Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1974, Blaðsíða 11

Ægir - 01.02.1974, Blaðsíða 11
Tilraunabáturinn, sem veiddi með _ miðsævarvörpu. £?• er náttúrlega ekki um annað að ræða en inn- yrða aflann í vörpupokanum. Það væri máski rira að háfa þá loðnu úr nót, sem ætti að fara til annarrar vinnslu en bræðslu. maðurinn að taka tillit til fjölmargra atriða, svo sem hrygningarsvæða, árstíða, eggja og lrfa, atriða, sem hafa áhrif á hve mikið lifir seiðum, uppeldisstöðvanna, vaxtar og kyn- Þroska, hvemig fiskurinn tekur til sín fæðuna, vernig hann dreifir sér, ásóknar annarra íska í stofninn og yfirleitt allra hinna mörgu dauðaorsaka. Sýnishom voru tekin og fryst og send til 1 fræöistofnunar til rannsóknar og þar ákveð- mni aldur hinna ýmsu sýnishoma og þau síðan okkuð eftir aldri og vaxtarhraðinn fundinn. erstakur gaumur var gefinn að fjöldahlut- a linu milli kynjanna og kynþroskaskeiðinu °g síðan fæðuöfluninni. Frumatriði vinnslunnar. í því skyni að gera sér grein fyrir, hvemig sem beztur árangur næðist í vinnslunni, var fylgzt með loðnunni frá því hún var veidd og þar til henni hafði verið pakkað í neytenda- umbúðir. Mestum hluta loðnunnar var landað innan tveggja klukkustunda frá því að hún var veidd. Loðnunni var landað með háfi i gáma og ísað í þá. Enda þótt loðnunni væri landað mjög nýrri og óvelktri og í ekki meiri en um það bil 5-6° á C. er ráðlegt að nota ís og reyndar undir öllum kringumstæðum. Áður en loðnunni var pakkað, var hún greind í sundur og karlkynsloðnan skilin frá kvenloðnunni. Tvær gerðir af flokkunarvélum voru notaðar og var önnur tromma sem sner- ist en hin samstæða af láréttum stöngum sem hristust. Báðar þessar flokkunarvélar byggð- ust á sömu grundvallaratriðum. Kvenloðnan er smærri en karlloðnan og þess vegna er bilið milli stanganna haft breytilegt og vex eftir því sem nær dregur endanum. Kvenloðnan fellur fyrst niður en karlloðnan færist áfram í rásunum, fellur niður eftir stærð sinni mis- langt frá enda rásanna. Um nokkrar skemmd- ir var að ræða við flokkunina í báðum þessum vélaeerðum, en þó mest þegar hrognin kreist- ust úr loðnunni. Þegar loðnan kemur úr flokkunarvélunum er um margvíslega meðferð að ræða, eftir því, hvernig á að vinna loðnuna. Ef um grófa vinnslu er að ræða, er hverri loðnu raðað á færiband Baadervélar og hausinn skorinn af og loðnan slógdregin (ekki skorið á kviðinn). Þegar loðnan aftur á móti á að leggjast niður hausuð og slægð og svarta magahimnan jafn- framt hreinsuð burt, er notuð Arencovél sænsk að smíð. Við síðari niðurlagningaraðferðina er loðnan mjög aðgengileg til neyzlu og neytand- inn þarf lítið að tilreiða hana, áður en hann neytir hennar. Einnig var loðnan í þessum tilraunum bæði flött (butterfly) og flökuð og sumt af flökuðu loðnunni þá einnig roðflett. Þegar loðnan var flött var tengt viðbótartæki við Baaderslóg- dráttarvélina, sem fjarlægði hrygginn og magahimnuna. Þegar loðnan var bæði flökuð og roðflett var notuð Arencovélin. Þær vélar, sem hér hafa verið nefndar vinna mjög hægt, og ekki meira en um það bil 60 loðnur á mín- útu. Ef loðnuvinnsla af þessu tagi á að verða ÆGIR — 27

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.