Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 17

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 17
Æ GIR 283 Lög um Rannsóknaráð ríkisms og Rannsóknastofnamr sjávarútvegsms Hinn 10. maí s.l. voru samþykkt á Alþingi eft- lrgreind lög um rannsóknir i þágu atvinnuveg- unna. Hér eru birtir þeir kaflar laganna, sem l'ialla um Rannsóknaráð ríkisins og rannsókna- stofnanir sjávarútvegsins, ásamt almennum á- 'væðum laganna. Rannsóknaráð ríkisins. b , t- er- aannsóknaráð ríkisins er sjálfstæð ríkisstofn- Un> sem heyrir undir menntamálaráðuneytið. t r> 2- gr‘ \ Rannsóknaráði skulu eiga sæti 21 maður. Á fyrsta þingi eftir hverjar almennar alþing- ’skosningar kýs sameinað Alþingi 7 alþingismenn jafnmarga alþingismenn til vara í Rann- s°knaráð. Aðra fulltrúa í Rannsóknaráði skipar Ulenntamálaráðherra til fjögurra ára í senn, svo Seni hér segir: Einn samkvæmt tilnefningu stjórnar Búnaðar- e ags Islands. Einn samkvæmt tilnefningu stjórnar Fiskifé- Jags Islands. Einn samkvæmt tilnefningu Iðnaðarmálastofn- Unar Islands. Einn samkvæmt tilnefningu Efnahagsstofn- narinnar. Skal hann hafa lokið háskólaprófi í nagfræði. Einn samkvæmt tilnefningu Raforkuráðs og 1 ^L^nmálastjóra sameiginlega. ^ rjá samkvæmt tilnefningu háskólaráðs, og ® nlu þeir hafa lokið háskólaprófi í raunvísind- • fyrir hagnýtar rannsóknir, forstjóra eft- aliiina rannsóknastofnana: Rannsóknastofnunar byggingaiðnaðarins, Rann- j_° nastofnunar iðnaðarins, Rannsóknastofnunar ,Ul|dbúnaðarins, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- * og Hafrannsóknastofnunarinnar. Peir skulu hafa lokið háskólaprófi í raunvís- Indum. Sömu aðilar tilnefna varamenn. menntamálaráðherra er formaður Rannsókna- a s 0g skipar varaformann úr hópi annarra raosmanna. 3. gr. Rannsóknaráð ríkisins er ráðgjafarstofnun, sem vinnur að eflingu hagnýtra rannsókna í landinu, en einnig að eflingu undirstöðurannsókna, að því leyti sem þau verkefni eru eigi í höndum Háskóla Islands, og þá jafnan í fullu samráði við hann. 4. gr. Rannsóknaráð kýs úr sínum hópi 5 manna framkvæmdanefnd, sem í umboði Rannsóknaráðs gerir tillögur um þau málefni, sem því eru falin í lögum þessum. Nefndin kýs sér formann. Ráð- herra ákveður laun hennar. 5. gr. Rannsóknaráð skal vera ríkisstjórninni til ráðu- neytis um rannsóknamál, Það skal gera hlutað- eigandi ráðuneyti aðvart um rannsóknaverkefni, er það telur að sinna ætti. Rannsóknaráð skal hafa samstarf við rannsóknastofnanir. Skylt er þeim stofnunum og einstaklingum, sem fá fram- lag úr ríkissjóði til rannsókna, að láta Rann- sóknaráði ríkisins í.té upplýsingar og hafa sam- starf við það, þegar þess er óskað og verður við komið. 6. gr. Menntamálaráðherra skipar framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs, að fengnum tillögum ráðsins. Sérfræðinga við Rannsóknaráð skipar mennta- málaráðherra að fengnum tillögum framkvæmda- nefndar. Framkvæmdanefnd ræður annað starfs- lið. Framkvæmdastjóri annast daglegar fram- kvæmdir Rannsóknaráðs, fjárreiður þess og reikningsskil. Framkvæmdastjóri skal hafa lokið háskólaprófi. 7. gr. Rannsóknaráð skal koma saman ekki sjaldnar en tvisvar á ári. Ráðið er ólaunað. Það heldur gjörðabók um störf sín. Reikningar þess skulu endurskoðaðir árlega af ríkisendurskoðuninni, og skýrslu um störf Rannsóknaráðs skal senda menntamálaráðuneytinu að loknu hverju reikn- ingsári, svo og samrit af reikningum ráðsins. 8. gr. Verkefni Rannsóknaráðs ríkisins skulu vera: 1. Efling og samræming hagnýtra rannsókna og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.