Ægir - 15.02.1975, Blaðsíða 7
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
68. ÁRG. 3. TBL. 15. FEBRÚAR 1975
Stórkostleg eignaskipting
EFIMISYFIRUT:
Stórkostleg
eignaskipting 41
Hans G. Andersen:
þrjár ræður fluttar í 2.
nefndinni á Hafréttarráð-
stefnunni: Landgrunnið,
Efnahagslögsagan og-
Hugtakið forréttindi 42
Siúvarútvegurinn 1974:
greinaflokkur:
Valdimar Indriðason:
Htgerð stærri togaranna
1974 46
Etgerð og aflabrögð 49
Fiskispjall:
Tilraunatankar 53
Sporöskjulagaðir
toghlerar 55
Lög 0g reglugerðir:
Reglugerð um sérstakt
'ínu- og netaveiðisvæði
úti af Snæfellsnesi 56
Reglugerð um skiptingu
veiðisvæða eftir veiðar-
færum 56
Fiskverð:
' erð á loðnu til bræðslu 58
Verð á hörpudiski 58
' erð á fiskbeinum og
slógi 58
Ný fiskiskip:
Runólfur SH 135 59
ÚTGEFANDI:
fiskifélag Islands
höfn. INGÓLFSSTRÆTI
S(M1 10500
RITSTJÓRN:
MÁR ELlSSON (ábm.)
JÓNAS BLÖNDAL
AUGLÝSINGAR:
GUÐMUNDUR
INGIMARSSON
UMBROT:
GfSLI ÓLAFSSON
PRENTUN:
ÍSAFOLD
ÁSKRIFTARVERÐ
1000 KR
Argangurinn
KEMUR ÚT
hálfsmánaðarlega
Þess var varla aS vænta að
vandamál þau, sem við eigum
við að stríða leystust með
skjótum hætti. Hin miklu og
víðtæku skoðanaskipti, sem
í Caracas ráðstefnu áttu sér
stað með þjóðum heims voru
óhjákvæmilegur undanfari
þess sem síðar verður von-
andi. Hér er að vissu leyti
um nýskipan eins aðalþáttar
heimsmálanna að ræða og
önnur og minni mál, sem taka
til færri þjóða hafa verið lengi
í deiglunni áður en-lausn feng-
izt. Það er ekkert smáræðis-
mál að skipta auðæfum hafs-
ins, sem þekur fjóra fimmtu
hluta jarðar.
Úr höfunum veiðast 60—70
mUljónir lesta fisks árlega og
mikil auðæfi eru fólgin í og
undir hafsbotninum. Viðskipti
þjóða byggjast á siglingum
um höfin og loks er að nefna
hernaðarlegt mikilvægi marg-
ra hafsvæða. Fiskveiðirétt-
indi strandríkja, sem mest
tekur til okkar, eru aðeins
eitt atriði þessara miklu
eignauppskipta milli þjóða
heims. Og í þeim málaflokki
einum stangast á mörg sjón-
armið og ólík. Mörg fiskveiði-
svæði eru sameign margra
þjóða og nýtt af enn fleiri
þjóðum. Eyðisker geta nú
orðið mikið deiluefni i sam-
bandi við ákvörðun fiskveiði-
lögsögu og megum við í því
efni minnast Rockall og Jan-
Mayen. Landlukt ríki, en þau
eru mörg, heimta einhvern
hlut í þessari miklu fæðu-
auðlind heimsins. Fiskveiði-
þjóðir sem víða hafa sótt til
fanga og eiga stóra fiskveiði-
flota sætta sig ógjarnan við
sjónarmið strandríkjanna.
Þannig eru ágreiningsatriðin
í þessum eina málaflokki
mörg og mikil. I þeim ræðum
Hans G. Andersens, sem birt-
ar hafa verið nú í Ægi, er að
finna þá línu eða stefnu, sem
við munum fylgja á næstu
hafréttarráðstefnu, sem verð-
ur í Genf 17. marz, n. k. Full-
trúum er að því mikill styrkur
að mæta þar með fastmótaða
stefnu og ekki síður er þeim
styrkur að því að vita, að
þjóðin er einhuga um 200
sjóm. fiskveiðilögsögu.