Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1966, Page 12

Ægir - 01.04.1966, Page 12
106 ÆGIR TAFLA UM FISKAFLANN 1965 Á öðrum stað í blaðinu birtist tafla um heildarfiskafla íslendinga á árinu 1965 og samanburðartölur fyrir árið 1964. Venjulega eru töflur um fiskaflann birt- ar án sérstakra skýringa, enda skýra þær sig að mestu sjálfar. Þar sem hinsvegar ýmsar mikilvægar grundvallarbreytingar voru gerðar á skýrslukerfi Fiskifélagsins á s. 1. ári, þótti rétt að láta fylgja með að þessu sinni nokkrar skýringar í sam- bandi við birtingu lokaskýrslunnar um afla sl. árs. Mikilvægasta breytingin er í því fólgin, að öll úrvinnsla afla- og vinnu- skýrslna fer nú fram hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurbæjar. Eru allar upplýsingar þaraðlútandi settar inn á sér- stök spjöld, sem hinar fljótvirku skýrslu- vélar vinna úr. Mikið hagræði fylgir þessu fyrirkomulagi. Verður bæði unnt að flýta skýrslugjöfinni, gera hana öruggari og síðast en ekki sízt verður auðveldlega hægt að fá allmiklu fjölbreyttari upplýsingar en áður. Að sjálfsögðu byggist þetta allt á því, að útgerðarmenn og vinnslustöðvar skili tilskyldum gögnum til Fiskifélagsins á réttum tíma. í sambandi við þessar breytingar hefur reynzt auðveldara að gera ýmsar leiðrétt- ingar á skýrslunum. f þessu tilfelli er um að ræða nokkrar leiðréttingar á aflatölum ársins 1964. Bætast við 1393 lestir af síld, er landað var í Noregi í des. 1964, og 757 lestir af humar. f síðara tilfellinu var um rangar umreikningstölur að ræða. Fyrir árið 1965 er um eftirfarandi leiðréttingar að ræða, sem hafa ber í huga, er aflaskýrslur mánaðanna nóv. og des. eru bornar saman. í lok nóvember höfðu eftirgreindar töl- ur reynzt vanreiknaðar: 1. Þorskafli................ 1855 lestir 2. Krabbadýr .... 509 3. Loðna .... 123 4. Kolkrabbi .... 153 Um þetta má segja: Þorskaflinn skipt- ist meira og minna á alla mánuði ársins. Krabbadýrin aðallega á tímabilið júní/ ágúst. Loðna kemur á apríl og kolkrabb- inn á sept. Síldaraflinn á tímabilinu jan./nóv. er hinsvegar oftalinn um 17.723 lestir, sem kemur aðallega fram í sumaraflanum. S JÓSTÍ G VÉLIN Gamla gúða mei’kið FULLHÁ — ÁLÍMD — LÁG og með lausum svampg-úmmísóla. TRETORN GÚMMÍVETTLINGAR Einkaumboðsmenn: JÓN BERGSSON H.F. Laugavegi 178 — Reykjavík — Sími 85-3-35

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.