ísrönd frá Jan May- en til Langaness. Af því, sem hér hefur verið stiklað á, má nokkuð ráða, hvernig hafísinn hefur ver- ið hér við land og hvaða áhrif hann hefur haft. I þessum útdrætti ber mest á vissum tímabilum, en þau hafa verið valin hér vegna þess að þau gefa fjölbreyttari mynd af því, sem einnig hefur skeð á öðrum tímabilum, og er þó langt frá því að öll atriði séu dregin fram. Þorvaldur Thoroddsen tekur það fram að annálar fyrri alda séu mjög óglöggi

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.