Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.03.1974, Qupperneq 22

Ægir - 15.03.1974, Qupperneq 22
Systurskip Iírossvíkur, M.s. Gargia. Verksted A/S Kristiansand árið 1972 og er nýbygging nr. 30 hjá stöðinni. Almenn lýsing. Skipið er byggt skv. reglum Det Norske Veritas og flokk- að + 1A1, Stern Trawler, ICE C, +MV. Skipið er skuttogari með tveimur þilförum milli stafna og skutrennu uppi á efra þilfar. Undir neðra þilfar er skip- inu skipt með 4 vatnsþéttum þverskipsþiljum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafn- hylki fyrir sjóballest; íbúðir, en undir þeim eru botngeymar fyrir ferskvatn eða sjóballest; fiskilest, en undir lest eru botngeymar, fremst fyrir ferskvatn eða sjóballest en aftantil eru brennsluolíu- geymar; vélarúm og skut- geymir aftast fyrir sjóballest. Keðjukassar ganga niður í stafnhylki en fremst í vélar- rúmi eru Ullstein and-velti- geymar (anti-rolling tanks). Fremst á neðra þilfari eru geymsla og keðjukassar, en þar fyrir aftan íbúðir. Aftan við íbúðir er vinnuþilfar, fisk- móttaka og stýrisvélarrúm. Til hliðar við fiskmóttöku og stýrisvélarrúm, úti við síður, eru stigahús, verkstæði og geymslur. Fremst á efra þilfari er lok- aður hvalbakur. Bobbinga- rennurnar ganga í gegnum hvalbaksþil og ná alveg fram undir stefni, og er grandara- vinda staðsett fremst í hval- bak. Úti við síður til hliðar við bobbingarennur eru tröppu- hús, geymslur, ísvélarrúm, vifturúm o. fl. Hvalbakur er notaður sem geymsla. Aftan við hvalbak er togþilfarið. Aftast á hvalbaksþilfari er brú (stýrishús) skipsins og er rúmlega meters lyfting frá hvalbaksþilfari að brúargólfi. Vélabúnaður. Aðalvél skipsins er Wich- mann, gerð 6 AX, 1500 hö. við 375 sn/mín., sem tengist gegn- um kúplingu við Wichmann skiptiskrúfubúnað. Skrúfa skipsins er 3ja blaða úr ryð- fríu stáli. Utan um skrúfu er skrúfuhringur. Framan á aðalvél er deiligír af gerðinni Hytek FGC 1250, V6 69 HC, sem við tengjast 4 lágþrýstar dælur fyrir vindur. Hjálparvélar eru tvær Volvo Penta, gerð TMD 100 AK, 180 hö. við 1500 sn/mín. Hvor vél knýr Stamford MC 45 rafal, 125 KVA, 3x230 V, 50 rið. Við aðra hjálparvélina er varadæla fyrir vindur skips- ins. Dieselolíukerfið er með De Laval skilvindu. Ræsiloftkerf- ið fær loft frá tveimur raf- drifnum loftþjöppum af gerð- inni Ingersoll Rand. Fyrir vélarúm og loftnotkun véla eru tveir rafdrifnir blásarar. Rúmlestatala ................... 296 brl. Mesta lengd ................... 46.68 m. Lengd milli lóðlína ........... 40.20 m. Breidd ........................ 9.00 m. Dýpt að efra þilfari............. 6.43 m. Dýpt að neðra þilfari ........... 4.28 m. Djúprista (til KVL) ............. 4.00 m. Særými (til KVL) ............. ca. 750 t. Lestarrými ....................... 300 m3 Brennsluolíugeymar ................ 62 m3 Ferskvatnsgeymar .................. 37 m3 Skiptigeymar Fv./Sjór ............. 76 m3 Ganghraði ....................... 12.8 sml. Æ GI R — 98

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.