Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1974, Page 8

Ægir - 01.08.1974, Page 8
áœ.i Hliðarmynd. 2b. Langsnið. Mynd 2. Tilraunageymirinn í Boulogne. raunageymir þessi er gegnum- streymisgeymir, þ. e. vatninu er dælt um geyminn, en veið- arfærið er í kyrrstöðu. Á mynd 2 er teikning af þessum geymi. Geymirinn, sem byggður er úr stáli, er um 21,0 m á lengd, 2,0 m á breidd og hæðin um 2,7 m. Geymir- inn er tvískiptur eins og sjá má á mynd 2 a og 2 b. í neðri hluta geymisins, vinstra meg- in, eru tvær skrúfur sem sjá um vatnshringrásina. Skrúfur þessar, sem vinna í lokuðum göngum, „dæla“ vatninu upp í efri hluta geymisins (vinstra megin) en þar er vatns- straumnum jafnað út með plötuelementum til að fá jafnt hraðasvið í aðalhluta (til- raunahluta) geymisins. Frá efri hluta geymisins (hægra megin) streymir vatnið svo eftir neðri hlutanum og að soghlið skrúfanna. Mynd 2 b sýnir lóðrétta langskurðarmynd í gegnum geyminn. Eins og sjá má á myndinni er veiðarfæralíkan- ið staðsett fyrir miðju í efri hluta geymisins. Á botni þessa hluta geymisins er 6 m langt færiband, en efri hluti bands- ins hreyfist í sömu stefnu og vatnsstraumurinn til að líkja eftir hafsbotninum. Skrúfur þær sem sjá um hringrás á vatninu eru 4ra blaða og um 950 mm í þver- mál. Þær eru knúnar einum 35 ha. jafnstraumsmótor (570 sn/mín) í gegnum niður- færslugír (3:1) og keðjudrif- Færiband er knúið af sérstök- um mótor. Eins og sjá má á mynd 2 a og 2 c er pallur (yfirbyggður) við miðhluta geymisins, þar sem veiðarfæralíkan er stað- sett. í gegnum glugga á hlið geymisins er fylgst með líkan- inu, en tilraunahluti geymis- ins er lýstur upp. Stjórnun geymisins fer fram frá palli þessum, bæði gangsetning á skrúfumótor og mótor fyrir 204 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.