Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1974, Blaðsíða 20

Ægir - 01.02.1974, Blaðsíða 20
Heimild þessi til veitingar dragnótaveiðileyfa skal ekki notuð til 1. júlí 1976 að því er varðar veiðar á Faxaflóa innan línu, sem dregm er úr punkti 4 sjómílur réttvísandi vestur af Garðskagavita í punkt 4 sjómílur réttvísandi suðvestur af Gáluvíkurtanga. 2. Til rækjuveiða. Ráðherra getur veitt undanþágu til þess að stunda rækjuveiðar á til- teknum svæðum. Skal binda leyfin þeim skilyrðum, sem nauðsynleg þykja. Einnig er heimilt að miða leyfisveitingar við ákveðnar stærðir báta. 3. Til humarveiða. Leyfi til humarveiða á tilteknum svæð- um getur ráðherra bundið þeim skilyrðum, sem honum þykja nauðsynleg, og skal meðal annars vera heimilt að gera upp á milli báta með til- liti til stærðar eða annarra atriða. 4. Til síldveiða. Leyfi til síld- veiða með botnvörpu og flot- vörpu skulu bundin því skil- yrði, að hlutaðeigandi veiði- skip sé gert út til síldveiða. Auk þess getur ráðherra bund- ið leyfið öðrum þeim skilyrð- um, sem hann telur nauðsyn- leg, þar á meðal, að allur afli annar en síld sé upptækur til Landhelgissjóðs íslands, ef hann fer fram úr ákveðnum hluta af heildarEifla. 5. Til loðnuveiða. Leyfi til loðnuveiða með botnvörpu og flotvörpu getur ráðherra bund- ið þeim skilyrðum, er hann tel- ur nauðsynleg. Skal það varða sviptingu veiðileyfa, ef bol- fiskur er veiddur í þetta veið- arfæri umfram ákveðið hlut- fall af heildarafla, og ennfrem- ur er heimilt að gera annan afla en loðnu upptækan til Landhelgissjóðs íslands. 6. Til spærlings- og kolmunna- veiða. Leyfi til spærlings- og kolmunnaveiða með botnvörpu og flotvörpu getur ráðherra bundið þeim skilyrðum, sem hann telur nauðsynleg. 7. Til veiðitilrauna. Ráðherra er heimilt að veita leyfi til veiðitilrauna með botnvörpu eða flotvörpu á fisktegundum, sem ekki hafa verið hagnýtt- ar, enda fari slíkar veiðitil- raunir fram undir eftirliti Hafrannsóknastofnunarinnar. 8. Til rannsókna. Ráðherra er heimilt að veita rannsókna- skipum og vísindamönnum leyfi til að nota botnvörpu, flotvörpu eða dragnót í rann- sóknaskyni í fiskveiðilandhelg- inni. Togveiðiheimildir sam- kvæmt töluliðum nr. 1—8 skulu jafnan vera tímabundn- ar, og auk umsagnar Hafrann- sóknastofnunarinnar skal ráð- herra leita umsagnar Fiskifé- lags Islands eða annarra aðila þegar honum þykir ástæða til. 11. gr. Brot gegn 1.-7. greinar laga þessara varða sektum svo sem hér segir: 1. Ef um er að ræða skip allt að 106 brúttó rúmlestir að stærð, skulu sektir nema 2.000,00—6.000,00 gullkr. 2. Ef um er að ræða skip frá 106—350 brúttó rúmlestir að stærð, skulu sektir nema 4.000,00—20.000,00 gullkr. 3. Ef um er að ræða skip frá 351 brúttó rúmlest og stærri, skulu sektir nema 15.000,00— 60.000,00 gullkr. Allar sektir samkvæmt grein þessari eru miðaðar við gullkrónur, sbr. lög nr. 4 11. apríl 1924. Brot gegn 1.-6. greinar laga þessara skulu varða upptöku á öllum veiðarfærum í skipinu, þar með töldum dragstrengj- um, svo og á öllum afla innan- borðs. Nú næst ekki í skip- stjóra, og er þá einn'g heim- ilt að gera upptækt skipið sjálft eða andvirði þess að hluta. Upptöku má einnig beita, þótt ekki hafi verið höfðað refsimál út af broti og þótt refsimáli verði ekki kom- ið fram. Máli til upptöku má þá beina gegn eigendum skips- ins, umboðsmönnum þeirra eða umráðamönnum þess. Leggja má löghald á skipið og selja það að undangenginni aðför til lúkningar sektum samkvæmt þessari grein og kostnaði. Við upptöku og aðför fellur niður veðréttur eða aðrar kvaðir, sem hvíla kunna á upp- tækum verðmætum. 12. gr. Brot gegn 8. gr., reglum settum samkvæmt 9. gr. eða ákvæðum veiðileyfa, sem út eru gefin samkvæmt 10. gr., varða sektum, 1000—15.000 gullkrónum, sbr. lög nr. 4 11. apríl 1924. Ef um ítrekað brot er að ræða, skv. þessari máls- grein, skal um upptöku afla og veiðarfæra fara svo sem greinir í 11. gr. Nú er ljóst af öllum atvik- um, að skipið hefur hvorki verið að veiðum innan fisk- veiðimarka né undirbúningur gerður í því skyni, og má þá ljúka málinu með áminningu, þegar um fyrsta brot er að ræða, en ef um ítrekað brot er að ræða, með sektum, 1000 36 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.