Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1974, Blaðsíða 5

Ægir - 01.02.1974, Blaðsíða 5
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 6 7. ÁRG. 2. TBL. 1. FEBR. 1974 Sjávarútvegurinn 1973 Nokhrir forustutnenn í sjávarútvegi og fiskiðn- aði gefa í þcssu og ntestu blöðuni stutt gfirlit gfir árið sent leið og rteða ástand og horfur FNISYFIRLIT: Sjávarútvegurinn 1973, greinaflokkur: Valdimar Iivdriðason: Togaraútg’erðin 1973 21 Jónas Jónsson: Fiskmjölsframleiðslan 1973 24 • Nokkur atriði um loðnu og loðnuframleiðslu í Kanada og Nýfundna- landi 26 • Lög og reglugerðir: Lög um veiðar með botn- vörpu, flotvörpu og drag- nót í fiskveiðilandhelg inni 31 • Ný fiskiskip: Sæþór EA 101 38 Snorri Sturluson RE 219 Ingólfur Amarson RE 201 38 • Fiskverð: Verð á bolfiski 39 • Forsíðumyndin er af Ingólfi Arnarsyni RE 201 ÚTGEFANDI: fiskifélag íslands höfn. ingólfsstræti SÍMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELÍSSON (ábm.) JÖNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GÍSLI ÓLAFSSON PRENTUN: ÍSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 600. u» ÁRGANGURINN KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA. Valdimar Indriðason: Togaraútgerðin 1973 Árið 1973 var mikið tíma- mótaár í togaraútgerðinni. Á árinu komu til landsins margir nýir skuttogarar auk nokk- urra stærri og minni skuttog- ara, sem keyptir höfðu verið nýlegir til landsins árið 1972. Samtímis þessu hefir orðið til tvískipting togaraflotans í stærri og minni togara, eink- um skuttogara. Þessi tvískipt- ing verður um 500 brúttórúm- lesta mörkin. Á hún rætur sín- ar að rekja aðallega til þess, að ólíkir kjarasamningar gilda á minni og stærri togur- um. F. í. B. gerir samninga fyrir stærri togarana og ein- stök útvegsmannafélög í L. í. Ú., eða þau ásamt samband- inu, gera samninga fyrir hina minni. Frumorsök þeirra verð- ur að telja þá, að vökulögin gilda á hinum stærri togurum, en ekki á hinum minni. Þetta leiðir svo aftur til þess, að eig- endur hinna minni togara eru í hinum einstöku útvegs- mannafélögum, eftir staðsetn- ingu þeirra, en eigendur hinna stærri eru allir í F. í. B., sem er landsfélag. Þetta hefir svo enn orðið til þess, að mjög ólíkir kjarasamningar gilda á þessum tveimur stærðarflokk- um togara, eins og fyrr segir. Um það má deila, hvort þessi félagslega aðgreining togara- eigenda eigi rétt á sér og þá einnig hinir ólíku kjarasamn- ingar, sem nú gilda. Þetta eru atriði, sem áreiðanlega á eftir að skoða betur, og reynsla sem fæst á næstunni mun skera úr um hver framvinda verður.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.