Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1971, Blaðsíða 22

Ægir - 01.11.1971, Blaðsíða 22
324 ÆÖttt skeifumyndun, ef tæring’in er jöfn(mynd 6). Skeifurnar eru opnar í straumstefnuna. Algengustu staðir, sem skaðar verða á, eru í beygjum, við samskeyti, og þar sem leiðslur greinast eða tengjast. Er þar hættast við straumhvörfum, sem aukið geta sjóhraðann á blettum, þó hann sé annars ekki of hár í lögninni. Mynd 6. Tiltölulega jöfn yfirboröstæring á 2" eirröri. Skeifumyndun í rörveggnum sézt greini- lega. Lítil göt voru komin hér og þar á röriö í skeifunum. Straumstefnan er frá vinstri til liægri. Mynd 7. Þverskurðarmynd af tæringarpyttum, sem myndazt hafa vegna straumhvarfatæringar. Straumstefnan er frá vinstri til hægri, og ein- kennandi er, hvemig pyttimir eru grafnir inn i rörvegginn (2). 3. Viðnámsþol mismunandi rörategunda gegn straumhvarfatæringu. Eirrörum er mjög hætt við straum- hvarfatæringu, og af þeim sökum hefur notkun þeirra í sjólagnir farið mjög minnkandi erlendis (t. d. 4). Det Norske Veritas (3) gefur upp 2 m/s sem hámarks- hraða á sjóstraum í eirlögnum, en margir telja (t. d. 5), að þau mörk ættu að vera lægri vegna hættu á straumhvörfum við rörgreiningar, dælur o. s. frv. Ýmsar eirblöndur eru mun haldbetri gegn straumhvarfatæringu en eirrör. Af þeim eru algengastar álbrass og eir/nikkel /járn blöndur (95/5, 90/10, 70/30). Det Mynd 8. Álirif sjóstraumsliraða á líkur fyrir straumliva/rfatæringu i rörum úr eir og ýmsum eirblöndum (4). Straumhrjði rr/s Mynd 9. Ahrif sjóstraumshraöa á tæringu a mjúku kolefnisstáli úr galvaníseruðu stálröri (5)- (1 mikrón --- 0.001 mm; 1 mil — 0.001 tomma)-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.