Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1974, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.1974, Blaðsíða 12
að veruleika, þarf að búa til afkastameiri vélar. Við þá loðnuvinnslu, sem hér hefur verið lýst, kom allmikill úrgangur, sem látinn var í mjölvinnsluverksmiðju. Loðnunni, sem unnin var, var pakkað í 12 og 16 Ibs. blokkir og frystar á plötum. Það er einnig hægt að raða blokkunum í bakka og hraðfrysta þær á plötufrysti eða blásara- frysti. Loðnuveiðar geta orðið hagkvæmar fisk- veiðar fyrir Nýfundnalandsmenn og Kanada- menn, og mjög góð og velþegin viðbót við hina árstíðabundnu starfsemi frystihúsanna. Frystihúsin þyrftu þá að geta fryst fiskinn á hinum hefðbundnu veiðitímabilum og geymt hann hálfunninn, þar til umhægðist og h:num hefðbundnu veiðitímabilum lyki og haldið þá áfram með vinnsluna. Meginatriðið í framleiðslurannsóknum. Þegar áætlunin var gerð um rannsóknir á framleiðslu loðnuafurða, var ákveðið að þær beindust mest að verndun aflans, bæði fyrir og eftir vinnslu. Sú reynsla sem menn höfðu af síldar- og makrílsvinnslu, færði mönnum heim sanninn um, að gæði þeirrar loðnu, sem til verksmiðjanna og vinnslustöðvanna bær- ist, væri mest komin undir meðferð á loðn- unni fyrir vinnsluna. Athugað var hversu lengi aflinn geymdist óskemmdur í kössum með ferskvatnsís, köss- um með kældu saltvatni og í kældu saltvatni, þar sem sýrustigið var lækkað niður í ph= 5,0 með kolsýrlingsgasi. Fylgzt var með breytingum sem urðu við geymsluna bæði þeim sem sýnilegar voru og eins þeim sem mælanlegar voru með efna- greiningum, sem sýndu hlutfall hinna ýmsu feitiefna, og hvemig þau breyttust við geymsl- una. Þær niðurstöðum, sem fengust við bessar athuganir komu á óvart. Öfugt við það sem búast hefði mátt við, eftir því sem áður var vitað um af sams konar rannsóknum á geymslu annarra fisktegunda, þá skemmdist hrygningarloðna af grunnslóðinni hraðast í kældu saltvatni (-f-1 til +1°C) blönduðu kol- sýrlingi (CO1) (4 daga), lítið eitt hægar í kældu saltvatni án kolsýrb'ngs (5 daga) en sú aðferðin, sem virtist halda loðnunni lengst óskemmdri var að ísa hana í kassa, en þá var hún í svipuðu ástandi eftir 9 daga, eins Annwr tvílembinganna með nótina. og 4—5 daga með hinum aðferðunum. Það hafði verið búizt við því, áður en rannsóknir þessar hófust, að bezt yrði að landa loðnunni í tanka með kældu saltvatni, og menn losnuðu bá við það puð, að vera sífellt að ísa og endurísa. En sem sagt, þær rannsóknir sem enn hafa farið fram sýna, að þetta er ekki svo. Með tilliti til aðstæðna við Austur-Ný- fundnaland þar sem veiðitíma er stuttur, ber að huga að þeim möguleika, að frysta loðnuna í blokkir meðan aðalveiðitíminn, sex vikur, stendur yfir, og þíða hana síðan upp og vinna hana, þegar kæmi að dauða tímanum hjá vinnslustöðvunum. Við, þær tilraunir verða athugaðar þær gæðabreytingar sem verða bæði í frystu blokk- unum og 1-punds neytendapökkunum við geymslu frá tveimur og uppí sex mánuði. Til að ljúka þessum rannsóknum verða nokkrar blokkir húðaðar (glasseraðar) með efnum eins og methylsellulósa, alginötum, saltvatni og ferskvatni til að stemma stigu við þróuninni, sem búast má við. Tilraunir til vöruþróunar. Það koma svo sem margar aðferðir til greina við loðnuvinnslu, sumar án fordæmis, aðrar sem aðlögun hefðbundinna aðferða, eða einhver þeirra aðferða sem notaðar eru við vinnslu síldar og makríls. Margar hinna hefðbundnu verkunaraðferða, eins og söltun, reyking og þurrkun voru end-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.