Ægir

Årgang

Ægir - 15.03.1974, Side 21

Ægir - 15.03.1974, Side 21
NÝ FISKISKIP Hér fer á eftir lýsing af tveimur skuttogurum, smíðuðum í Nor- e9i, sem nýlega hafa bætzt við skuttogaraflotann. Annar þeirra, Krossvík AK, var keyptur árs- gamall frá Noregi, en hinn, Björgvin EA, er sá 5. í röðinni af G skuttogurum, sem samið var um smíði á hjá Flekkefjord Slipp 0g Maskinfabrikk Noregi. SRgir óskar eigendum til liam- nigju með skipin og áhöfn og fleyjum farsældar. Björgvin EA 311 19. janúar s.l. kom skuttog- arinn Björgvin EA 311 til heimahafnar sinnar, Dalvíkur. Skipið er nr. 5 af 6 skuttogur- um, sem Flekkefjord Slipp og Maskinfabrikk í Noregi smíð- ar fyrir íslendinga, og er ný- smíði stöðvarinnar nr. 114. Þeir skuttogarar, sem stöðin hefur afhent áður, auk Björgv- ms EA, eru Júlíus Geir- mundsson ÍS, Guðbjartur ÍS, Bessi ÍS og Framnes I ÍS, og voru þeir afhentir í ofan- greindri röð. Eigandi Björgv- ms EA er Útgerðarfélag Dal- víkinga h.f. _ í 8. tbl. Ægis 1973 birtist lýsing af skuttogaranum Guð- hjarti ÍS 16, sem er systur- skip Björgvins EA og á sú lýs- mg við þetta skip einnig, þó með nokkrum undantekning- um. í þeirri lýsingu var sú villa, að gangar til hliðar við þiifarshús, undir hvalbak, eru sagðir opnir að aftan, en þess- ir gangar eru lokaðir á báðum þessum skipum. í göngum þessum liggja bobbingarenn- Urnar. Hjálparvélar í Björgvin EA eru tvær frá Volvo Penta, gerð TMD-120A, 223 hö. við 1500 sn./mín. Við hvora vél er Stamford rafall, 190 KVA (152 KW), 3x220 V, 50 Hz. í fyrstu fjórum „Flekkefjord“- skuttogurunum eru G. M. hjálparvélar með minni raföl- um eða 160 KVA (128 KW). Ástæðan fyrir stærri rafölum eru m. a. rafmagnsupphitun, sem er í þessu skipi, en í þeim fyrri var upphitun frá olíu- kyntri miðstöð. Breytingar hafa verið gerð- ar á grandaraspilum, þ. e. tromlur stækkaðar, settur stærri losunarkrani (3y2 t.) og einnig hefur verið bætt við 2 t. Kapstan á hvalbaksþilfari. Allar þessar breytingar komu fyrst fram á Framnesi I ÍS, sem var sá 4. af „Flekke- fjord“-skuttogurunum. Fyrirkomulag í lest er með öðrum hætti en í fjórum fyrstu skuttogurunum í þessari rað- smíði, en í þeim var öll fiski- lestin útbúin fyrir fiskkassa, en í Björgvin EA er fremri helmingur með uppstillingu fyrir stíufisk, en í aftari helm- ingnum eru fiskkassar. Isframleiðsluvél, ísklefi og ísdreifikerfi (í lest) er frá Finsam eins og í þeim fyrri, en ísvél er afkastameiri í Björg- vin EA, vélin afkastar um 10 t. á sólarhring og er af gerð- inni FIP-10 IM 22S. ísklefi hef- ur og verið stækkaður. I vistarverum áhafnar hef- ur verið gerð sú breyting að handlaugar eru í öllum svefn- klefum á neðra þilfari, sem ekki var í þeim fyrri. Tækjabúnaður í brú er að nokkru leyti frábrugðinn tækj- um þeim, sem eru í Guðbjarti ÍS, en hér verða talin upp helztu tæki. Ratsjár: Tvær Decca RM 926, 60 sml. Miðunarstöð: Taiyo TD- A130 Loran: Furuno LT2. Gyroáttaviti: Sirius. Sjálfstýring: Decca, gerð 450 G. Rafmagnslogg: Bergen Nautik FDU-2. Dýptarmælir: Simrad EK 50. Dýptarmælir: Simrad EK 38. Fisksjá: Simrad CB 3. Asdik: Simrad SK 3. Netsjá: Simrad FB 2 með EX sjálfrita og FI „trálvakt". Talstöð: Sailor T 122/R105, 400 W, S. S. B. Örbylgjustöð: Simrad VHFon, PC 3, 25 W. Skipstjóri á Björgvin EA er Sigurður Haraldsson og 1. vélstjóri Hilmir Sigurðsson. Framkvæmdastjóri útgerðar- innar er Björgvin Jónsson. Forsíðumyndin er af Björg- vin EA 311. Krossvík AK 300 15 nóvember s.l. kom skut- togarinn Krossvík AK 300 til heimahafnar sinnar, Akra- ness, og er þetta fyrsti skut- togari Akurnesinga. Skuttog- arinn er eign Krossvíkur h.f. Akranesi. Skipið, sem áður hét Myre- buen, var keypt frá Noregi og er smíðað hjá Sterkoder Mek. Æ GIR — 97

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.