Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 15

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 15
ÆGIR 281 HAFÍS OG HARDINDI Framh. af bls. 277. ]ns sig á Island. Það gerist þó að jafnaði ekki í fyrstu lotu, því að önnur öfl eru að Ve*H sem verja landið fyrir ísreki. Snúningur jarðarinnar veldur því að ís- lafsstraumurinn leggst að austurströnd ^i'ænlands og einnig því að Golfstraumur- mn, sem kemur suðvestan úr Atlanzhafi, 'eggst upp að ströndum Norður-Evrópu. Golfstraumurinn kvíslast sunnan íslands °g fer aðalgrein hans austan við, en önnur smærri fer vestur og norður fyrir landið. ^iðarnefnd kvísl Golfstraumsins nefnist rmingerstraumur, og má í rann réttri SeSJa að þar sá sá vættur, sem verndar ís- 'and frá því að verða Ishafinu að bráð og nær óbyggilegt. Sú fyrrnefnda grein Golfstraumsins fer Vrir austan Island, upp með ströndum ^oregs, og þar fyrir norðan kvíslast hún tur í tvær greinar. Rennur önnur þeirra austur í Barentshaf, en hin fer vestan við valbarða, þar sem hún fer undir heim- SKautsísinn og dreifist um mest allt Norð- Urishafið. "allastraumar umhverfis Island ganga pnnig, að flóðstraumurinn fer sólarsinn- > en fjörustraumurinn rangsælis um- nverfis landið. Flóðstraumurinn fellur því amhliða Irmingerstraumnum og verða ^eir sameinaðir stundum mjög sterkir, en * sömu ástæðu gætir f jörustraumsins oft i alítið. Þess vegna verður í reyndinni lr>gstraumur, sem gengur réttsælis um- Jjverfis landið, og þá skeður það, þegar .afisinn nálgast, að hann, án undantekn- ngar, er settur á hreyfingu sömu leið. Isinn er þannig að jafnaði kominn aust- Ur og suður fyrir land, og jafnvel fyrir Keykjanes, áður en hann kemst langt suð- Ur með vestanverðu landinu. Hversu ísinn kemst nálægt landinu, yfir nofuð að tala, fer eftir hlutfallinu á magni Austur-Grænlandsstraumsins á móti ^agni Irmingerstraumsins. Það er stöðugt rek af hafís úr Austur- Grænlandsstraumnum, sem er undantekn- ingarlítið um eða undir frostmarki, yfir í volga strauminn, vegna vinda, af falla- straumum við Grænland og af öðrum or- sökum. tJt af stórfjörðum Austur-Græn- lands er hafísinn oft dreifður vegna straumanna út úr fjörðunum, og er ísinn stundum rekinn langt á haf út, þar sem hann bráðnar í heitari sjónum. Þannig er sá ís venjulega tilkominn, sem kemur nálægt íslandi á vorin, en þá er hann í hraðri bráðnun og upplausn. Eins og minnzt var á framar í þessari grein, voru framkvæmdar nákvæmar mæl- ingar í Cane-flóa, fyrir tveim árum, á upp- lausn hafíss úr köldum sjó í heitari sjó. Þar hefur fengizt mælikvarði á viðhaldi og upplausn hafíss, sem fer eftir hitastigi og efnisinnihaldi sjávarins. Með það í huga má gera ráð fyrir því, að þar sem er hafís í stöðugu ástandi, sé hann í íshafssjó, en þótt íshafssjór finnist, er ekki víst að hon- um fylgi hafís á tilnefndum stað og tíma. Hins vegar er þá brautin lögð fyrir ísinn til þess að breiðast út. Að jafnaði mun þess vegna vera hægt að reikna með, að ef ísmagnið eykst, fylli það út í takmörk kalda sjávarins, en komist lítið þar yfir. Þannig var það greinilegt merki, þegar sjávarhitinn mældist fyrst 11/2° undir frostmarki í Raufarhöfn á síð- asta vetri, að hætta væri á að rekísinn fylgdi á eftir og fyllti upp svæðið, sem hann og gerði. Að öllu þessu athuguðu mun vera óhætt að draga þá ályktun, meðan ekki kemur annað fram, að hafísár hér við land stafi ekki af vindáttum, heldur af því að Aust- ur-Grænlandsstraumurinn hafi breiðzt út, hverjar sem orsakir þess kunna að vera. NiSurlag í næsta blaöi. ^F'^^fe

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.