Ægir - 15.03.1974, Page 24
Rafeindatæki.
Helztu tæki í stýrishúsi eru:
Ratsjár: 2 stk. Decca,
RM 916 og RM 914.
Miðunarstöð: Taiyo TD-A
130.
Loran: Teledyne TDL-601,
sjálfvirkur Loran C.
Gyroáttaviti: Anschútz,
gerð Standard IV.
Sjálfstýring: Anschútz.
Vegmælir: Bergen Nautik
log.
Dýptarmælir: Simrad
EH 2E.
Dýptarmælir: Simrad EK
50 A.
Fisksjá: Elac LAZ 61.
Netsjá: Simrad FB2 kapal-
mælir, með Simrad EX
sjálfrita.
Talstöð: Simrad PB4/RW2,
100 W, D. S. B.
Örbylgjustöð: 2 stk. Nera.
Skipstjóri á Krossavík AK
er Guðmundur Sveinsson og 1.
vélstjóri Ármann Sigurðsson.
Framkvæmdastjóri útgerðar-
innar er Kristján Kristjáns-
son.
Því miður var ekki hægt að
fá mynd af Krossvík AK, en
til að bæta úr því birtist hér
mynd af systurskipi Krossvík-
ur, m/s. Gargia, smíðanúmer
17 hjá Sterkoder Mek. Verk-
sted.
Á TÆKJAMARKAÐIMUM
Teledyne Loran C
Frá fyrirtækinu Teledyne
Systems Co. í Bandaríkjunum
er kominn á markaðinn sjálf-
virkur Loran C móttakari og
nefnist hann (type) TDL-601.
Loran-móttakari af þessari
gerð var fyrir skömmu settur
í skuttogarann Krossvík AK
300, sá fyrsti af þessari gerð,
sem fer í íslenzkt fiskiskip.
Einnig hefur Teledyne TDL-
601 loraninn verið í notkun
og prófun í skipum Landhelg-
isgæzlunnar.
Stærð móttakarans er:
breidd 432 mm, hæð 155 mm
og dýpt 432 mm; tækið vegur
12,3 kg. Tækið er gert fyrir
110 og 220 V riðstraum
(standardtæki). Með tækinu
fylgir 2ja m stangarloftnet.
Orkuþörf móttakarans er um
150 W.
Langdrægni Loran C stöðv-
anna er um 1000—1500 sjó-
mílur undir venjulegum kring-
umstæðum og tíðnin fyrir
Loran C er 100 K Hz. Skv.
upplýsingum framleiðanda er
staðsetningarnákvæmni mót-
takarans við fjarlægðarsvið
allt að 500 sjómílum um 15—
60 m, en um 150 m við 1000
sml. fjarlægð.
Á meðfylgjandi mynd er
þessi nýi Loran C móttakari
sýndur. Á myndskermi efst
fyrir miðju koma fram tölu-
raðir á víxl, sem gefa tvær
ákveðnar línur á Loran C korti
með einum sameiginlegum
skurðpunkti, sem er staðsetn-
ing skipsins. Með breyttri
stöðu skips koma fram nýjar
tölur á myndfleti, og gerist
það algjörlega sjálfvirkt. Bak
við lok á framhlið móttakar-
ans eru ýmsir takkar og
snerlar, sem notaðir eru m. a.
við að leita að Loran-sendi-
stöðvunum, þ. e. einni aðalstöð
(master) og tveimur þjón-
ustustöðvum (slaves). Þessi
leit er framkvæmd eftir að
kveikt hefur verið á tækinu, en
þegar allar stöðvarnar eru
komnar inn vinnur hann sjálf-
virkt á þann hátt, sem hér að
framan greinir.
Þess má geta að tveir hlið-
stæðir sjálfvirkir Loran C
móttakarar (Simrad SL og At-
las C 9012) voru kynntir í
Ægi 1973 (6. og 13. tbl.). í 6.
tbl. var einnig komið inn á þær
Loran C sendistöðvar, sem
þekja hafsvæðið umhverfis ís-
land og verður það ekki endur-
tekið hér.
Umboð fyrir Teledyne hér á
landi hefur Skiparadio h.f.,
Reykjavík. Skv. upplýsingum
frá umboðinu er verð tækisins
með öllu tilheyrandi um 45.000
n. kr. C.i.f., Reykjavík. Tækið
er afgreitt frá A/S Kongs-
berg Vapenfabrikk, sem hef-
ur aðalumboð fyrir Norður-
löndin. Miðað við gengisskrán-
ingu í byrjun marz er verðið
um 675.000 ísl. kr.
ÆGIR — 100