Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 22
288
ÆGIR
mjöl, þar sem næringargildi fisksins og hin mikil-
vægu eggjahvítuefni haldast óbreytt. Matvæla-
og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna
(FAO) hefur látið prófa þetta mjöl og telur það
Þessi verksmiðja í Agadír á að geta framleitt
1200 lestir á ári af þessari nýju matvælategund.
Læknar og næringarsérfræðingar hafa reiknað
út, að 20 grömm af mjölinu sé fullkominn dag-
skammtur fyrir einn mann bætt í brauð eða súpu.
Og næringargildi þessara 20 gramma er meira
en í öllum þeim mat, sem helmingur Marokkóbúa
lifir á daglega.
Hlutafélag var stofnað til byggingar verk-
smiðjunnar og á Iðnaðarmálastofnun Marokkó
95% í því.
Margir telja, að erfiðlega muni ganga að fá
fólkið til að neyta þessarar fæðu í stórum stíl,
en ef mjölið væri gefið börnum í skólunum, mætti
smám saman venja menn við það. Takizt tilraunin
vel, gæti framleiðsla á fiskmjöli til manneldis
orðið góð atvinnugrein í mörgum þróunarlöndum.
Og frá /Perú berast þær fréttir, að tvær verk-
smiðjur þar (í Sullana og Paita) hafi byrjað
framleiðslu á eggjahvítumjöli úr ansjóvetu til
manneldis. Ætla báðar versmiðjurnar að fram-
leiða rúmar 1000 lestir á ári af þessu bragð- og
lyktargóða mjöli, sem prófað var af smábörnum,
hermönnum og erfiðismönnum, áður en almenn
neyzla á því var leyfð.
1 kg af mjölinu hefur sama næringargildi og
6 kg af fiski, og þær rúmlega þúsund lestir, sem
framleiddar verða árlega til að byrja með, eru
að næringargildi eins og 5500 lestir af nauta-
kjöti. Vandamálið með að nota ansjóvetumjöl til
manneldis hefur þannig verið leyst, og opnað
leiðina til enn frekari rannsókna á þessu sviði
matvælaiðnaðar.
(Allgemeine Fischwirtschaftszeitung).
Aó kaupa þaó bezta
= SPARNAÐUR!
Margföld reynzla hefur sannað endingar-
gæði RUST-OLEUM, sem á sér enga
hlið-
stæftu. 40 ára leiðandi notkun í Bandaríkj-
unum sanna gæðin.
RUST-OLEUM inniheldur sérstakar efna-
blöndur úr fiskiolíum og smýgur í gegnurn
ryðið alla leið að hinum óskemmda málrni-
RUST- OLEUM sparar bæði vinnu og efn's
kostnað með h'inu mikla endingarþoli sínu.
hotti RUSr-0L£UMl
Frá Verðlagsráði sjávarútvegsins ! RUST'O I E U M
Reglur um dragnotaveiði
Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur ákveðið að
minnka dragnótaveiðisvæði í Þistilfirði þannig,
að eftirleiðis eru veiðar óheimilar innan línu,
sem hugsast dregin úr Rakkanesi vestan fjarðar-
ins í Grenjanes austan hans.
Að öðru leyti eru veiðisvæði óbreytt frá fyrri
auglýsingu ráðuneytisins um dragnótaveiðar á
þessu sumri.
Sjávarútvegsmálaráðuneytið, 20. ágúst 1965.
Sérstœtt
eins og yðar cigið
fingrafar.
E.TH.MATHIESENh.f.
LAUGAVEG 178 - SÍMl 36570
—-, ^-^ . «-^ rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er
/jT* I || l^ kringum 450 síður og kostar 100 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu-
'«1--^, I IV sími er 10501< p^gt^ 20. Ritstj. Davíð ólafáson, Prentað í ísafold.