Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 18

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 18
284 ÆGIR undirstöðurannsókna í landinu. Ráðið skal hafa náið samstarf við hinar ýmsu rannsókna- stofnanir. Það skal hafa sem gleggsta yfirsýn yfir alla rannsóknastarfsemi í landinu og gera tillögur til úrbóta, ef það telur rannsókna- starfsemina ófullnægjandi, rannsóknaskilyrði ófullkomin eða markverð rannsóknaverkefni vanrækt. 2. Athuganir á nýtingu náttúruauðæfa landsins til nýrra atvinnuvega og atvinnugreina, enda skulu allar tillögur um nýjungar á sviði at- vinnuvega og atvinnugreina, sem berast ríkis- valdinu, sendar ráðinu, og skal það beita sér fyrir því, að fram fari tæknileg og þjóðhags- leg athugun þeirra, ef það telur þess þörf. 3. Gera tillögur um framlög ríkisins til rann- sóknamála og fylgjast með ráðstöfun opin- berra fjárframlaga til þeirra rannsóknastofn- ana, sem lög þessi ná til. 4. Öflun fjármagns til rannsóknagtarfseminnar almennt til viðbótar framlagi ríkisins og til- lögugerð um skiptingu þess á milli rannsókna- stofnana og rannsóknaverkefna. 5. Að hafa í sínum vörzlum skýrslur um rann- sóknir á sviði raunvísinda, sem kostaðar eru af opinberu fé, og hlutast til um, að niður- stöður séu kynntar. Rannsóknaráð semur ár- lega skýrslu um rannsóknastarfsemina í land- inu. 6. Að stuðla að söfnun erlendra rita og annarra upplýsingar um vísindastörf, rannsóknastörf og tækni og úrvinnslu þeirra til hagnýtingar fyrir atvinnuvegi landsins. Upplýsingum þess- um skal komið á framfæri við rannsókna- stofnanir. 7. Að beita sér fyrir skjótri hagnýtingu tækni- legra nýjunga hjá atvinnuvegunum með kynn- ingastarfsemi og upplýsingaþjónustu. 8. Samstarf við hliðstæðar erlendar stofnanir og að stuðla að þátttöku fslands í alþjóðlegu sam- starfi á sviði rannsóknamála. 9. Önnur þau verkefni, sem æskilegt reynist að sameina fyrir rannsóknastarfsemina. Hafrannsóknastofnunin. 10. gi'. Hafrannsóknastofnunin er sjálfstæð ríkisstofn- un, sem heyrir undir sjávarútvegsmálaráðu- neytið. 11. gr. f stjórn Hafrannsóknastofunarinnar skulu vera þrír menn, skipaðir af sjávaiútvegsmála- ráðherra til fjögurra ára í senn, þar af einn án tilnefningar, einn tilnefndur af stjórn Fiskifé- lags íslands og einn tilnefndur af ráðgjafamefnd stofnunarinnar. Sömu aðilar tilnefna varamenn. Ráðherra skipar formann stjórnarinnar og ákveð- ur stjórnarlaun. 12' gr' Stjói'nin hefur á hendi yfirstjórn rannsoKn stofnunarinnar og samþykkir starfsáætlun fjárhagsáætlun hennar fyrir eitt ár í senn. Fjai" hagsáætlun skal senda ráðherra til staðfestinga1 • 13. gr. Sjávarútvegsmálaráðherra skipar forstjóra °£ sérfræðinga við Hafrannsóknastofnunina a° fengnum tillögum stjórnarinnar. Forstjóri ska hafa lokið háskólaprófi í raunvísindum og veia sérfróður um hafrannsóknir. Forstjóri stofnun- arinnar í-æður annað starfslið hennar. 14. gr. Forstjóri hefur á hendi daglega stjórn rann- sóknastofnunarinnar og umsjón með rekstri henn- ar. Hann ákveður starfssvið sérfræðinga og ann- ars starfsliðs. 15. gr. Við -Hafrannsóknastofnunina er ráðgjafar, nefnd. Skulu eftirtaldir aðilar tilnefna fultrúa 1 nefndina til fjögurra ára í senn: Landssamband ísl. útvegsmanna tvo menn. Fiskifélag Islands einn mann. Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda einn mann. Fiskimannadeild Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands einn mann. Alþýðusamband Islands einn mann. Sjómannasamband íslands einn mann. Forstjóri stofnunarinnar á sæti í nefndinnn Nefndin kýs sér formann. Ráðgjafamefnd fylgist með rekstri stofnunar- innar og er tengiliður milli hennar og sjávarút- vegsins. Nefndin er forstjóra og stjórn til ráðu- neytis og gerir tillögur um starfsáætlun stofnun- arinnar. Nefndin er ólaunuð. Sjávaiútvegsmálaráðuneytið getur með sani- þykki stjórnarinnar fjölgað mönnum í ráðgjafa1" nefnd og setur reglur um, hvernig vali nefndai- manna skuli hagað. 16. gr. Hafrannsóknastofnunin skal hafa yfirstjo1 fiskirannsóknaskipa, sem eru í eigu ríkisins. Verkefni Hafrannsóknastofnunarinnar skulu meðal annars vera: 1. Rannsóknir á gögnum og stofnsveiflum lS" lenzkra sjávardýra og áhrifum þeirra á afl® magn, veiðihorfur og hámarksnýtingu. E1111 fremur rannsóknir á dýrastofnum og öðrum sjávarverðmætum, sem ónytjuð eru, í því skyu1 að auka fjölbreytni sjávarútvegsins.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.