Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 7

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 7
ÆGIR 273 áhrifum sólarhita en áður og hitnaði ótrú- lega mikið og fljótt. Um mánaðamótin júlí og ágúst var yfir- borðshitinn orðinn 5°—6° á Celsíus, og á 10 metra dýpi komst hitinn upp í 4° á Cel- síus. 22. júlí 1963 losnaði WH - 5 á óvæntan hátt, sem virðist hafa stafað af straum- kasti í sundinu. Hún snérist um 90° og sigldi þannig langsum suður sundið næstu 4 dagana, en þá brotnaði hún í 3 hluta. Á þessa 3 hluta voru settar sjálfvirkar sendistöðvar og radarvitar, svo hægt væri að fylgjast með þeim til enda. Eyjarhlut- arnir töpuðust um tíma yfir vetrarmánuð- ina, en fundust næsta vor og voru þá komn- ir á móts við Labrador og Newfoundland, og einn endaði á fiskibönkunum suður af Newfoundlandi. Þegar WH - 5 losnaði í sundinu var hleypt úr stíflu, því að sá hafís, sem hafði safnazt fyrir norðan, ruddist nú ásamt eyjunni í suður. Það er sérstaklega at- hyglisvert, að einungis stærstu og þykk- ustu hafísjakarnir komust suður úr Cane- flóa. Allur annar ís bráðnaði vegna sjávar- hitans, sem hafði myndazt í sundinu sunn- anverðu, og jafnvel hlutar íseyjarinnar iétu stórlega á sjá. Þegar leið fram á haustið 1963 hafði þó ísinn náð yfirhöndinni, og ástandið virt- ist orðið svipað og áður hafði verið. Hér er um merkilegt atriði að ræða, því þarna voru, í rauninni, framkvæmdar ná- kvæmar mælingar og vísindalegar athug- anir á þoli hafíss, utan við kuldasvæðin. Það gæti einmitt komið að haldi við að i’eikna út líkindi fyrir hafísreki hér við Jand, og mun ég víkja að því síðar. Sögunni er ekki alveg lokið, því þegar bréfið var ritað var meira ísrek á Baffins- flóa, vestan Grænlands, en þekkzt hefur um langan tíma. Pylgdi ísnum mikið af rostungi, sem þá var veiddur þar í stórum stíl. Á sama tíma var hafís kominn upp að ströndum Islands og önnur íseyja nefnd Arlis II, var á hraðri leið niður með aust- urströnd Grænlands. Is hefur ekki legið hér við land, að ráði, síðan um síðustu aldamót og varð land- fastur síðast 1918. Þegar, ásamt öðrum atburðum, íseyjan Arlis II, sem talin er hafa hringsólað á sjálfu Norðuríshafinu í allt að því heila öld, tekur stefnu á Island, þá mætti mönn- um vera ljóst, að óvenjulegt ástand hefur skapazt norður þar, sem ef til vill er að- eins í byrjun. Hvort heldur rek íseyjarinnar WH - 5 er orsökin að síðari atburðum, eða ásamt þeim afleiðing af öðrum breytingum, sem átt hafa sér stað í Norðuríshafinu, eða þá að um einberar tilviljanir er að ræða, þá varðar það ekki mestu eins og stendur. Fyrir nánustu framtíð er mest aðkallandi að fá vitneskju um heildarástandið á haf- inu norðan Islands, ekki einungis um magn hafíssins, heldur einnig útbreiðslu íshafs- sjávarins, ásamt nauðsynlegum aðgerðum á landi, sem verður rætt nokkru nánar hér á eftir. Allir Islendingar hafa, frá blautu barns- beini, heyrt og lesið um hafís og harðindi, sem komið hafa og farið, gegnum alla sög- una, og byrjar fyrsti þáttur á nafngift landsins. Hins vegar virðist svo, að fyrir mörgum séu þetta aðeins orð, sem eigi heima í fortíð, því tímar harðinda séu liðn- ir og komi ekki aftur. Og jafnvel þótt haf- ís kæmi á ný, væri engin ástæða til að æðrast, því að með nútímatækni væri hægt að sjá fyrir þörfum manna, hvað sem á dyndi. Það skal fúslega játað, að ég hafði ekki gert mér neina grein fyrir því, hvað í þess- um hugtökum hefur falizt, fyrr en ég fór að athuga, fyrir nokkru, hvað hafi gerzt, í raun og veru, þegar hafís lá hér við land. Mér brá í brún. Þeir, sem þekkja hafís, reka fyrst aug- un í það að hér við land er ísinn gjörólík- ur því, sem hann er í norðurhöfum og ann- ars staðar, þar sem mætti kalla á eðlileg-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.