Ægir

Volume

Ægir - 15.06.1972, Page 7

Ægir - 15.06.1972, Page 7
ÆGIR 205 hann hefur alizt upp í hlýja sjónum hér sunnanlands og suðvestan eða í kalda sjón- uni norðanlands og austan. Sem dæmi má uefna, að þriggja ára þorskur í Faxaflóa, er að meðaltali 62 cm á lengd og 2,1 kg, en jafngamall fiskur í Reyðarfirði er að- eins 39 cm á lengd og 580 gr að þyngd. Danir hófu merkingar hér aftur árið 1924 og komu oftast nær árlega á rann- sóknaskipinu „Dana“ allt til ársins 1939. Eftir að prófessor Johannes Schmidt féll D’á, tók dr. Vedel Táning við þessum leiðöngrum, en ýmsir fleiri danskir fiski- fræðingar koma þó mikið við sögu, þó ég ueki það ekki nánar hér. Á þessu árabili ruerktu Danir hér nær 8400 þorska. Af þessum merkingum langar mig sérstaklega a,l geta þeirrar, sem gerð var við Vest- Wannaeyjar árið 1929. Einn þorskur úr þeirri merkingu endurheimtist við SV- Grænland rúmlega ári síðar. Fékkst þann- í fyrsta sinn sönnun fyrir því, að þorsk- ar af íslandsmiðum sækja stundum önnur lönd heim. Á næstu árum endurheimtust uokkrir þorskar til viðbótar, aðallega við Grsenland, en einnig Norður-Noreg. Þá uiun einn þorskur hafa endurheimzt á Ný- fundnalandsmiðum, en af öllum þeim þús- undum ókynþroska þorsks, sem merktir hafa verið við Island, hefur ekki einn ein- asti veiðzt utan Islandsmiða. Vegna þess hve fáir þeir eru þorskarnir, sem endur- heimzt hafa frá öðrum hafsvæðum, virðist her frekar vera um tilviljunarkenndar, en reglubundnar göngur að ræða. Samtímis því sem Danir merktu þorsk við Island, merktu þeir einnig þorsk við Gi'ænland og gera það reyndar enn. End- ui’heimtur úr þessum merkingum eru sér- staklega athyglisverðar, því að þær hafa ayut, að þorskur af Grænlandsmiðum ieitar til Islands og stundum jafnvel í stór- stíl og kem ég að því atriði nánar síðar. f þessu sambandi langar mig þó að skjóta þyí að, að hugsanlegt er, að þeir þorskar, sem endurveiðzt hafa aftur við Grænland, Seu í raun og veru grænlenzkir að uppruna, en hafi verið teknir hér á hrygningar- göngu sinni. Á þessum árum dönsku þorskmerking- anna bættist íslenzkum fiskirannsóknum nýr liðsmaður, en það var dr. Árni Frið- riksson. Hann réðst í þjónustu Fiskifélags íslands árið 1931 og árið 1937 þegar At- vinnudeild Háskólans var stofnuð, varð hann forstöðumaður fiskideildarinnar. Dr. Árni hóf kerfisbundnar rannsóknir á aldursdreifingu þorskaflans og kom þá í ljós, hversu missterkir hinir einstöku ár- gangar geta verið, þ. e. hversu misjafn- lega klakið heppnast frá ári til árs. Árið 1946 tók Jón Jónsson forstöðumað- ur Hafrannsóknastofnunarinnar við þorskrannsóknunum og hefur haft veg og vanda af þeim síðan. Jón hóf merkingar árið 1948 og hefur verið unnið sleitulaust að þeim síðan. Merkt hefur verið á öllum árstímum á nær öllum hugsanlegum stöð- um í kringum landið, jafnt á fjörðum og flóum, grunnslóð sem djúpslóð og enn- fremur við A-Grænland. Svo umfangs- miklar eru þessar merkingar orðnar að úrvinnsla gagna væri nær óvinnandi veg- ur, ef tölvutækninnar nyti ekki við. Und- anfarinn áratug hafa því allar endur- heimtur og þær upplýsingar, sem þeim fylgja, bæði úr gömlu dönsku merkingun- um og þeim íslenzku, verið færðar inn á gataspjöld og fer öll úrvinnsla fram í tölvum. Þessar merkingar hafa leitt í ljós, að ungfiskurinn er nokkuð staðbundinn fyrstu ár ævi sinnar, eða unz hann nær kynþroska. Þorskurinn, sem vex upp í hlýja sjónum við Suður- og Vesturströnd- ina, þai’f ekki að leita langt til hrygningar og er því að miklu leyti staðbundinn alla sína ævi. Svipuðu máli gegnir með Vest- fjarðaþorskinn. Hann virðist ekki fara ýkjalangt og hafa langflestar endurheimt- ur úr merkingum þaðan, fengizt úti af Vestfjarðakjálkanum, og aðeins sárafáir hafa leitað að vetrarlagi sunnar í heita sjóinn til hrygningar. Að vísu slangrar hann á milli fjarða og út á grunnin, hann

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.