Ægir - 01.10.1974, Blaðsíða 13
leið í Rósagarðinum og takist ekki að bjarga
túrnum þar, er ekkert annað fyrir skipstjór-
ann að gera en fremja Hara-kiri.
Skozkir og enskir miðsævartogarar sækja
mikið á þessa slóð milli íslands og Færeyja
°g eru ýmist á sumrum og reyndar stundum
allt árið í Rósagarðinum norðvestur af Fær-
eyjum eða hér uppi við Suðausturlandið. Þar
sem ICES byggir sínar rannsóknir ekki á
hagsmunasjónarmiðum einstakra fiskveiði-
þjóða, tekur ráðið ekki tillit til þeirra við
skiptingu hafsvæðisins heldur fylgir haffræði-
iegri og líffræðilegri skiptingu og miðar jafn-
framt við afla allra þjóða af tilteknu svæði.
Illskiljanlegri er frá leikmannssjónarmiði af
hverju aflatölur af Austur-Grænlandsmiðum
eru ekki teknar með aflatölum af íslandsmið-
Um, því að milli íslandsmiða og Grænlands-
miða víxlast einmitt sókn margra þjóða mjög
mikið. Stóru úthafstogararnir, sem veiða vest-
ur og norður af íslandi, eru oft jöfnum höndum
í sama túrnum á hvoru tveggja miðunum.
Sérsvæði XIV, Austur-Grænlandsmið vestur að
Hvarfi og norður að Islandsmiðum.
Heildaraflinn á þessum miðum hefur sveifl-
ast frá 40-80 þús. lesta og er þar mest um
þorsk að ræða. 1962 var aflinn 46 þús. lestir,
81 þús. og 80 þús. árin 1964 og ’66, en var
49 þús. lestir 1972. Austur-Grænlandsaflinn
er ekki sundurliðaður eftir tegundum í töfl-
Unni, en mest er hann þorskur og karfi, en
þó einnig talsvert af ýmsum fleiri tegundum,
svo sem grálúðu. Og eins og áður segir, bland-
ast Austur-Grænlandsaflinn óhjákvæmilega
talsvert íslandsaflanum.
Sérsvæði XII
Þetta svæði er hafið vestur af 1000 metra
grunnkantinum vestur af Bretlandseyjum og
nær vestur að 42° v. 1., suður að 48° n. br. og
norður að fslands- og Austur-Grænlandsmið-
um. Svæðið er því geysistórt en lítið nýtt
ennþá. Reykjaneshryggurinn gengur þó suð-
ur í þetta svæði og þangað sækja stórir tog-
arar nokkurn karfaafla, eins hafa fundist í
dýpinu vestur af Bretlandseyjum nokkrar ætar
og sennilega veiðanlegar botnfiskstegundir, þó
að enn sé óráðið hvort sú sókn svari kostn-
aði (sbr. Ægi 3. tbl. ’74). Kolmunninn hrygnir
°g heldur sig mikið í austurkanti þessa svæðis.
AÐALSVÆÐI 2.
Þetta svæði nær yfir miðin vestur af ír-
landi og Bretlandseyjum, vestur að 18° v. 1.
eða 1000 metra kantinum og suður að 48°
n. br., það er suður á móts við Bretagne-
skagann, síðan nær það yfir Norðursjóinn,
Skagerak og Kattegat og miðin við Suður-
Noreg norður að 64° n. br.
Heildaraflinn á þessu aðalsvæði hefur ver-
ið gífurlega mikill, eða hátt í 4 milljónir
lesta árlega árum saman, og einstaka ár losað
vel 4 milljónir lesta. Þegar á það er litið,
hversu gífurleg sóknin hefur verið á þessu
svæði öllu, en þó einkum sérsvæði IV, sem
síðar verður fjallað um, áratugum og reynd-
ar öldum saman, þá vekur það furðu hvað
aflinn hefur haldist í heild.
Heildaraflinn á öllu aðalsvæði 2 var 2 millj.
20 þús. lestir 1962, fór síðan árlega vaxandi
og náði hámarki 1968, og var það ár 4 millj.
80 þús. lestir, en 1972 var hann 3 millj. 887
þús. lestir.
Sandsíli hefur veiðst í miklu magni á svæð-
inu undangenginn áratug. Heildarveiðin var
140 þús. lestir 1962, fór síðan niokkuð jafnt
vaxandi og var um og yfir 200 þús. lestir á
árunum 1966-70 en 1971 varð aflaaukningin
gífurleg og aflinn fór yfir 400 þús. lestir
(404 þús.), en árið eftir, 1972, var hann 366
þús. lestir. Flatfisksaflinn (aðallega skarkoli)
hefur verið nokkuð jafn allan umræddan tíma
eða frá 183 þús. lestum (1962) upp í 224
þús. lestir síðasta ár skýrslunnar (1972) og
er það hið mesta sem hann hefur orðið.
Síldaraflinn á þessu svæði var 866 þús.
1962 og jókst síðan fram að 1965, að hann
náði hámarki, 1 millj. 559 þús. lestum, en úr
því fór aflinn jafnt og þétt heldur rýrnandi
á svæðinu sem heild. Þó að hann yxi mikið
vestan Bretlandseyja nægði það ekki til að
vega upp á móti rýrnuninni austan þeirra
(Norðursjó), og 1972 var heildarsíldaraflinn
af svæðinu öllu 1 millj. 4 þús. lestir eða 554
þús. lestum minni en hann varð mestur um
miðjan áratuginn á undan. Makrílaflinn, sem
var ekki nema rúm 100 þús. lestir 1962 snar-
jókst á árunum 1965-67, en það ár náði hann
hámarki, nær milljón lestum, en hefur síðan
farið álíka ört minnkandi og var 1972 ekki
nema 322 þús. lestir. Þorskaflinn hefur þre-
faldast á svæðinu í heild. Hann var 128 þús.
ÆGIR — 287