Ægir - 15.03.1974, Qupperneq 9
útflutningi frystra sjávarafurða miðið við
verðmæti. Var 76,3% árið áður.
Útflutningur þessara afurða var 63.799
lestir að verðmæti 7014 millj. kr. Helztu
markaðslönd voru:
Hlutdeild %
miðað við
Lestir Ml. kr. verðmæti
Bandaríkin 51.161 6.137,2 87,5
Sovétríkin 7.516 461,5 ■6,6
Bretland 1.529 176,8 2,5
V.-Þýzkaland 1.982 138,1 2,0
Hlutdeild Bandaríkjamanna sem kaupenda
frystra fiskflaka og blokka, sem og annarra
frystra sjávarafurða, nema loðnu, er yfir-
gnæfandi. Er nú svo komið, að tæplega 90%
af þýðingarmestu afurðaflokkum fer inn á
þennan eina markað. Síðustu árin hefur banda-
ríski markaðurinn ótvírætt skilað beztu verði
fyrir verðmætustu afurðategundimar.
Olíukreppan og ókyrrðin í heimsviðskipt-
unum með hrávörur o. fl. síðla hluta ársins
1973 og ennfremur breytt viðhorf í verðstöðv-
tmarmálum í Bandaríkjunum hefur haft í för
með sér sölutregðu á frystum sjávarafurðum.
Birgðir hafa hlaðizt þar upp hjá helztu inn-
flytjendum og er enn ekki séð fyrir afleiðing-
ar þess.
Óttast er, að verðlækkanir séu framundan
°g einnig að stóraukið framboð Suður-Kóreu
°g Japans á Alaskaufsa muni ýta undir þá
þróun.
S.H. og SÍS reka sem fyrr tvær fiskiðnaðar-
verksmiðjur í austurfylkjum Bandaríkjanna.
Áætla má, að heildarvelta þeirra 1973 hafi
verið um $100 millj. og hafði þvi aukizt um
14% frá árinu áður.
Afkoma Coldwater Seafood Corp. (SH) var
góð, en Iceland Products Ltd. (SÍS) átti við
ákveðna erfiðleika að stríða. Coldwater ann-
ast auk þess sölur á hraðfrystum sjávaraf-
urðum í Norður-Ameríku fyrir Föroya Fiska-
sölan í Færeyjum, Findus A/S í Danmörku
°g Nordafar í Grænlandi. Samstarfið við
þessa aðila hefur gengið vel. Á árinu tók Cold-
Water í notkun nýja viðbyggingu og stækkaði
úæði vinnslusalur og frystigeymslur við það
um helming. Samanlagður gólfflötur verk-
smiðjunnar er nú um 18000 m2.
Iceland Products Ltd., hafði stækkað verk-
smiðju sína árið 1972, og við þá stækkun m. a.
stóraukið frystigeymslurýmið.
Báðar eru verksmiðjurnar hinar nýtízku-
legustu og vel útbúnar nýjustu og beztu
tækjum, sem völ er á.
Útflutningur frystra fiskflaka og blokka til
Bandaríkjanna hefur verið sem hér segir s.l.
5 ár.
Ár Lestir
1969 47.006
1970 57.226
1971 49.445
1972 45.530
1973 51.161
Árið 1973 var merkilegt ár í sögu hraðfrysti-
iðnaðarins á íslandi fyrir það, að segja má að
á því ári hafi sú þróun verið staðfest, er hófst
upp úr 1970 með frystingu og sölu loðnu til
Japans. Árið 1973 voru flutt út 17.144 lestir
að verðmæti kr. 603,5 millj. til Japans. Var það
fjórfalt meira magn en árið áður og verðmæt-
ið rúmlega sjöfalt meira. Mikil áherzla var
lögð á að frysta sem mest af hrygnu, en með
tilliti til þess, að þarna var raunverulega um
fyrstu loðnuvertíðina að ræða, sem gaf hrað-
frystihúsunum verulegt svigrúm til mikillar
frystingar, var framleitt mikið magn í lægri
verðflokkum.
Frystingin tókst yfirleitt vel og líkaði ís-
lenzka loðnan vel á japanska markaðnum.
Af beggja hálfu, íslendinga og Japana, var
því mikill áhugi fyrir að auka frystingu og
sölu loðnu í Japan. Skipzt var á sendinefnd-
um á árinu og mikil vinna lögð í að tryggja
mun meira magn til sölu á árinu 1974. Leiddi
þetta m. a. til þess, að S. H. og japanska fyrir-
tækið Tokyo Maruichi Shoji (TMS) stofnuðu
sameiginlegt fyrirtæki í Japan, sem skyldi
annast sölu- og markaðsmál. Bundu menn
miklar vonir við loðnuvertíðina 1974. Þegar
þetta er ritað (í marz 1974) eru því miður
allar horfur á, að loðnuvertíðinni sé lokið í
ár. Það sem af er hefur tekizt að frysta upp í
rúmlega helming þess magns, sem áætlað hafði
verið að selja til Japans, eða aðeins 15.000
lestir í stað um 30.000 lestum. Hins vegar er
framleiðslan svo til öll í verðmætari flokk-
unum.
Æ GIR — 85