Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.03.1974, Qupperneq 5

Ægir - 15.03.1974, Qupperneq 5
EFNISYFIRLIT: Sjávarútvegurinn 1973, greinaflokkur: Tómas Þorvaldsson: Saltfiskframleiðslan 1973 81 Gunnar Guðjónsson: Hraðfrystiiðnaðurinn 1973 83 • Fiskaflinn í júlí 1973 og 1972 86 • Utfluttar sjávarafurðir í janúar 1974 og 1973 88 • Arne Norset: Norsku lögin um ráðgefandi þjónustu við sjávarútveginn 88 Útgerð og aflabrögð 94 Ný fiskiskip: Björgvin EA 311 97 Krossvík AK 300 97 • Á tækjamarlcaðnum: Teledyne Loran C 100 • Erlendar fréttir: Botnlínur bergmáls- dýptarmæla 93 ÚTGEFANDl: FISKIFÉLAG ISLANDS HÖFN, INGÓLFSSTRÆTI SÍMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELlSSON (ábm.) JÓNASBLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GlSLI ÓLAFSSON PRENTUN: fSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 750 KR ÁRGANGURINN KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 67.ÁRG. 5.TBL. 15. MARZ 1974 Sjávarútvegurinn 1973 1Xokkrir forustumenn í sjávarútvegi og fiskiðn- aði gefa í þessu og nœstu blöðutn stutt yfirlit yfir árið sem leið og rœða ástand og horfur Tómas Þorvaldsson: Saltfiskfram> leiðslan 1973 Árið 1973 voru teknar til söltunar 104.800 lestir af þorskfiski upp úr sjó. Er það aðeins minna en árið áður, en þá voru saltaðar 108.600 lest- ir af þorskfiski. Framleiðsla blautverkaðs saltfisks nam um 37.000 lest- um á árinu (37.700 lestir 1972). Af þessum fiski voru teknar til þurrkunar um 6.000 lestir, sem verða rúmlega 4.000 lestir af þurrkuðum fiski. Tvö ár þar á undan, 1971 og 1972, hafði verið þurrkað um þriðjungi meira magn. Ástæðuna fyrir samdrætti í þurrkuninni er að finna í þeirri staðreynd, að verðlag á þurrfiski af 1972 framleiðslu hafði sáralítið hækkað frá meðalverði á 1971 framleiðsl- unni, á meðan blautfiskverð hafði hækkað verulega. Þurri fiskurinn fór ekki að hækka í verði, svo að um munaði, fyrr en langt var liðið á vetrarver- tíð 1973 og voru menn því lengi framan af ragir við að setja fisk til hliðar til verk- unar. Útflutningur 1973: Blautfiskútflutningur skipt ist á árinu eftir markaðslönd um sem hér segir: Bandciríkin Danmörk England Grikkland Ítalía Portúgal Spánn Svíþjóð 15.000 kg. 43.000 — 231.000 — 1.900.000 — 5.123.000 — 13.825.000 — 7.462.000 — 35.000 — 28.634.000 kg.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.