Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1974, Síða 10

Ægir - 01.10.1974, Síða 10
svæði og að því er lýtur að öllum tegundum sem aflann mynda. Hins vegar blasir það við að aflaaukningin liggur að verulegu leyti í auknum hreyfanleika í sókninni bæði milli svæða og tegunda. Fiskifloti hinna ýmsu þjóða, sem sækja á þetta svæði, er ekki eins staðbundinn iog áður var, skipin hafa stækk- að, og af þessu skiptist sóknin örar milli svæða; þegar afli tregast á einni fiskislóð færir mikill hluti flotans sig strax á aðra. Meðan flotinn Vcir staðbundnari, meira bundinn heimamiðum hverrar þjóðar, nýttist allt haf- svæðið ekki eins jafnt og nú er orðið og heild- araflinn af því þar af leiðandi minni að öðru jöfnu. Sama er að segja um skiptingu milli tegunda, að með hinum þróuðu fiski- leitartækjum í stórskipum, sem geta leitað allstaðar fyrir sér, þá verður auðveldara en áður að beina sókninni í nýjar fisktegund- ir, sem finnast í veiðanlegu magni, þegar ein tegund er gengin til þurrðar. Hvorttveggja þetta orsakar náttúrulega aukinn heildarafla af öllu svæðinu að öðrum aðstæðum óbreytt- um. Hér á eftir verður nú fjallað um aðalsvæðin hvert fyrir sig, en síðan um sérsvæðin innan þeirra. AÐALSVÆÐI 1. Þetta aðalsvæði takmarkast að sunnan af línu sem dregin er í vestur frá Bretagneskaga eða eftir 48° breiddEirbaugnum vestur að 42° v. 1. Innan þessa aðalsvæðis er að vestan hafsvæði vestur af 1000 metra kantinum vest- ur af Bretlandseyjum og írlandi, og nær vest- ur að 42° v. 1., svo koma íslandsmið, Fær- eyjamið, og Austur-Grænlandsmið vestur að Hvarfi (44° v. 1..). Austurhluti þessa aðal- svæðis takmarkast að sunnan við 64° n. br. nema við Færeyjar, þar nær það suður að 63° n. br. iog á þessum austurhluta svæðis- ins eru miðin við Norður-Noreg, Hvítahaf og Barentshaf og miðin kringum Svalbarða og Bjarnarey og í Ishafinu austur að 51° a. 1. en þar eru austurtakmörk þessa aðalsvæðis. Heildaraflinn á þessu svæði öllu hefur leik- ið á 3,4 milljónum að 4,4 milljónum lesta árlega undangenginn áratug, en aflasveiflur þó verið miklu meiri innan einstakra tegunda en heildaraflasveiflurnar gefa til kynna. Aflinn eftir tegundum á aðalsvæði 1. í þeim tölum, sem hér fara á eftir um heildaraflann eftir tegundum á aðalsvæði 1, er ekki meðtalinn aflinn við Austur-Græn- land, því að hann er ekki sundurliðaður eftir tegundum í töflunni, sem tölumar eru tekn- ar eftir. Sá afli hefur enda lítil áhrif á heild- artölurnar, þar sem hann hefur ekki numið allur nema 40-80 þús. lestum árlega. Þegar talað er um austurhluta svæðisins er eins og áður er greint, átt við miðin við Norður- Noreg og í íshafinu, I og II (b og c), en í vestur hlutanum íslands- og Færeyjamið (Va og b). Sveiflurnar í síldaraflanum á aðalsvæði I voru gífurlegar á skýrslutímabilinu (Sjá enn- fremur um sérsvæðin hér á eftir). Heildar- síldaraflinn var 1 milljón 259 þús. lestir 1962, náði hámarki 1966 og var þá 2 milljónir og 12 þús. lestir en snarminnkaði næsta ár (1967) öll minnkunin það ár í vesturhlutanum (ís- landsmiðum) en næsta ár einnig í austurhlut- anum og síðan jafnt og þétt á öllu svæðinu þar til 1972 að hann var aðeins 13 þús. lestir og var sá afli tekinn í austurhlutanum. Sveiflurnar í loðnuaflanum voru litlu minni. Loðnuafli var nálega enginn í byrjun tíma- bilsins, 4 þús. lestir, en fór vaxandi á öllu svæðinu, einkum síðari hluta áratugsins og var 1972 orðinn 1 milljón 870 þús. lestir. Allmiklar sveiflur hafa orðið í afla þorsks á aðalsvæði I. Þorskaflinn var 1 milljón 337 þús. lestir 1962, náði hámarki 1969 og var þá 1 milljón 667 þús. lestir, en fór síðan minnk- andi og það stórlega (í austurhlutanum) og var 1 milljón 64 þús. lestir 1972. Ýsuaflinn dróst mikið saman á vesturhluta svæðisins (sjá síðar Va og b) en var nálega hinn sami við lok tímabilsins og hann var í byrjun þess á austursvæðinu. Sveiflur voru þó þar milli ára. Heildarýsuaflinn af svæðinu öllu var 231 þús. lestir 1962 en 143 þús. lestir 1972. Svonefndur „pólarþorskur" fór að verða um- talsverður hluti aflans á aðalsvæði 1 í lok áratugsins og var sá afli allur fenginn í aust- urhluta svæðisins. Pólarþorsks er ekki getið í aflaskýrslum sérstaklega fyrr en 1969, en þá er hann 140 þús. lestir, náði 348 þús. lest- um 1971 en hrapaði næsta ár niður í 167 þús. lestir (1972). 284 — Æ GI R

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.