Ægir - 15.03.1974, Page 14
Ef það tekst að samhæfa og samvirkja þró-
unina í rannsóknum, fræðslumálum og ráð-
gefandi þjónustu í heildarfiskimálastjórn-
inni, þá hefði það ekki aðeins raunhæft nota-
gildi, heldur gæti stuðlað að langtímastefnu-
mótun í norskum sjávarútvegi og fiskiðn-
aði. Að mestu leyti byggist árangurinn á því,
hvernig til tekst með skipulagningu ráðgef-
andi þjónustunnar og árangri einstakra liða
hennar.
Höfundurinn ræðir nú stuttlega orsak-
irnar til þess, að menn vilja efla ráðgefandi
þjónustu, rannsóknir og fræðslu, og eru þær
flestar þær sömu og hérlendis. Norðmenn
hafa vanrækt þetta allt, segir hann, en á þvi
hljóti að verða bót, þar sem yfirvöldin séu
þeirrar skoðunar, að fiskveiðar og fiskiðnaður
sé landinu og þjóðinni nauðsynlegir atvinnu-
vegir bæði til að viðhalda byggð á afskekkt-
um stöðum á ströndinni, veita því fólki at-
vinnu sem er þjálfað eingöngu til þessarar
vinnu og vegna matvælaskorts í heiminum.
Sjávarútvegur og fiskveiðar eru erfiðar at-
vinnugreinar og því nauðsynlegt, að meðal-
tekjur séu háar, ef þessar atvinnugreinar eiga
að standast samkeppni um vinnuafl og orku
og annað það, sem útvegurinn og og fiskiðn-
aðurinn þarf til sín í vörum og þjónustu. Síð-
an heldur höfundur áfram.
Uppbygging ráðgefandi þjónustunnar.
Það er ekki auðvelt verk að byggja upp
þjónustu við sjávarútveginn og fiskiðnaðinn,
sem geti verið ráðgefandi um stefnuna og
leiðbeinandi um einstakar framkvæmdir. Þessu
veldur allmikil sérstaða fiskveiðanna og
fiskiðnaðarins og má nefna um hana nokkur
raunhæf dæmi. Tækniþróun undanfarinna ára
hefur verið svo mikil að hún hefur haft í för
með sér mikla nauðsyn á margvíslegum um-
breytingum í öllum rekstri. Vandamálin við
slíkar breytingar hafa aukizt mikið nú síð-
ustu árin. Árangurinn bæði í fiskveiðunum og
fiskiðnaðinum er svo oft undir því kominn, að
það takist greiðlega að breyta til. Þessi marg-
víslega tækniþróun og þær breytingar, sem
henni fylgja krefjast sífellt meiri faglegrar
þekkingar og þjálfunar bæði að því er lýtur
Æ GIR — 9Q
að hinum almenna vinnukrafti og stjórn fyrir-
tækjanna. Rekstrarformin og vinnutilhögunin
verða flóknari og flóknari bæði til sjós og
lands og jafnframt fjármagnsfrekari. Sam-
keppni eykst bæði innan lands og á alþjóða-
vettvangi. Eitt einkenni við fiskveiðar okkar
og fiskiðnað er að hvorttveggja þarf að mið-
ast við útflutning — bæði framleiðsla og sölu-
kerfi. Allar breytingar á alþjóðlegum mörk-
uðum fiskafurða hafa áhrif á þessar atvinnu-
greinar.
Fyrirtækin bæði í útgerðinni og fiskiðnað-
inum eru tiltölulega lítil. Fiskimennirnir og
þar af leiðandi fiskiðjuverin eru dreifð á marga
smástaði. Á þessum stöðum er svo tíðum
skortur á fagfólki og stjórnendum og einnig
fjármagni og því allt verra viðureignar en hjá
þeim atvinnugreinum, sem reknar eru í meira
þéttbýli. Einmitt þessi staðreynd eykur þörf-
ina á ráðgefandi heildarþjónustu, sem sniðin
sé eftir staðbundnum þörfum.
Ráðgefandi þjónusta í fiskveiðum og fisk-
iðnaði mætti á margan hátt sníða eftir sams-
konar þjónustu við landbúnaðinn, og þörfin er
ekki síðri. Samt var ekki byrjað á að
byggja upp slíka þjónustu við útveginn fyrr
en 120 árum eftir að hún hófst í landbúnaðin-
um.
Sögulegt yfirlit.
Ráðgefandi þjónusta við útveginn og fisk-
vinnsluna var hafin 1886 með því að ráðnir
voru nokkrir eftirlitsmenn með fiskveiðum á
strandlengjunni frá Finnmörk til Austurfold-
ar. Þessi eftirlitssvæði voru þá sex í byrjun.
Sérstök heildarfiskimálastjórn var sett á
laggimar um aldamótin 1900 og 1946 var svo
norska fiskimálaráðuneytið stofnað. Þessar
opinberu stofnanir hafa síðan smámsaman
fært út verksvið sitt í margskonar stjórnun
og einnig faglega og reynt að mæta með aukn-
um starfskröftum sívaxandi þörf. En þó að
hinar opinberu stofnanir hafi færzt í aukana,
þá hefur mönnum hin síðari ár þótt á það
skorta, að þær gætu annað því að veita alla
þá þjónustu, sem þessar atvinnugreinar þyrftu
með vegna þess, sem áður er sagt um hinar
stórstígu tækniframfarir og breytingar í at-
vinnugreinunum samfara auknum marg-
breytileika þeirra.