Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1974, Blaðsíða 9

Ægir - 01.02.1974, Blaðsíða 9
Féll nú verðið og sölur urðu tregari. Fisk- rannsóknarstofnunin í Perú notaði nú veiði- stoppið til rannsókna. Að þeim loknum ráðlagði þessi stofnun að dregið yrði úr veiðunum. Lagt var til að aðeins 800_ þúsund tonn yrðu veidd á tímabilinu apríl/ maí, og síðan yrðu veiddar 2 milljónir tonna frá september til desember, þannig að heildar- Veiði á árinu yrði aðeins 4 milljónir tonna samtals. (Þegar mest var veitt í Perú nam ársveiðin 12 milljónum tonna). Nú hófust veið- ar aftur þann 9. apríl. Kom þá fljótt í ljós að ástandið var ekki gott. Er skemmst frá því aftur undantekning við suðurströndina á litlu veiðst samtals 1,6 milljónir tonna sem gáfu 326 þúsund tonn af mjöli. Var nú bönnuð veiði af stjórnarvöldunum og akveðið að þær skyldu ekki hefjast að nýju fyrr en í októbermánuði. Þó var gerð undan- tekning frá þessu banni á litlu svæði í Suður- Perú. Perúmenn ákváðu nú að skipta mjöl- framleiðslunni þannig, að 90 þúsund tonn skyldu ganga upp í gamla óuppfyllta sölu- samninga á lágu samningsverði. Um 100 þús- und tonn voru þegar seld á heimsmarkaðinn nokkuð fór á heimamarkaðinn. Afgangur- mn var óseldur þegar hér var komið. Fór nú verðið aftur að hækka. I byrjun maímánaðar var allur fiskmjöls- iðnaðurinn í Perú settur undir stjórn ríkisins °g hafa öll firmun verið sameinuð í eina stofn- un undir nafninu „Pescaperu." í maímánuði komst proteineiningin uppí £3,40 og mun hafa ftað hámarki í júlí og komst þá upp í £4,80. Orsökin fyrir þessari miklu hækkun var sú að . andaríkjastjórn ákvað að leyfa aðeins 40% utflutning af þeim samningum sem búið var að. &era um útflutning frá Bandaríkjunum af sojamjöli og skyldi þetta gilda til 15. október 973. Afleiðingin af þessu varð sú, að mjög erfitt varð um útvegun á proteini í fóður- ondur í hinum ýmsu löndum. Þegar kom fram í ágúst fór verðið að lækka og hefir verið rúmlega £4,00 út árið. Þann 7. nóvember bannaði ríkisstjórnin í Perú útflutning á mjöli, en þá var lítið eftir í landinu af marz/apríl framleiðslunni. Þá ógilti stjórnin einnig alla eldri samninga um mjöl sem óuppfylltir voru. Margir rannsóknarleiðangrar og tilrauna- veiðar voru framkvæmdar bæði yfir sumar- mánuðina og haustmánuðina allt til áramóta. Árangurinn varð sá að ekki þótti ráðlegt að hefja veiðar á öllu þessu tímabili. Þó var gerð aftur undantekning við suðurströndina á litlu svæði og hefir árangur þar verið mjög óveru- legur. Nú er gert ráð fyrir að veiðar muni hefjast í marzmánuði næstkomandi. Herma fregnir að vart hafi orðið við mikið magn af ansjósu meðfram allri ströndinni. Enginn vafi er á því, að ef veiðarnar fara vel af stað, þá mun verð á mjöli lækka. Hve mikil lækkunin verð- ur fer eftir því hve mikið verður veitt og auð- vitað líka eftir því, hve hátt verð Perúmenn setja á mjölið. Sjálfsagt mun reynsla undan- farinna ára hafa kennt Perúmönnum það, að hyggilegra er að veiða minna og ná hærra verði og hlífa þannig fiskstofninum. Hér hefur aðallega verið rætt um Perú sem afgerandi aðila hvað snertir verð á fiskmjöli, en þó líka minnst á sojamjölið. Vitanlega veldur hér lika ákaflega miklu framleiðsla og verðlag á öðrum fóðurvörum, sem keppa við fiskmjölið. Vil ég ekki og tel mig ekki geta spáð neinu um þetta fram í tímann. Þá ber einnig að hafa í huga hækkun á verði olíu og takmörkun á framleiðslu hennar. Verður óef- að um mikla hækkun á framleiðslukostnaði og flutningskostnaði að ræða af þessum sökum. Einnig ber að geta hinna sífelldu breytinga á gengi hinna ýmsu gjaldmiðla í heiminum, en þessar breytingar valda öryggisleysi og hafa áhrif á verðmyndunina. ÞEIR FISKA SEM RÖA MEÐ VEIÐARFÆRIN FRÁ SKAGFJÖRÐ ÆGIR — 25

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.