Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 8

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 8
274 ÆGIR um slóðum. Það verður augljóst strax, að hér við land myndast óeðlilegt ástand, og að náttúran fer algjörlega úr skorðum. Því mætti helzt líkja við það, þegar stór- fljót flæðir yfir bakka sína, aðeins er mæli- kvarðinn hér þúsundfalt stærri. Undir venjulegum kringumstæðum er hafís mor- andi af lífi, jafnvel um allt Norðuríshafið. Um miðjan marzmánuð ár hvert í vetrar- kulda sjá milljónir kópa dagsins Ijós, í fyrsta sinn, á hafís við Labrador, Austur- Grænland, í Hvítahafinu og víðar, og í hafísnum Iifa þeir allt sitt líf. Á þeim slóðum styður hafísinn líf og nærir það, en þegar hann leggst að strönd- um Islands drepur hann flest, sem fyrir honum verður og nálægt honum kemur. Fyrst drepur hann sjávardýr, sem ann- ars lifa við hann eða nálægt honum, síðan visnar jarðargróður og deyr, svo búpen- ingur fellur, og þá sveltur mannfólkið og kelur. Við sáum einmitt fyrsta stig slíkra að- fara síðastliðinn vetur, þegar að minnsta kosti í tvö skipti hópar smáhvala voru kró- aðir við land, af ísnum, og áttu sér ekki undankomu auðið. En það voru einungis smáar aðgjörðir. Með hliðsjón af atburðum síðastliðins vetrar, þurfum við aðeins að líta á kort af íslandi, til þess að gera okkur hugmynd um hvað gerist og hefur gerzt, þegar ísinn leggst alveg að landinu. I stórum dráttum er norðurströnd Is- lands í lögun eins og geysistór skál, þar sem barmarnir eru austur- og vesturtak- mörk strandlengjunnar. Fyrst leggst ísinn að Horni og þá að- Langanesi og lokar þannig fyrir útgöngu þeirra lífvera, sem innan svæðisins eru. Vegalengdin milli Horns og Langaness er reiknuð 195 sjó- mílur og að athuguðu máli er það bil op- ið á geigvænlegri gildru, sem að líkindum á sér enga hliðstæðu á jörðinni. Þegar svo ísinn þjappast og hefur fyllt hvern f jörð og flóa, vog og krika, er gildr- an smollin. Þessi mynd er nákvæmlega í samræmi við annála liðinna alda, sem hefur verið safnað af snilli á einn stað í bókina „Ár- ferði á íslandi í þúsund ár", eftir Þorvald Thoroddsen. Nokkrar glefsur úr þeim fræðum geta gefið til kynna hvað gengið hefur á, þegar ísar hafa lagzt að ströndum þessa lands. 1 sérstökum kafla um hafísinn byrjar Þor- valdur Thoroddsen með tilvitnunum í forn- ritin, sem eru ekki mjög skýr á því sviði, en beinar tilvitnanir í annála hef jast á ár- inu 1203. Þar segir: Býsna sumar. Þá lágu ísar við land Maríumessu hina fyrri (í miðjum ágúst) „svá ekki fekkzt tilgangs af sjá í Saurbæ, gengu 30 manna úr Flat- ey til lands á ísi fyrir Seljamanna messu". 1233. Jökulvetur hinn mikli, hafísar allt sumar. 1258. . . . hafís var þá kringnm landið og hver fjörður fullur. 1261. Hafís umhverfis Island. 1295. Hvalvetur mikill. 1321. Óáran mikil á Islandi og dóu menn víða af sulti. Isar kringum Island, hvíta- björn kom á land í Heljarvík á Ströndum og drap 8 menn. 1348. Frostavetur svo mikill á Islandi að freri sjóinn umhverfis landið, svo ríða mátti af hverju annesi og um alla fjörðu og flóa. 1552. Fellivetur mikill . . . svo mikill hafís syðra, að hann lá út á sæ meira en viku sjóar og tók langt út fyrir Þorláks- hafnarnes og var mikil selveiði á honum, hann kom fyrir vertíðarlok um sumarmál. 1566. Fellivetur mikill. . . . hafís með miklum kuldum. . . . kom svo mikill snjór síðast í júlí að tók í kvið á hesti. 1601. . . . Var sá vetur aftaka harður uffl allt Island og var kallaður lurkur, en sum- ir kölluðu þjóf. Þá fóru norðanmenn suð- ur og urðu margir úti á Tvídægru, . • • hestar þeiri*a frusu þá til bana með dægri. 1610. . . . hafís fyrir sunnan . . . björn unninn í Herdísarvík. 1615. Rak inn ís fyrir norðan land á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.