Ægir - 01.02.1974, Blaðsíða 21
15.000 gullkrónum, sam-
kvæmt lögum nr. 4 11. apríl
1924.
13. gr.
Hver sá maður, er leiðbein-
ir skipi við ólöglegar botn-
vörpu- eða flotvörpuveiðar í ís-
lenskri fiskveiðilandhelgi, eða
liðsinnir því við slíkar veiðar,
e^a hjálpar hinum brotlegu til
að komast undan hegningu
fyrir þser, skal sæta sektum,
1000—15.000 gullkrónum, sbr.
iög nr. 4 11. apríl 1924. Sömu
hegningu skal hver sá sæta,
sem er í botnvörpuskipi eða á
hát við skipshliðina, þegar það
er að ólöglegum veiðum í land-
helgi, nema hann geti þá gert
grein fyrir dvöl sinni þar, að
líklegt þyki, að hann eigi enga
hlutdeild í hinum ólöglega
veiðiskap þess.
Akvæði þessarar greinar
&hda ekki um þá menn, sem
eru lögskráðir skipverjar á
botnvörpuskipinu.
14. gr.
Skipstjóra, er gerir sig sek-
an um ítrekað brot á lögum
þessum, má, auk sektarhegn-
ingar samkvæmt 11. gr., 12.
gr. 1 mgr. og 13. gr. láta sæta
fangelsi allt að 6 mánuðum.
Auk þess má og endranær,
þegar miklar sakir eru, láta
skipstjóra sæta sömu refsingu
fyrir fýrsta brot á greinum
þessum.
Einnig er heimilt að svipta
skipstjóra skipstjórnarréttind-
um í tiltekinn tíma fyrir ítrek-
uð brot á lögum þessum.
15. gr.
Sektarfé eftir lögum þess-
um, svo og andvirði upptækra
verðmæta, rennur í Landhelg-
issjóð íslands. Um sölu upp-
tæks afla og veiðarfæra skal
jafnan leita samþykkis stjórn-
arráðsins. Aldrei má þó selja
hinum seka upptæk veiðarfæri,
og afla því aðeins, að knýj-
andi nauðsyn sé fyrir hendi.
16. gr.________________________
Um mál þau, sem rísa út af
brotum gegn lögum þessum,
skal fara að hætti opinberra
mála.
17. gr.________________________
Frá gildistöku þessara laga
falla úr gildi lög nr. 62 18.
maí 1967, um bann gegn veið-
um með botnvörpu og flot-
vörpu, ásamt síðari breyting-
um, sbr. lög nr. 21/1969, lög
nr. 50/1971, lög nr. 89/1971 og
lög nr. 101/1972. Þó haldi gildi
sínu lög nr. 89 15. nóvember
1973.
Einnig falla þá úr gildi lög
nr. 40/1960, um takmarkað
leyfi til dragnótaveiða í fisk-
veiðilandhelgi íslands undir
vísindalegu eftirliti.
18. gr.
Sjávarútvegsráðuneytið skal
láta endurskoða lög þessi fyrir
31. desember 1975.
19. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. jan-
úar 1974.
Loðna og loðnuframleiðsla
í Kanada og Nýfundnalandi
Framhald af bls. 30.
Það má einnig baka þetta í ofni við mikinn
hita (230 C) í 10 mínútur eða steikja það á
Ponnu í tæplega sentimeters djúpri fitu og
snúa því við, þegar steikta hliðin er orðin gul-
brún.
Sæt og súr sósa.
1 dós (ca. 240 gr.) tómatsósa
% bolli vatn
% bolli sykur
1 teskeið salt
2 teskeiðar mjölsterkja (maísmjöl, kartöflu-
nijöl).
% teskeið paprika
% teskeið „allrahanda“ krydd
% bolli hvítt vínedik.
Blandið saman tómatssósunni, edikinu og
vatninu, sykrinum og saltinu. Látið koma upp
suðuna. Hrærið sterkjuna útí hálfum bolla
af vatni. Hellið þessu í sósuna. Eldið og hrær-
ið þar til þetta er vel blandað saman. Búið
til eins og 2 bolla í einu. Þessi sósa bragðast
mjög vel með brauðloðnunni.
Þeir sem vilja vita meira um loðnu, loðnu-
framleiðslu og loðnurétti snúi sér til: 1973
Newfoundland Capelin Development Program,
Industrial Development Branch, Fisheries &
Marine Service, Environment Canada, P. O.
Box 5667, St. John’s Newfoundland. Attention:
M. Barnes, Chief. Ásg. Jak. þýddi.
Æ GIR — 37