Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 6

Ægir - 01.10.1965, Blaðsíða 6
272 ÆGIR Marh'is Sigurjónsson: HAFÍS OG HARÐINDI 1 júlí 1963 birti dagblaðið Vísir stutta frásögn, sem ég hafði sent því, um að Bandaríkjamenn hefðu sent leiðangur til þess að athuga sérstæðan atburð, sem gerzt hafði í norðurhöfum. Atburðurinn var sá, að stóra íseyju hafði reldð inn í sundið milli Ellesmere-eyjar og Grænlands. Sat hún þar föst og stíflaði straumrennsli í suður frá Norðuríshafinu að verulegu leyti. Ég sagði ennfremur, að það væri ekki alveg fráleitt að ímynda sér, að þegar haf- straumur stíflaðist, sem rennur vestan við Grænland, þá aukist rennsli austan við landið, og fyndu íslendingar fyrstir fyrir því. Að lokum sagði ég, að hvað sem öðru liði, þá lægi hér fyrir rannsóknarefni, sem varðaði íslendinga ekki síður en Banda- ríkjamenn. Þess var varla að vænta, að íslendingar létu sig skipta svo fjarlægt fyrirbrigði og var því aðeins hægt að vona að rás þessara atburða liði hjá, án áhrifa hér við land. Síðastliðinn vetur var þó svo komið, að hafís smánálgaðist landið, þar til hann náði snertingu við það á nokkrum stöðum. Hér var óneitanlega um óvenjulegt ástand að ræða, og þess vegna skrifaði ég aftur þeim manni, sem upphaflega sendi mér fréttina um fyrrnefnda íseyju, og sem var annar af tveimur foringjum þess leið- angurs, sem að framan getur. Bað ég hann að senda mér skýrslu um leiðangurinn, ef ske kynni að hægt væri að finna eitthvert samband á milli þess, sem gerðist í norður- höfum fyrir tveim árum og þess, sem nú gerist við ísland. Hann svaraði mér um hæl og sendi mér bráðabirgðaskýrslu um leiðangurinn. Auk þess gaf hann mér, í bréfi, yfirlit yfir at- huganir á því svæði, sem um ræðir, til þess tíma, sem bréfið var ritað (31. marz). Margra hluta vegna var saga þessarar íseyjar, sem var auðkennd með stöfunum WH-5, mjög athyglisverð, því það var fylgzt með henni frá byrjun til enda, og af fleirum en einum leiðangri. Hún varð til veturinn 1961—1962, þeg- ar geysilegt ísmagn losnaði úr Ward Hunt- skriðjökli norðanvert á Ellesmere-eyju. Alls flutu þá fram 5 íseyjar og var WH - 5 stærst. Hún var 20 kílómetrar á lengd og 9 kílómetrar á breidd. Fjórar eyjanna flutu í vestur, en það óvenj ulega skeði að WH - 5 tók á rás í austur. Hún fór austur fyrir Ellesmere-eyju og tók stefnu inn í sundið við Grænland, sem fyrr segir. Milli 24. og 28. febrúar 1963 festist ís- eyjan í sundinu. Hún hafði snúizt þvert og stíflaði þannig ísrek úr Norðuríshafinu í Hún fór austur fyrir Ellesmere-eyju og Grænlands er hátt á fimmta hundrað kíló- metra á lengd og heita hlutar þess ýmsum nöfnum. Þar sem íseyjan festist heitir Kennedy- renna og næst fyrir sunnan víkkar sundið út í Cane-flóa og þá Smith-sund, sem teng- ir það við Baffins-flóa. Brátt kom í ljós íslaust svæði sunnan við WH - 5, og þegar kom fram á sumar var orðið íslaust þeim megin í sundinu, sem aldrei hafði þekkzt áður. Þetta íslausa svæði var tekið til nákvæmra rannsókna og gerðar þar mælingar af öllum tegund- um, svo sem á hita, seltumagni og öðru efnisinnihaldi sjávarins o. m. fl. Sjávarvatnið, sem að jafnaði er þakið hafís og því jökulkalt, varð hér fyrir meiri

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.