Ægir - 15.03.1974, Side 16
Skipan fiskimálastjórnar fylkjanna.
Samkvæmt lögunum á að velja 5 manna
fiskimálaráð í þeim fylkjum, þar sem valdar
hafa verið fiskimálanefndir í einstökum sveit-
arfélögum. Formaður og 2 meðlimir fiskimála-
stjórnar fylkjanna eiga að veljast af fylkis-
þingum en 2 meðlimir ráðsins af Norges
Fiskarlag, t. d. deildum Norges Fiskarlag í
hinum einstöku fylkjum. Kjörtími fiskimála-
ráðanna í fylkjunum er hinn sami og fylkis-
þinganna.
Ætlast er til og reyndar verður svo að vera,
að þeir, sem valdir eru í fiskimálaráð fylkj-
anna búi yfir grundvallarþekkingu á sjávar-
útvegi og fiskiðnaði. Fiskimálastjórnir fylkj-
anna eiga svo að vera hinum almennu fylkis-
stjórnum til ráðuneytis í fiskveiðum og fisk-
iðnaði í fylkjunum og einnig til ráðuneytis
löggjafanum við samningu laga, sem fjalla um
sjávarútveg og fiskiðnað.
Afturámóti er gert ráð fyrir því í lögunum,
að fiskimálastjórar fylkjanna séu ríkisstarfs-
menn og heyri embætti þeirra undir sjávarút-
vegsráðuneytið.
Fiskimálastjórn fylkjanna ræður afturámóti
einstaka ráðunauta eftir tillögum fiskimála-
nefndanna í sveitarfélögunum en fiskimála-
ráðuneytið þarf að staðfesta þá ráðningu.
Ráðunautarnir heyra síðan undir fiskimála-
stjóra fylkisins.
Ætlunin er að deila kostnaðinum við þessa
stjórn alla saman þannig niður, að sveitarfé-
lögin beri 25% kostnaðarins, fylkið 25% og
ríkið 50%, nema hvað laun fiskimálastjóranna
í fylkjunum greiðast algerlega af ríkinu.
Fiskimálastjórn sveitarfélaganna.
Sveitarstjórnirnar velja fiskimálanefndir og
eiga þær að vera skipaðar 5—7 mönnum og
jafnmörgum varamönnum. Af hinum 449
sveitarfélögum landsins hafa 280 valið sér
fiskimálanefndir. Á árunum 1972 og 1973 var
gert ráð fyrir að ráða 30 ráðunauta sveitar-
félaga. 13 þeirra áttu að vera ráðunautar í
einstökum héruðum, en 17 hafa fleiri en eitt
hérað að umdæmi. Alls átti þjónusta þessara
ráðunauta að ná til 72ja héraða.
Æ GIR — 92
Enn hafa þó ekki fengizt hæfir menn í
nema 19 af þeim 30 stöðum, sem veita átti.
Fiskimálastjórnir fylkjanna ætluðu að ráða
menn í 18 stöður og fiskimálaráðuneytið hafði
samþykkt 17 þeirra, en það hafa ekki enn
tekið til starfa nema 11 menn í þessum stöð-
um fiskimálastjómanna.
Það var svo ráð fyrir gert í upphafi, að
við árslok 1975 væri búið að ráða 50 héraðs-
ráðunauta en talið er að þörf sé fyrir 100.
Af þessari reynslu, sem þegar er fengin,
þá liggur það ljóst fyrir, að það verður erfitt
að fá hæfa menn í þær stöður, sem ætlun er að
veita. Til þess liggja tvær meginorsakir, og er
önnur þeirra sú, að það er mjög lítið um
menn, sem hafa næga menntun, þekkingu og
reynslu til að taka þessi störf að sér. Sam-
fara þessu vandamáli er svo það, að það liggur
alls ekki glöggt fyrir, hverrar menntunar á að
krefjast af umsækjendunum. Önnur meginor-
sökin til skortsins er svo sú, að launakjörin
eru ekki betri en það, að góðir menn og vel-
menntaðir til starfsins, leita ekki í þessar
stöður.
Hvernig verður bezt a-ð samhæfa
miðstjórn og liéraðs- og fylkisstjórn
ráðgefandi þjónustunnar?
Ráðgefandi þjónustan verður náttúrlega að-
eins einn liður af heildarfiskimálastjórn
landsins. Það er ekki raunhæft að reikna með
að ráðgefandi þjónustan í héruðunum eða
fylkjunum geti veitt alla sérfræðilega þjón-
ustu við útveginn og fiskiðnaðinn. Þar verða
að koma til þeir kraftar, sem heildarfiskimála-
stjórnin hefur í þjónustu sinni.
Ný þekking, sem menn öðlast eftir langar og
dýrar rannsóknir þarf því að færast frá mið-
stjórninni út í atvinnuveginn gegnum héraðs-
og fylkisþjónustuna. Og þetta verður að vera
tveggja rása kerfi og upplýsingamar ekki
síður að streyma frá héraðs- og fylkisstjórn-
unum til miðstjórnarinnar.
Þetta er nauðsynlegt til þess, að miðstjórn-
in geti beint rannsóknum sínum að þeim verk-
efnum, sem brýnust eru fyrir atvinnuveginn í
raun og jafnframt að leiðrétta miðstjórnina ef
starfsemi hennar beinist ekki inná nægilega
raunhæfar brautir. Þannig ætti að nást tví-