Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1974, Page 15

Ægir - 01.10.1974, Page 15
1969, 255 þús. lestum, en hefur síðan farið rýrnandi og 1972 var hann 153 þús. lestir. í spærlingsaflanum er um tvo aflatinda að ræða á tímabilinu og var annar 1968 en þá var aflinn 486 þús. lestir og 1972 var hann 510 þús. lestir, en hafði verið 167 þús. lestir 1962 og þessi aukning var öll í austurhluta svæð- isins. Sérsvæðin á aðalsvæði 2 Meginsérsvæðin á aðalsvæði 2 eru fjögur, ni, IV, VI og VII. Þessi svæði skiptast svo í fjölmörg undirsvæði, en í aflatöflunni eru tölurnar miðaðar við þessi aðalsérsvæði. Aust- ast er III, Skagerak og Kattegat, síðan er svæði IV, allur Norðursjórinn frá Dover og norður úr og miðin úti af Suður-Noregi (Vik- ingsbankinn) og þetta sérsvæði takmarkast að norðan af 64° n. br. en vestan af 4° v. 1., sem liggur rétt fyrir vestan Orkneyjar. Fyr- ir vestan Orkneyjar (4° v. 1.) og Bretlands- eyjar allar er svæði VI, sem nær vestur að 18° v. 1. 'Og suður af VI er svæði VTI, sem nær einnig vestur að 18° v. 1. og suður að 48° n. br. eða á móts við Bretagneskagann. Á sérsvæði VII eru því Ermarsundsmiðin fyrir sunnan England. í aflatöflunni eru tekin saman Norðursjáv- armiðin og Víkingsbankinn (IV) og Skagerak og Kattegat (III) og í annan stað miðin vest- Ur og suður af Bretlandseyjum, það er VI og VII. Sérsvæðin IV og III. Margir furða sig á, hvað afli hefur hald- ist í Norðursjó með þeirri gífurlegu sókn, sem þar hefur verið áratugum saman og nú er heildaraflinn tvöfaldur við það, sem hann var í byrjun sjöunda áratugsins. Ef nokkur glóra væri í þeirri kenningu sem við íslend- ingar eigum nú orðið einkarétt á, að botn- varpa og dragnót eyðileggi fiskimið, þá væru Norðursjávarmiðin löngu öreydd og ónýt, því að þar hefur verið um gífurlega sókn að ræða noeð báðum þessum veiðarfærum hátt á aðra öld. Nú er vitaskuld sitt hvað að eyðileggja fiski- mið, eða veiða tímabundið upp fisk á tilteknu miði, þó að menn rugli þessu oft saman, og það vekur furðu manna að afli skuli ekki löngu vera farinn að tregast verulega á Norðursjáv- armiðunum. Á þau er sótt af þúsundum skipa og báta með allar tegundir veiðarfæra, bæði til veiða á botnfiski ög uppsjávarfiski. Ekki er mönnum fyllilega ljóst hverjar séu orsakir þess, að Norðursjávarmiðin hafa þolað alla þessa sókn undanfarinna áraog áratuga. Sjálf- sagt hafa náttúrulegu skilyrðin verið mjög hagstæð fyrir sumar tegundirnar, hrygning og klak lánast vel, en einnig kemur til ör sóknarskipting úr tegund, sem var að tregast í aðra nýja og minna nýtta, og fjölgun teg- unda í veiðunum. En þó að svo sé nú, að heildarafli hafi vaxið stórlega á þessum sérsvæðum, þá eru sumar fisktegundir þar farnar að sýna um þessar mundir greinileg merki þess að telft sé á tæpasta vaðið í sókninni í þær. 1962 var aflinn í Norðursjó, Skagerak og Kattegat, það er sérsvæðunum IV og III, 2 millj. 203 þús. lestir og óx frá ári til árs fram að 1968 að hann varð 4 millj. 262 þús. lestir og fjögur síðustu árin hefur hann verið um 4 millj. lesta árlega (1972 4 millj. 29 þús. lestir). Af uppsjávarfiski var aflinn 1962 934 þús. lestir, fór vaxandi þar til 1967, að hann var 2 millj. 86 þús. lestir en síðan verið minnk- andi og var 1 millj. 11 þús. lestir 1972. Af einstökum tegundum uppsjávarfisks er það helst að segja, að síldaraflinn var mun minni við lok tímabilsins en við upphaf þess (756 þús. lestir 1962 en 715 þús. lestir 1972, mestur 1965, þá 1 millj. 469 þús. lestir). Makrílaflinn jókst fram að 1967 að hann var 931 þús. lestir en síðan farið stórlega minnk- andi og var 188 þús. lestir 1972. Brislings- aflinn hefur tvöfaldast (43 þús. lestir 1962 en 97 þús. lestir 1972). Botnfisksaflinn var 1 milljón 715 þús. lest- ir 1962, fór sívaxandi þar til 1968, þá 3 millj. 663 þús. lestir og 1972 var hann 3 millj. 28 þús. lestir. Af einstökum botnfiskstegundum hefur þorskaflinn meir en þrefaldast (114 þús. lestir 1962, en 368 þús. 1972), ýsuaflinn fjór- faldast (53 þús. lestir 1962, 216 þús. lestir 1972), lýsuaflinn aukist um þriðjung eða vel það (91 þús. lestir 1962, 510 þús. lestir 1972). Ufsaaflinn var enginn 1962 en 209 þús. 1972. Sandsílisaflinn jókst úr 140 þús. lestum í 366 þús. lestir, skarkolinn úr 107 þús. lestum í 144 þús. lestir en annar flatfiskur veiðst í svip- uðu magni frá ári til árs allt tímabilið. Æ GIR — 289

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.