Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1974, Side 25

Ægir - 01.10.1974, Side 25
lengd 2160 mm, breidd 1170 mm og hæð 1910 mm. Þyngd samstæðunnar er 1520 kg. Kæliþjappan er staðsett neðst til vinstri (sjá mynd) °g er af gerðinni Copeland. Rafmótorinn sem knýr þjöpp- una er 25 hö, 3 x 380 V (eða 220 V), 50Hz. Neðst til hægri er eimsvali (sjókældur) og kútur fyrir kælimiðil þar und- ir. Þar fyrir aftan er ísfram- leiðslu-hluti samstæðunnar, sem er umluktur einangrandi efni. ísinn myndast á lóðréttum sivalningum, þ. e. sívölum rör- um, og myndast hann bæði á innri og ytri hlið röranna. Samtals eru 16 sívalningar, Sem liggja í tveimur röðum á langveginn, átta í hvorri. Sí- valningarnir eru 915 mm á iengd, innra og ytra þvermál 76 mmts (3”) og 102 mnU (4”). Kæliflatarmál er sam- ials 8.2 m2. í kælisívalning- nnum eru rásir fyrir kælimið- 11, sem tengjast kælirörum þeim, sem liggja frá þenslu- lokanum. Samtals liggja 16 rör frá lokanum (eitt rör fyr- ir hvern sívalning) og má sjá þau efst á samstæðunni. Saltvatni (sjó) er sprautað ntan og innan á sívalningana. Til vinstri við ísframleiðslu- hluta samstæðunnar er lóðrétt sjóleiðsla, sem greinist í þrjár leiðslur, og liggja þær yfir sí- valningunum. Mið-leiðslan sprautar sjó utan á, en hinar tvær innan á sitt hvora röð sívalninganna. Saltvatninu er dælt með sérstakri dælu (knú- in y2 ha rafmótor) frá vatns- iláti á botni samstæðunnar og rennur saltvatn það sem ekki nær að frjósa á sívalningum í þetta ílát. Isvélin vinnur eftir ákveð- inni tímastillingu og tekur hver ,,framleiðslu“-umferð um 12 mín. ísvélin framleiðir um 56 kg. í hverri umferð iog mið- að við 24 tíma (120 umferðir) verða sólarhringsafköst um 6,7 t. Ofangreind afköst eru miðuð við 7°C sjóhita og 14°C lofthita. Frystitími er um 9 mín., og hættir sjódælan að dæla yfir sívalningana rétt áð- ur en þeim tíma lýkur. Af- ísunartíminn er um 3 mín. Af- ísun (afhrímun) er fram- kvæmd með kælimiðlinum með því að hleypa honum framhjá eimsvalanum og þenslulokanum, þannig að kælimiðill í heitu „gas“- ástandi fer inn á kælirásir sí- valninganna. ísinn fellur af sí- valningunum niður á snigla, sem brjóta ísinn og flytja hann frá samstæðunni. Sniglarnir fara af stað samtímis og af- hrímun byrjar. Einn snigill er undir hvorri röð sívalninga og er hvor snigill knúinn rafmót- or, % ha að stærð. Kælimiðill fyrir kerfið er Freon 502. Aðeins þarf að tengja samstæðuna við raf- kerfi 'Og sjólögn. Umboð fyrir Seafarer ís- vélar hefur ísvélar h.f., Reykjavík sem er nýstofnað félag. Skv. upplýsingum frá umboðinu verður Seafarer TE 16 ísvélin eingöngu framleidd hér á landi, bæði fyrir inn- lendan og erlendan markað, en einnig er ráðgert að fram- leiða minni samstæður hér- lendis. Verð á TE 16 samstæð- unni var í kringum 3,5 millj. miðað við ágúst s.l.. Vélinni fylgir ársábyrgð og afgreiðslu- tími er um 3 mánuðir. Falkland II talstöð Frá fyrirtækinu Kelvin Hughes í Bretlandi er nýkom- in á markaðinn endurbætt Falkland S.S.B.-talstöð, sem nefnist Falkland II. Sú breyt- ing sem gerð hefur verið frá Falkland I talstöðinni er að móttökurásum hefur verið fjölgað frá 15 í 23 til að upp- fylla breskar kröfur. Talstöðin þekur tíðnisviðið 1,6-3,8 MHz, sendirásir eru 11 og sendiork- an 120W p.e.p. Umboð fyrir Kelvin Hughes hefur R. Sigmundsson h.f. Reykjavík, Skv. upplýsingum frá umboðinu er verð tal- stöðvarinnar án kristalla 1107 £ F.O.B. í Bretlandi eða um 305.000.- ísl. kr. miðað við gengisskráningu í lok septem- ber. Verð pr. kristal er 5,50£.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.