Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 21

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 21
Æ GIR 287 Erlendar fréttir F»*á ftloregi Veiðarfæraframleiðendur sameinast. Sex helztu framleiðendur í Noregi á netum, botnvörpum og öðrum veiðarfærum hafa í sam- einingn stofnað Arctic Norsenet Ltd., Bergen, til að annast sölu á erlendum markaði. Nýja fyrir- taskið er til orðið úr tveim útflutningsskrifstof- urn, Arctic og Norsenet, sem hvor um sig var fulltrúi fyrir marga framleiðendur. Pyrirtækin, sem standa að Arctic Norsenet Ltd., eru: Bergens Notforretning, Campbell Ander- sens Enke A/S, Gerdt Meyer Brunn A/S og O. Nilssen & Sön A/S, öll í Bergen, og auk þess Nristiansands Fiskegarnsfabrik A/S, Kristian- sand S. (Norges Handels- og Sjöfartstidende). Beita, sem lýsir í myrkri. Norðmenn veiða mikið af fiski á handfæri með aðferð, sem þeir og íslendingar nefna skak (jigging). Þeir sökkva þá færinu, sem oft er með kervibeitu, til botns á nokkuð djúpu vatni og lreyfa það síðan upp og niður. Það er því tæpast að undra, þó Norðmenn séu fi'amarlega í gerð hvers konar handfæraútbún- aðar, en meðal hans má nefna Snella-hjólið, sem uiikið er notað, og sjálfveiðarann, sjálfvirkan »skakara“, sem gengur fyrir rafmagni. Nýjasta nýtt á þessu sviði fiskveiða er gervi- ueita úr plasti, sem lýsir í myrkrinu og seiðir 'skinn til sín og egnir hann til að bíta á. Lýsingin fæst með því að nota fluorescent- Plast á beituna, en það gengur undir vöruheit- mu Fluor-Lux. Áður en beitan er notuð, er hún átin „drekka í sig“ ljós — dagsljós eða gervi- er lög þessi taka til, má setja með reglugerðuni. ^ai' á meðal er heimilt að ákveða breytingu á 'erksviðum einstakra stofnana, enn fremur að leimila sérfræðingum rannsóknastofnananna að 'enna við Háskóla Islands. Með lögum þessum eru numin úr gildi lög nr. 8/1940, um náttúrurannsóknir, lög nr. 64/1940 nm rannsóknir og tilraunir í þágu landbúnaðar- Uls, °rðin „þá skal og starfa við Háskóla íslands rannsóknastofnun í þágu atvinnuveganna, er nefnist atvinnudeild háskólans" í 9. gr. laga nr. '/1957, svo og önnur lagaákvæði, sem brjóta í aga við lög þessi. ljós — og eftir það gefur hún ljós frá sér í 5 klukkustundir. Þar sem hin ljósgæfa efnablanda er í sjálfu plastinu, hafa loft eða vatn engin áhrif á beit- una. Tilraunir sýna, að hún getur gefið frá sér nægilega mikið ljós eftir þriggja ára notkun í sjó. Beitan er í margvíslegmu myndum, allt frá litlum flugum og ormum fyrir sportveiðimenn upp í smáa kolkrabba, stóra orma og rækjur fyrir þá sem fást við meiri háttar tegundir. Stærð öngulsins fer eftir stærðinni á beitunni. Sumar gerðir eru með áberandi málmspúnum, aðrar hafa enga öngla og eru ætlaðar til notk- unar með því agni, sem fyrir er. Dreifingu á Fluor-Lux beitu annast Tryggve Mikkelsen, P. 0. Box 599, Bergen. Yerðið er frá 1 og upp í 5 norskar krónur fyrir hverja sam- stæðu (öngul og beitu). (World Fishing). Norskir bátar mega veiða að S mílna línu við Grxnland. í skýrslu, sem Samband bátaútgerðarmanna hefur lagt fram, er m. a. sagt frá því, að Danir hafi gefið leyfi til að norskir bátar, sem veiða með línu og handfæri, fái að veiða allt að 3 mílna takmörkunum við Grænland. Þetta leyfi gildir til 31. október 1968. Eins og kunnugt er, voru fiskveiðitakmörkin við Grænland færð út í 12 mílur frá og með 1. júní 1964. Til 31. maí 1973 geta erlend fiski- skip, þ. á. m. norsk, sem hafa veitt lengi á ytra 6 mílna beltinu, fengið að veiða ótakmarkað á 6 til 12 mílna svæðinu. (Norges Handels- og Sjöfartstidende). Frá Sovétríkjunum Fiskveiðar Rússa reknar með tapi. „Hinn geysistóri rússneski fiskveiðafloti, sem veiðir nú á öllum heimshöfum, ber sig ekki fjár- hagslega“, sagði A. Filov, sendiráðsritari við sovézka sendiráðið í London á fundi í Rotary- klúbbi Grimsby. „En fiskveiðarnar eru mikilvæg- ur þáttur í fæðuöflun þjóðarinnar", bætti hann við. A. Filov bætti því við, að Rússar hefðu rétt til að fiska á hvaða hafsvæðum sem væri og hag- fræðilega væri ekkert rangt við rekstur fisk- veiðanna, þar sem hin stóra rússneska þjóð þarfnaðist matvæla. Fiskaren. Frá IVIarokkó Fiskmjöl til manneldis í Marokkó og Perú. í Agadír í Marokkó hefur verið byggð verk- smiðja til framleiðslu á gæðamjöli úr fiski, sem nota á til manneldis. Framleitt verður lyktarlaust

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.