Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1974, Blaðsíða 22

Ægir - 01.02.1974, Blaðsíða 22
NÝ FISKISKIP Snorri Sturluson RE 219 og Ingólfur Arnarson RE 201 Hjá Bæjarútgerð Reykjavík- ur hafa bætzt við tveir nýir skuttogarar með stuttu milli- bili. 17. október s. 1. kom skut- togarinn Snorri Sturluson RE 219 og hinn 24. janúar s. 1. kom Ingólfur Arnarson RE 201. Þessir tveir skuttogarar eru nr. 3 og 4 af sex systurskip- um, sem skipasmíðastöðin Astilleros Luzuriaga S. A. á Spáni byggir fyrir íslendinga. Tveimur fyrri skipunum, Bjarna Benediktssyni RE 210 og Júní GK 345, hefur áður verið lýst í Ægi, 2. tbl. og 11. tbl. 1973 og vísast hér til þess- ara blaða. Skipstjóri á Snorra Sturlu- syni RE er Guðbjörn Jensson og 1. vélstjóri Ólafur Torfa- son. Á Ingólfi Arnarsyni RE er skipstjóri Sigurjón Stefáns- son og 1. vélstjóri Ari Guð- mundsson. Framkvæmdastjór- ar útgerðarinnar eru Marteinn Jónasson og Þorsteinn Arn- alds. Ægir óskar e;gendum og áhöfn til hamingju með þessi glæsilegu skip. Snorri Sturluson RE 219. Sæþór EA 101 í júlí s. 1. afhenti skipa- smíðastöðin Bátalón h.f. í Hafnarfirði nýsmíði sína nr. 420, 45 rúmlesta stálfiskiskip, Sæþór EA 101. Eigandi og skipstjóri skipsins er Snorri Snorrason á Dalvík. Sæþór er byggður eftir sömu teikningu og Borgþór ÞH 231, sem Báta- lón afhenti í febrúar s. 1. og lýst var í 12. tbl. Ægis. Tals- verður munur er í tækjabúnaði skipanna, og verður hér getið um það helsta. Aðalvél skipsins er frá Scan- ia, gerð DSI 14, 314 hö. við 38 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.