Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1971, Blaðsíða 18

Ægir - 01.11.1971, Blaðsíða 18
320 ÆGIR Erla Salómonsdóttir, lyfjafræðingur: »------------------------------------» Frá Rannsóknastofnun fishiönaðarins »-----------------------------------» Efnagreining og bragðprðfun á gulliaxi og sléttalanghala Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins fékk til athugunar tvö sýni af þeim sjaldséðu fisktegundum, sem r/s Bjarni Sæmunds- son fékk í leiðangri 7. apríl 1971. Veiði- stöðin var suðvestur af Reykjanesi nr. 114 eða 63°00'N 23°37'V. Togað var á miklu dýpi 780—840 m (430—460 fm). Fiskarn- ir voru heilfrystir nýir og síðan látnir þiðna yfir nótt við 16°C lofthita, áður en þeir voru mældir og prófaðir (29/6 ’71). Gulllax (Argentina siius). 9 fiskar voru mældir og vegnir, lengdin var 40—50 cm og þunginn 550—1200 g. Mjög erfitt reyndist að roðdraga gull- laxinn. Roðið er það haldlítið, að hnífur- inn fer í gegn og ekki er heldur hægt að rífa eða fletta roðinu af. Mikið er af beinum í gulllaxinum, álíka og í síld, og þess vegna er hann síður heppilegur til suðu. Annars þótti hann mjög bragðgóður og mjúkur eins og fram kemur í bragðprófunartöflunni hér á eftir. Bent skal á hið lága fituinnihald í gull- laxinum, 0,5% í flökunum. Ef til vill er þetta í sambandi við árstímann, því að tölur annars staðar frá hljóða upp á 3,5% fitu (1). 1 sömu heimild er þess getið að gulllaxinn hafi verið góður til átu sérstak- lega reyktur. Er ekki ólíklegt að það mætti nýta hann reyktan, sem álegg eins og síld- ina. Mæling á gulllaxi Heildar- Heildar Roðlaus Roðlaus Ú rgangur Úrgangur lengd bungi flök flök % þungi % af heild þungi af heild 49 cm 1200 g 400 g 33 780 g 67 49 - 980- 365- 37 610- 63 50 - 935- 345- 37 580- 63 46 - 810- 285- 35 505- 65 45 - 755- 260- 34 485- 66 44 - 685- 240- 35 420- 65 43 - 610- 250- 41 360- 59 42,5 cm 570- 235- 41 330- 59 40 cm 550- 195- 35 355- 65 Meðalt. 45 cm 788 g 36 64 Efnagreining á gulllaxi Protein Fita Salt Vatn Aska % % % % % Flök (roðlaus) 19.1 0.5 0.2 79.7 1.0 Úrgungur 15.6 7.3 0.4 73.9 3.1 Heill fiskur 16.9 4.9 0.3 76.0 2.3

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.